Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 7
B J ARMI 71 Barnavernclarlögin. Að niestu samkvæmt (itvarpserindi ritstjórans 11. ág: 1932. I fyrra erindi mínu mintist jeg' á þær lagagreinar, sem snerta barnavernd og í g'ildi vorn hjerlendis, uns barnaverndar- lögin komu, og gat þess, sem öllum er kunnugt, að áhrif þeirra hafi oft verið smá, þótt fyrirmælin væru góð. En þá er eftir að vita, hvort eins fer með barna- verndarlög'in. Nágrannar vorir á Norðurlöndum hafa búið við slík lög í 28 til 36 ár, breytt þeim og endurbætt á ýmsa vegu. Þessi ísl. lög eru að mörgu leyti sniðin eftir þeim, en þó ólík þeim í sumum atriðum. 1 barnav.lögum nágranna vorra er t. d. gjört ráð fyrir að hverju barni megi út- vega hælisvist við þess hæfi, ef menn óska, og langt mál um það, en í vorum lögum er lítið á þau minst, af því að hæl- in eru svo fá og ung hjerlendis. Það hefir svo fátt verið ritað um lögin enn þá, að búast má við, að mörgum sjeu þau ýmist ókunnug, eða margt óljost um tildrög' þeirra, tilgang og aðalefni, og' skal nú /ikýrt frá nokkrum aðalatriðum þar að lútandi. Tildrögin voru þau, að Dómsmálaráðu- neytið skipaði 29. apríl árið 1930 sjö manna nefnd, með eftirfarandi skipunar- brjefi: Mitt brjef var orðrjett á pessa leið: Hjer með leyfir ráðuneytið sjer að skipa yður, heiðraði herra, til þess ásamt frú Aðalbjörgu Signrðardóttur, prófessor ólafi Lárussyni, döcent Asmundi Guðmundssyni, kennslukonu Margrjeti Jónsdóttur, kennara Ilelga Hjörvar og frú Jónínu Jónsdóttur að taka sœti í nefnd til að kynna sjer siðspill- ingarmál barna hjer I bænum, og er frú Aðal- björg Sigurðardöttir formaður nefndarinnar. Er nefndinni falið 1) að gjöra tillögur um löggjöf, er styðji heimilin við uppeldi vangæfra barna, 2) að gjöra tillögur um aðrar aðgjörðir, svo sem frjálsan fjelagsskap, til að vernda sið- ferði barna og unglinga. Til þess er ætlast, að nefndin starfi kaup- laust. Hermann Jónasson lögreglustjöri og Ás- geir Asgeirsson fræðslumálastjóri hafa lofað að- stoð þeirra, eftir þvi sem þeir geta og nefnd- in óskar.,« Ólafur prófessor Lárusson tók ekki sæti í nefndinni, vegna annara starfa, naut þá nefndin lögfr. leiðbeininga fyrst hjá Síec- urjóni Markússyni fulltrúa í stjórnarráð- inu og' síðar hjá Gísla Bjarnasyni lög'fræð- ing'i, að tilhlutun ráðuneytisins. Nefndin fjekk skýrslu hjá lögreglustjóra Reykjavíkur um börn og unglinga, sem kærð höfðu verið fyrir þjófnað, þjófnaðar- hilmingu og rán, undanfarin 10 ár. Voru þeir um og yfir' 20 árlega, 8 síðustu árin. Að öðru leyti ljet nefndin »siðspillingar- mál barna hjer í bænum« liggja milli hluta. Hins vegar sendi hún fyrirspurnii viðvíkjandi börnum um land allt. Barnaskólastjórar voru spurðir um sið- ferðilega veikluð og vangæf börn, hvaö þau væru mörg í skólahjeraðinu, um ald- ur þeirra og ýmsa hagi og hvort nokk- urt heimili væri þar, er ekki gæti veitt börnum sæmilegt uppeldi. Prestar voru sþurðir um svipað, og auk þess, hve mörg heimili í prestakallinu mundu geta veitt vangæfu barni uppeldi. Hreppsnefndaroddvitar og bæjarstjór- ar voru spurðir um ýmislegt viðvíkjandi börnum á sveitarframfæri, hvað þau væru mörg, — hjá foreldrum sínum eða vanda- lausum,. og um meðlag með þeim. Sömuleiðis voru þeir spurðir um fávita, tölu þeirra í hi'eppnum eða kaupstaðnum, aldur og ýmsa hagi. Svör komu mörg, en þó engan veginn frá öllum, sem spurðir voru. Vegna þeirr- ar vöntunar var ekki unt að semja tæm- andi skýrslu eftir þessum svörum. En margar bendingar og margbreyttur fróð- leikur var þó í þessum svörum sem komu. Jeg skal nefna nokkur þau atriði: 1. Kennararnir voru kunnugastir hög-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.