Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1933, Side 2

Bjarmi - 01.10.1933, Side 2
146 BJ ARMI koddanum hjálparlaust. — »Það eru sullir í höfði hans og hauskúpan vex með þeim. Læknar hafa reynt að hjálpa honum, en það kemur fyrir ekki,« var mjer sagt. Jeg varð feginn, þegar för minni um þessa barnadeild var lokið. Jeg er ekki harðgerðari en það, að jeg tók nærri mjer að líta á sum börnin. Konurnar voru allar á fótum og fyrir utan þeirra hús var roskin kona á hraðri ferð, hún hringgekk í sífellu ofurlítinn blett og hraðaði sjer mjög. »Hún fer oft 40 km á dag á þenna veg,« var mjer sagt. Annars virtist mjer konurnar, sem jeg sá, ekki eins aumar og piltarnir og börnin í þessu hæli, og 4 konur sá jeg sitja þar við lítils háttar handavinnu. — Varð ein þeirra heldur glöð á svipinn, er forstöðu- maður spurði hana um afmælið hennar. Hún kvað eiga afmæli nokkuð oftar en aðrir, eða rjettara sagt ímynda sjer það, og fá jafnan aukakaffibolla handa sjer og sambýliskonum sínum 4 þá daga. Jeg vík að því aftur: Það var mikill munur að sjá umhverfið eða vistmennina, og jeg gat vel skilið ráðherrann norska, sem sagði, er hann, hafði skoðað hælið »Þetta má ríkið ekki vanrækja.« Það er auðskilið mál, enda hafa margir rekið sig á það, að það er þungur kross foreldrum og systkinum að eiga fávita á heimili sínu og margoft eru þar heldur engin tök á að sinna þörfum fávita sem skyldi. — En þegar svo þar við bætist, að fá- vitarnir eru vanskapaðir eða veikindi hafa afmyndað andlit þeirra, — þá má nærri geta, að það hlýtur að lama vandafólk þeirra meira eða lítið, að hafa þá heima hjá sjer. — Og þegar fátækt er annars vegar, þá er ekki annað að leita en »til þess opinbera«, sem kallað er. Og hörmulegt er það, ef ríkið vanrækir að ljetta byrðar aðþrengdustu heimila og vanrækir að eiga griðastað handa varnar- lausustu börnum þjóðarinnar. Sennilegt er, að ráðherranum hafi kom- ið eitthvað af þessu í hug, því að mikið brestur á að Norðmenn eigi nægilega mörg og stór fávitahæli. Árið 1920 voru fávitar í Noregi taldir rúml. 6500 í opinberu manntali, en ekki hefir verið vandlega talið, því að formað- ur yfirstjórnar fávita- og blindra skól- anna í Noregi skrifaði í fyrra vor, að fá- vitar mundu vera um 12000, 2000 færir til skólagöngu, 6000 vinnufærir, og 4000 þyrftu gæslu og aðhlynningar í hælum. En hæli eru ekki til nema fyrir rúma 700. Nokkrum dögum áður en jeg kom í þetta fávitahæli við Oslofjörð, var jeg þrjá daga í Helsingborg í, Svíþjóð. Utantil í þeirri borg er fávitahæli, þar sem teknir eru aumustu fávitarnir á Skáni. Voru þar um 190 í þeim hóp og 33 að auk, sem ofurlítið gátu lært að vinna. Húsin voru stór og myndarleg steinhús, — fyrir börn, konur og karla. Háar girðingar voru umhverfis blettina, þar sem vistfólki var ætlað að vera á dag- inn. Var á þeim blettum sumum grár sand- ur, bekkir, borð og fáein trje. Það voru allflestir úti í þessum girðingum, er jeg kom þar, og umsjónarstúlkur með þeim. Þær voru alls 28 me# þeim 184 sem lægst stóðu. Þrjár stúlkur stóðu í girðingu, þar sem 30 karlmenn — allir á lágu stigi fá- viskunnar — rangluðu fram og aftur. Spurði jeg hvort það væri óhætt, og var svarað, að fávitarnir væru alment mik- ið þægari við kvenfólk en karlmenn. Sá jeg þess þó merki, að þeir voru bráðlyndir. Forstöðukonan gat þess, að einn fávitinn hefði góða söngrödd og spurði hann, þar sem hann húkti uppi á borði, hvort hann vildi ekki lofa gestunum að heyra hvernig hann syngi. Formaður barnaverndarnefnd- ar í Ilelsingborg var sem sje með mjer. — 1 stað þess að verða við þeirri ósk, krepti fávitinn hnefana og ætlaði að slá forstöðukonuna. —

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.