Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 10
74 BJARMI eldismála-erviðleikum, sjeu þau nógu mörg. En hinar öfgarnar, að telja þau gagnslaus eða jafnvel skaðleg. Er það hvorttveggja jafn rangt. Hælin eru misjöfn, einkum þegar þau verða svo móðins að það verður góður ávinningur að reka þau. Mest er komið undir hús- ráðendum hvernig heimilisbragurinn er. Góð húsakynni og gott umhverfi eru mikilsvarðandi, en þó er hitt áhrifaríkara að kærleikur, nærgætni og hagsýni sjeu við stjórnina. Jeg hefi komið í rúm 20 erlend barna- hæli, vöggustofur, dagheimili, athugunai- hæli vangæfra barna og uppeldishæli, og sjeð þar margt eftirbreytnisvert. En best- ar minningar hefi jeg frá litlu hæli rjett hjá Haslev á Sjálandi þar sem áhugasöm kristin hjón höfðu tekið um 20 stálpaða drengi, er lent höfðu í lögregluhöndum fyr- ir óknytti. Ástúð, vinnusemi og reglusemi hjeldust þar vel í hendur. — Andi Krists var þar aðalatriðið mikla. En þótt barnahæli sjeu misjöfn, eins og öll önnur hæli og þau þurfi eftirlit, þá er hitt fjarri sanni að þau sjeu öll gagnslaus eða jafnvel skaðleg. Hefðu þau reynst svo illa, þá hefði þeim ekki fjölgað jafn stórkostlega undanfar- ið og raun er á í öllum menningarlönd- um. Mjer virðist svipað um hælin og barna- verndarnefndirnar. Þegar lögin um þær komu hjá nágrannaþjóðum vorum, hjeldu sumir að þær væru allra meina bót, og þegar það reyndist rangt, og sumar nefnd- irnar voru hirðulausar og aðrar ónærgætn- ar, sneru ýmsir við blaðinu og sögðu að allar slíkar nefndir væru gagnslausar al- veg eða jafnvel til skaða og gleymdu þá alveg þeim sem vel höfðu unnið. Jóhannes Sigurðsson, sem verið hefir forstöðumaður sjómannaslofunn- ar í Rvík frá því hún var stofnuð árið 1923, flyt- ur sig nú til Akureyrar m, k. 2ja ára tima, sam- kvæmt óskum Kristniboðsfjelagsins þar og fleiri áhugamanna. Væntanlega starfar hann á Siglu- firði I sumar, eins og undanfarin sumur. K v e ð j a sungin í samsæti, sem vinir hans i Reykjavík og Hafnarfirði hjeldu honum, áður en hann fór til Akureyrar. Strídsmadur Drottins, hinn sterki, starf pitt er krossmanna raun; tjunnreifur (jenyurdu’ ad verki, gledin í Drotni pín laun. Kór Stridsmadur sterki, starf pitt er allt fyrir Krist; trú er pitt belti og brynja, bæn er pín himneska list. Alvœpni Guds er sú eina tírygd gegn vonzkunnar her; hjálprœdiskenningin hreína hjálmur og skjöldur pinn er. Reyndur og fastur á fótum flytur pú sannleikans bod; ranglœti skerdu med rótum, rjettlæti Guds er pín stod. Foringi tíginn á fundum fridarins reifaróu mál; hásœr á heilögum stundum, hímininn býr pjer í sál. Aldrei pig sveigdi til sáttar syndin nje myrkranna vtíld; kraftur Guds margreynda máttar merkti pjer sigur á skjöld. Oft stódstu veikur á verdi, vitnandi' um Frelsarans ást, — andans pó öfluga sverdi ávalt med hugprýdi brást.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.