Bjarmi - 01.10.1933, Qupperneq 1
Reykjavík, 1. okt. 1933.
19. tbl.
XXVII. árg.
Um fávita og fávitahæli.
2 útvarpserindi eftir ritstjórann,
1 fyrra sumar kom jeg með nokkrum
öðrum gestum í stofu, þar sem 3 fávitar
sátu. Oss setti hljóða, er vjer sáum þá.
Jeg held vjer höfum allir hugsað: »En hve
þessir veslingar eiga bágt.«
Pessir 3 fávitar voru á lágu þroska-
stigi, en þó sá jeg í sumar, sem nú er bráð-
um liðið, marga enn aumari fávita, og sá
jeg þá í tuga- eða jafnvel í hundraða tali.
Jeg' vildi jeg væri fær um að sýna yður
öllum, sem orð mín lieyrið, lifandi myndir
frá þeim hópum. Jeg skil ekki annað, en
að þær myndu knýja margan mann til að
sinna málefnum fávita frekar en áður.
Fagurt sumarkvöld (2. ágúst s.l.) kom
jeg að fávitahæli skammt frá Oslo, sem
Noi’ðmenn kalla »Fru Hjorths pleiehjem«
eftir stofnanda þess, frú Emmu Iljorth,
Þar var skínandi fagurt, hús fávitanna
stóðu á allháum ás. — Jörðin heitir Toke-
rud og sveitin Bærum. Hælið var einka-
stofnun frá 1898 til 1915, en síðan tók
ríkið við því alveg.
Skóglendi var þar mikið, en ekki þjett-
ari skógar en svo, að akrar og reisuleg
býli sáust niður við Oslofjörð og út með
firðinum, og eyjar skógi vaxnar úti á firði.
Innan við ásinn var djúpur dalur og all-
há fjallshlíð hinum meginn við hann, skógi
vaxin upp á brúnir. Mjer þótti þar svo
fallegt, og friðsælt, að mig langaði til að
setjast þar að og hvíla mig
En innan húsa var allt öðru máli að
gegna. Umgengni virtist mjer prýðileg og
húsakynni sæmileg, en vistmennirnir, fá-
vitarnir, nálægt 200 að tölu, voru svo að
jeg hefi aldrei aumara sjeð. — Aðalhúsin
voru úr timbri og meir en fullskipuð. Ver-
ið var að reisa nýtt hús til viðbótar úr
steini. Þar eiga þeir að vera, sem erfiðast
er að gæta, og verður sett girðing um
þeirra blett — »annars þyrfti allt af
að halda í höndina á| þeim, þegar þeir eru
úti,« sagði forstjórinn.
I karlmannahúsinu voru fávitarnir
gengnir til hvílu, þótt klukkan væri ekki
nema um 7. Voru um og yfir 20 í hverjum
svefnsal, og tvær eða þrjár vökukonur á
verði í salnum. Fávitarnir voru sumir
hræðilega vanskapaðir, t. d. vantaði einn
alveg nefið, og gleymi jeg aldrei því and-
liti.
I unglinga og barnadeildinni var og
margt átakanlegt að sjá. — »Þarna sjáið
þjer stærsta höfuð í Noregi,« var við mig'
sagt, er jeg stóð við rúm drengs, 8 eða 10
ára að aldri. Höfuðið var svo stórt, og
vanskapað, að hann gat ekki risið frá