Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 4
68 BJARMI Barnavernd. (Niðurlag) Löggjöf vor hefir allt til þessa dags alveg gengið fram hjá þeim barnahóp, sem allra bágast eiga, fávitunum, sem fólkið kallar ýmist hálfvita eða fábjána*). ,Bjarg- arvana koma þau börn í þenna heim, öðr- um fremur, og foreldrum þeirra og vanda- fólki hin mesta raun. Má nærri geta, hvað sárt það er góðum foreldrum, að sjá eitt- hvert barn sitt svo ósjálfbiarga og vita engan stað eða hæli handa þeim, þar sem þeim er örugg aðhlynning að foreldrum látnum, og jafnframt engin leiðbeining til á íslenskri tungu um uppeldi þeirra. Væri það langt mál og átakanlegt, að rekja raunasögu fávitanna, hverriig bæði fákunnátta og efnalegur vanmáttur að- standenda þeirra hefir margoft aukið böl þeirra og harðýðgi vandalausra farið miklu ver með þá, en öll önnur »olnbogabörn« þjóðfjelagsins. Það vita allir nú, að þeim eru sjerstök hæli hollasti staðurinn, og margoft má kenna hálfvitum ýmislegt, svo að þeir geti unnið fyrir sjer síðar, ef börnin komast nógu snemma til þeirra kennara, sem kunna að leiðbeina þeim. En samt er það satt, að ekki er nema um 100 ár síðan mannúðin fór að sinna þeim á þenna veg. Fyrstu fávitahælin voru reist á Frakk- landi, Sviss og Þýskalandi um og eftir 1840 og nokkru síðar á Norðurlöndum, um 1845 í Danmörku, 1860 í Svíþjóð og 1875 í Noregi. Læknar, prestar og kennarar voru for- göngumennirnir, svo kom löggjöfin og fjár- veitingarvaldið á eftir með ýmsan stuðn- ing. 1 fyrstu rákust menn á, að ýmsir fá- vitar gátu lært mikið meira, en áður var almennt haldið, og urðu þá bjartsýnir, að ®) Þingið í vetui' veitti þó byggingarstyi-k fyrirhuguöu fávitahæli barna aö Sölheimum 1 Grimsnesi. svo mundi verða um þá allflesta, ef þeir væru teknir nógu snemma. En reynsl- an sannaði, að því fór fjarri að svo væri. Það varð að skifta þeim í 2 aðalflokka, alveg eins og íslensk málvenja talar um hálfvita og fábjána. Hálfvitunum má.tti jafnaðarlega kenna eitthvað, sem þeim gat orðið til stuðnings alla æfi, ef á því var byrjað nógu snemma, en hinum var ekki unt að hjálpa, nema að sjá um, að þeir gerðu ekki sjálfum sjer eða öðrum tjón. Nefndin, sem samdi barnaverndarlögin nýju og jeg tala nánar um síðar, spurði meðal annars alla hreppsnefndaroddvita og borgarstjóra um tölu fávita, og þótt margir vanræktu að svara því, sýndu svör hinna, að fávitar voru miklu fleiri en margur hugði. I manntalinu frá 1. des. 1930 eru »fábjánar« taldir 104, en þeg- ar það er borið saman við skýrslu odd- vita, sem þeir sendu fyrgreindri nefnd sama ár, kemur í ljós, að þessi tala er því miöur alveg röng. Fávitarnir eru a. m. k. tvöfalt fleiri, en manntalið telur »fábjána«. Komu þó engin svör til nefnd- arinnar um það efni frá 64 hreppum, nje lieldur frá borgarstjórum þriggja fjöl- mennustu kaupstaðanna, og bjuggu þar u.m 2/5 hlutar allra landsmanna. Vantalningin á manntalinu er mest gagnvart börnum, enda er skiljanlegt, að foreldrar kynoki sjer við að skrifa börn sín fábjána í opinberar skýrslur, enda þótt allir kunnug'ir viti, að börnin sjeu hálfvitar. Orðið fábjáni hefir svo kald- ranalegan blæ, og of ákveðna neikvæða merkingu, þegar um hálfvita er að ræða, að rjettast væri, að því orði væri sleppt úr almennum skýrslum, en samnefnið fá- viti tekið í staðinn. Hitt er ekki almenn- ings meðfæri, að aðgreina fábjána frá hálfvitum með nokkurri vissu. Já, jeg gat þess, að 64 hreppsnefndar- oddvitar og 3 borgarstjórar hefðu engu svarað nefndinni um tölu fávita. — En þegar svör allra hinna og skýrsla mann-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.