Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 8
72
BJARMI
um barnanna og berorðastir um það, semjj
þeim þótti ábótavant.
2. Enda þótt víða hvar væru eng'in van-l
gæf börn nje siðferðilega veikluð, þá voru ‘i
samt slík börn hjer og hvar um allt land,®
bæði í sveitum og kauptúnum, — og oft-|
ast var heimilum þessara barna talið veru-
lega ábótavant. — Jeg undirstrika þetta
atriði vegna þess, að sumir alþingismenn
virtust líta svo á, er barnaverndarlögin
voru þar til umræðu og afgreiðslu, að lítil
ástæða væri til að setja þessi lög nema
íyrir Reykjavík, og engin ástæða til að
velja sjerstakar barnaverndarnefndir,
»nema- ef til vill í kaupstöðunum«. En
brjef barnakennaranna og' prestanna
sanna, að það var því miður rangt.
3. Mjög voru skoðanir skiftar um, hvern-
ig ætti að ráða bót á því, sem áfátt var.
Sumir töldu ágætt að koma vangæfum
kaupstaðabörnum í sveit, og þektu þess
dæmi, að vel hefði gefist, en aðrir voru
á gagnstæðri skoðun og vissu dæmi sinm
skoðun til styrktar. Töldu þeir oftrú að
ímynda sjer, að hvert óvalið heimili í
sveit gæti endurreist siðferðilega veikluð
börn, úrvalsheimilin mundu oftast ófús til
að taka þau, vegna annara barna á hetm-
ilinu, og' fólksleysið valda, að umhirðan
yröi minni en skyldi gagnvart öllum töku-
börnum, hvort sem þau væru talin van-
gæf eða ekki. Minntust ýmsir þá á, að
æskilegt væri, að barnahælum fjölgaði,
og að vangæf börn fengju þar leiðsögn og
uppeldi.
4. Loks sýndu svörin, að þau olnboga-
börn, sem erfiðast eiga og mest fara var-
hluta af allri vernd þjóðfjelagsins, fávit-
arnir, voru mikið fleiri en margur ætl-
aði, eins og sýnt var fram á í fyrra er-
indi mínu.
Enginn fjelagsskapur styður þá — og
erfitt er að fá þing og stjórn til að sinna
málum þeirra, svo nokkru nemi.
En hvað er þá gjört fyrir önnur bág-
gstödd börn? — Það er rjett að athuga það
Eofurlítið um leið.
R| Daufdumb börn hafa alllengi átt kost
I á nokkurri tilsögn, og í lögum frá 19. júní
f 1922 um kennslu heyrnar- og málleysingja,
| er aðstandendum slíkra barna bæði gjört
skylt að senda þau í Daufdumbraskóla og
heitinn jafnframt mikill styrkur til þess.
Sömu lög gjöra ráð >fyrir, að senda megi
og »vitsljó börn« (líklega hálfvita) í þenna
skóla. — En sú ráðstöfun mundi talin frá-
leit erlendis, þar sem lengi hefir verið
sinnt uppeldi »olnbogabarnanna«.
Blindravinafjelagið hugsar um blindu
börnin. Pað er ungt að vísu, stofnað haust-
ið 1931, en hefir þegar fengið svo g'óðar
undirtektir, að líkur eru til, að það geti
komiö verulega til hjálpar blindum börn-
um.
Berklaveiku börnin munu vera 4. flokk-
urinn, þegar um hjálparvana börn er að
ræða. — Barnadeildin á Vífilstaðahæli
kemur þeim til hjálpar, eftir því sem hús-
rúm leyfir. En kirtlaveiku börnin, sem
mörg eru á leiðinni til heilsuleysis, ef þeim
kemur ekki hjálp nógu snemma, eru miklu
fleiri en þar rúmast.
Sumarheimilin tvö, sem þeim eru ætl-
uð, eru bæði góð, það sem þau ná, en geta
þó heldur ekki tekið nema nokkurn hluta
kirtlaveiku barnanna í Rvík einni, og börn-
in þurfa flest miklu lengri hælisvist en 2
eða 3 mánuði, ef þau eiga að ná fullri
heilsu.
Þessi sumarhæli (bæði frá 1930) eru
Glaðheimar við Silungapoll, skammt frá
Hellisheiðarvegi, um 15 km. frá Rvík.
Oddfellowar í Rvík hafa reist það og
sjá um það að öllu leyti. Um 40 kirtla-
veik börn úr Rvík hafa verið þar 2 sum-
ur alveg ókeypis, en rúm er þar fyrir 70
börn.
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur og
barnaverndarráðið vilja, að hús þetta sje
notað á vetrum fyrir heimavistarskóla