Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1932, Page 13

Bjarmi - 01.07.1932, Page 13
BJARMI 109 Baráttan um börnin. Lesendur Bjarma munu æðimargir ó- kunnugir Verkalýðsblaðinu, sem Kommún- istaflokkur íslands gefur út, en þar stóð 5. júlí þ. á. ritstjórnargrein, sem ætti að vera vakningarorð öllum þeim, sem halda að nú sje »friður og öllu óhætt«. Tilefnið er samþykt Landsþings kvenna, sem bir.t er hjer í blaðinu, en trúarhatrið er eldra og leynir sjer ekki. Greinin heitif’: Ilvað á að kenna börnun- um? 18 alda gamlan heilaspuna eða þekk- ingu okkar tíma? og er á þessa leið: »Kvenfjelagasamband Islands«, sem stendur undir handleiðslu fáfróðustu og þi-öngsýnustu íhaldskerlinga, sem fyrst og fremst vinna að því að halda öllum þorra alþýðukvenna í van- þekkingu um nauðsynina á stjettarsamtökum og stjettarbaráttu verkakvenna við hlið manna sinna og stjettarbræðra, hefir á landsþingi sínu, sem nýlega er afstaðið, leyft sjer þá íhaldsósvífni, að krefjast þess af »barnakennurum og skóla- stjórum, sem ekki geta aðhylst kristindöms- fræðslu í kenslustarfi sínu, að hafa ekki barna- kenslu eða barnauppeldi fyrir aðra að lífsstarfi sínu.« Samband íslenskra barnakennara hefir á árs- þingi sínu svarað þessari kröfu á viðeigandi hátt. Paö segir 1 yfirlýsingu um þetta efni: 1.) Pó að áskorun þessi sje ógreinilega orðuð, virðist þó liggja í henni sú hugsun, að lands- þingið telji, að þeir kennarar, sem ekki vilji takast á hendur kristindómsfræðslu, sjeu óhæf- ir til að hafa á hendi kenslu eða uppeldisstörf yfirleitt. Þessari skoðun mótmælir kennaraþingið fastlega, með þeim rökum, að sjerstök trúarskoð- un eða bókstafsjátning sje öviðkomandi almenn- um hæfileikum og trúmensku manna í starfi sínu. 2) Eftir stjórnarskránni hefir hver maður í landinu öskorað trúfrelsi og samviskufrelsi, kennarar sem aðrir. Kennarar hafa tekið viö störfum sínum án nokkurra skuldbindinga um trúarskoðanir, og hafa hvorki stjórnarvöld nje einstaklingar neinn rjett til að hlutast til um persónulegar skoðanir þeirra í trúmálum, frem- ur en öðrum almennum málum. 3) Þar sem ekki er kunnugt, að ályktun Kvenfjelagasambandsins sje fram komin af neinni sjerstakri ástæöu nje ákæru, þá. lýsir kennaraþingið yfir því, að þaö telur þessa ályktun vera tilefnislausa og móðg- andi áreitni við kennarastjettina og ósæmilega árás gegn hugsunarfrelsi og samviskufrelsi í landinu.« Barnakennarar eru í þessari yfirlýsingu ekki einasta í sínum fulla rjetti. Þeir hefðu mátt bæta því við, að það er hreint hneyksli, að sálir 'oarn- anna skuii vera fyltar með 18 alda gömlum heila- spuna og hleypidómum, þeim undirlægjuhugsun- arhætti kristindómsins, sem aðeins fámenn stjett stóratvinnurekenda og sníkjudýra á þjóöarlik- amanum hefir hag af að við sje haldið hjá fólk- inu, í stað þess að láta börnin verða þeirrar praktísku þekkingar aðnjótandi, sem okkar tím- ar hafa öðlast og undirbúa þau með henni, holl- um líkamsæfingum og margbreytilegri iðju und- ir það að geta liíað sjer og öðrum til fullnæg- ingar því eina persónulega lífi, sem til er, lífinu sem við lifum hjer á jörðunni. Pessi grein sýnir margt, en fátt gott. A. S. V. (»Alþjóða samhjálp verkalýðs- ins«) er að mynda barnafjelög hjerlendis, eins og víðar, í anda kommúnista. Þau eiga »að draga verkamannabörn frá hin- um borgaralegu barnafjelögum« (t. d. K. F. G. M., Skátafjelögunum og bárna* guðsþjónustum), vekja hjá þeim bylting- aran'da, öfund og trúarhatur, kommúnist- ar segja: »afhjúpa trúarhræsni borgar- anna.« — Hjörtur B. Helgason, kommún- isti, skrifar í Vísi 28. maí þ. á. »að fjöldi kennara taki þátt í störfum A. S. V. hjer- lendis og viðurkenni þvi barnastarfsemi þess,« — eða með örðum orðum, sjeu kommúnistar að lífsskoðun, þótt þeir sjeu ef til vill fæstir í »baráttuliðinu«. Þessu er ekki mótmælt, hvorki af ein- stökum kennurum nje kennaraþinginu. En Landsþingi kvenna, sem vafalaust hef- ir haft þessa grein í huga og kærir sig' ekki um kommúnista fyrir barnakennara, er andmælt með stóryrðum og' mikillæti, eins og- kennaraþingið hafi gleymt trú- arhatri og byltingarhug kommúnista. Það er ekkert launungarmál, að komm- únistar reyna á allan hátt að ná í börn og' unglinga, til að geta því fyr steypt þjóðfjelaginu. Standa kennarar öðrum bet- ur að vígi i þeim efnum, og leg'gja því »agentar« Rússa sjerstaka rækt við að fá

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.