Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1933, Blaðsíða 5
BJARMI 69 talsins um þá hreppa og kaupstaði, sem ekki svöruðu, er borin saman, kemui- í ljós, að á öllu landinu eru m. k. um 200 fávitar og í þeim hóp 28 börn yngri en 10 ára, 34 10 til 20 ára og 72 20 til 40 ára, hinir eldri eða aldur ótilgreindur. Sennilega eru þeir þó í raun og veru tals- vert fleiri, einkum hálfvitarnir, sem oft er hægt að gjöra sjálfbjarga, ef þeir fá nógu snemma tilsögn við sitt hæfi. Sje gjört ráð fyrir, að framtalið á manntals- skýrslu frá þeim 2/5 hlutum landsmanna, sem ekki svöruðu nefndinni í þessu efni, sje jafn ófullkomið og frá hinum 3/5 hlut- unum, ættu fávitarnir að vera alls um 260 og um 80 þeirra innan tvítugs aldurs:!:). Pessi hópur barna og unglinga og for- eldra þeirra og systkina hrópar beinlín- is og óbeinlínis á hjálp og vernd þjóð- fjelagsins. Pví var það, að marggreind nefnd samdi frumvarp um stofnun fávitahælis og af- henti stjórninni snemma árs 1931. Þegar stjórnin lagði það ekki fyrir þingið, flutti Guðrún Lárusdóttir frumvarp í sömu átt, en í nokkuð breyttri mynd, og tók það aft- ur upp á síðasta þingi, og var því þá vís- að til undirbúnings stjórnarinnar. Von- andi er, að ekki verði lengi úr þessu sét- ið á rjetti varnarlausustu vesalinganna, og rjettur þeirra er vernd og leiðsögn í góð- um hælum. Ef vel á að vera, þarf þjóð vor að eign- ast innan skamms þessi hæli vegna fá- anna: 1. Skóla og vinnuhæli fyrir börn, sem eru hálfvitar, taka mætti og þang- að fyrst um sinn konur, sem eru hálf- vitar. *) Landlækni telst svo ti 1 í heilbrigðisskýrsl- um sínum fyrir árið 3931, að fávitar sjeu »tæp- lega innan við 200 og sennijega 70 til 80 á barnsaldri.s Daufdumbir »a. m. k. 80« og »a. m. k. 400 blindir«, en nærri allir eða 94,9% þeirr: blindu eru konmir yfir sextugt. 2. Tvö hjúkrunarhæli, annað fyrir börn og konui-, sem ekkert geta lært, og liitt fyrir karlmenn, sem svo er ástatt um, sje þeim ekki ætlaðar sjer- stakar deildir við geðveikrahæli. Jafnframt þarf að hafa eftirlitsmann með fávitum í hverjum hrepp eða kaup- stað, sem útvegaði þeim hálfvitum, sem eitthvert starf hafa lært, góðan samastað, hefði eftirlit með allri aðbúð þeirra og gæfi árlega skýrslur um hagi þeirra til skólans, er kendi þeim, eða heilbrigðisstj. Ríkissjóður legði fram stofnkostnað og greiddi helming meðgjafar með fávitum, en aðstandendur eða fæðingarhreppur hinn helming, er mætti þó ekki teljast fátækrastyrkur. En eftirlitsmenn liálf- vita væru mannvinir, sem enga borgun tækju fyrir eftirlitið. Jeg hefi ekki tíma til að færa hjer á- stæður fyrir þessari aðgreiningu fávit- anna, en hún er reist á reynslu annara þjóða, sem miklu lengur hafa hugsað um liknarráðstafanir gagnv. fávitum, en vjer. Að sjálfsögðu mætti byrja þessi hæli í smáum stíl fyrst í stað, og gæti vel kom- ið til mála, að þau byrjuðu sem einka- stofnanir með dálitlum ríkisstyrk og eftir- liti heilbrigðisstjórnar. Væri þá, ef til vill, meiri trygging fyrir því, að kærleikur tii þessai’a vesalinga væri aflvaki starfsins, en ekki hitt, að afla sjer launaðs starfs. Sannkristileg nærgætni og þolinmæði er nauðsynleg við öll líknarstörf, ef vel á að fara. En þó mun hennar hvergi frem- ur þörf en gagnvart fávitunum. Enn- fremur hafa trúaðir. hjúkrunarmenn, sem stundað hafa fávita mörg ár, tjáð mjer, að margoft verði vart við trúhneigð og nokkurrar vjtskímu í trúarátt hjá þeim, sem ella sitja í myrkri fáviskunnar, — og er þá mikilsvert, að hjúkrunarfólkið sje fært um aðveita rjettar trúarleiðbeiningar. Kristur ætlast lil þess, að lærisveinar bans s.jeu í fremstu röð við öll líknarstörf, þeirra hlutverk er að leiðbeina og reisa við.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.