Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 6
70 BJARMI Konungurinn kemur. Seg'ið dótturinni Zíon: Sjá, konungur þinn lcemur til þín hógvær og ríðandi á ösnu, og á fola afkvæmi áburðargrips — Matt. 21: 5. Um 700 árum áður hafði Jesaja spámað- ur spáð um þessa konungsinnreið: Segið dótturinni Zíon: Sjá, lijálprœði þit'. kem- ur! Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og umbun hans fer á undan honum! — Jes. 62, 11. Sakaría spámaður hafði og sagt fyrir þessa konungs-innreið nærfelt 520 árum áður: Fagna þú mjög, dóttir Zíon, lát gleðilátum, dóttirin Jerúsalem! Sjá, kon- ungur þinn kemur til JAn! Rjettlátur er hann og sigursæll, lítillátur og ríður á asna, ungum ösnufola — Sak. 9, 9. Guð hefir sjálfur kvatt Jesúm til kon- ungs: Jeg hefi skipað konung minn á Zíon, fjallið mitt helga — Sálm. 2, 6. Jesús Kristur er almáttugur konungur: Allt vald er mjer gefið á himni og' jörðu - Matt. 28, 18. Vlst ert þú, Jesús, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. Jesús Kristur vinnur sigur á öllum óvin- um sínum, því að hann er Drottinn drottna og konungur konunga — Op. 17, 14. En fátækur var hann og hógvær, er hann reið inn í Jerúsalem á pálmasunnu- dag. Vor vegna gjörðist hann fátækur, til þess að vjer auðguðumst af fátækt hans — II. Kor. 8, 9. Konungur konunganna, sem gjörði inn- reið í Jerúsalem á pálmasunnudag, hann kemur enn til fátækra syndara ■— hvar sem þeir eru. Sjá, konungur þinn kemur! Hvað vill hann þjer? Hann vill frelsa þig! Hann kemur með sigur þjer til handa. Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannssálum, heldur til að frelsa þcer — Lúk. 9, 56. Hann er ekki kominn til að dæma heim- inn, helclur til að frelsa liann — Jóh. 12, 47. Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sje tekið, að Jesús Kristur kom i heiminn til að frelsa synduga menn — I. Tím. 1, 15. óendurfæddi lesari: Jesús kemur til Jnn í dag til að frelsa þig! Vísa þú hon- um ekki lengur frá þjer, heldur gakk þú honum á hönd á dag. Það er ef til vill síðasta skiftið, sem hann vitjar þín, síðasta tækifærið, sem þjer veitist, til að verða frelsaður. — Vilt þú ekki færa þjer það í nyt og láta frelsast frá eilífri hegn- ingu! Ó, lát þú frelsa þig í dag! Jesús er hjá þjer — með gegnumstung'n- ar hendurnar - og Jwáir að frelsa Jhg og gjöra Jhg sœlan um tíma og eilífð! Opnir þú hjarta þitt fyrir honum, þá öðlastu friðinn, sem þú þráir — þann sæla frið, sem enginn getur gefið, nema hann. Fái Jesús að frelsa þig, þá öðlast þú hlutdeild í rjettlæti hans - - verður klædd- ur skrúða rjettlætisins, sem einn hæfir himninum. I Guðs nafni bið jeg þig: Vísaðu Frels- aranum ekki frá þjer! Sjá, hann kemur til Jy'm í dag! Breið Jm faðminn á móti lionum! K r ý n þú hann s em k onung þinn , þ á e r f r amtíð þinni b o r g- i ð. »Mig vantar vegleg klæði, á veg að breiða þinn; þvi vil eg kærleikskvæði þjer kvaka, Jesú minn. Jeg hef ei, herra, pálma, en heiður vil þjer tjá, því syng eg núna sálma; ó, Son Guðs, heyrðu þá.« Evg. 7. 33. Á. Jóh.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.