Bjarmi - 15.03.1934, Side 2
40
BJARMI
ekki hafa náð hámarki sínu ennþá. Sam-
komur eru svo vel sóttar, að alstaðar er
húsfyllir, og gildir einu hvort heldur er
á virkum dögum eða helgum, síðla dags
eða árdegis. En fáfræði manna í trúar-
efnum tefur fyrir fyrir komu Guðs i'íkis
hjer, öllu öðru fremur, því er svo mikil
rækt lögð við námskeiðin.
Hjer á stöðinni hefir verið bibííuskóli
tvö undanfarin ár fyrir kínverska kven-
trúboða, en skólastýran er norsk kenslu-
kona. Þessum skóla verður sagt upp 1
næsta mánuði, en nemendurnir flestir
hafa áður tekið virkan þátt í trúboðinu,
og verður fjelagi okkar nú mikill liðsauki
að þeim.
Kristniboði yðar hefir sjaldan verið
heima frá því er við komum heim úr
sumarleyfinu og til, jóla. En degi síðar
en þetta er skrifað, verður hann lagður af
stað í ferðalag og gerir ráð fyrir að vera
að heiman í 3 mánuði. Jeg hef lofað að
halda samkomur á nokkrum kristniboðs-
stöðvum í öðru hjeraði, fer þangað fót-
gangandi og verð þrjár vikur á leiðinni.
Með kærri kveðju okkar hjóna og ein-
lægustu blessunaróskum.
Tengchow, Honan, China, 12. 1. - -1934.
Herborg og Ólafur Ölafsson.
— ----------
Úr húsvitjunarferð.
(Brot).
Prestur var aleinn. — Það var komið
undir rök;cur. — Klerkur stóð aleinn á
400- -500 métra hamrabelti, sem gekk þver-
Imýpt í sjó fram. Á var norðaustan þræs-
ingshríð, og hvein í veðrinu, og brimhljóðið
kom dunandi frá berhögginu og bergsyll-
unum upp til hans.
Færðin var ill á fjallgarðinum, eins og
oft vill verða í fyrstu snjóum - ekki hægt
að koma við skíðum — og bar prestur þau
því á öxlinni - kafhlaup á milli steina
og í lautum - en glerhálka og broti þar
sem jaðraði að . —
Presturinn var í húsvitjun og tók það
ferðalag venjulega 9—10 daga — og voru
þó ekki nema 250 manns i prestakallinu.
En margt af sóknarfólkinu bjó á víð og
dreif í húsum, sem kúrðu eins og valhrædd
rjúpa í básum og skápum utan í fjöllun-
um og sumstaðar varð að hafa marga stiga
til að komast upp og niður björgin frá sjón-
um og víða tveggja til þriggja tíma ferð
á milU bæia. —
Frá bænum þar sem prestur húsvitjaði
s'ðast fylgdi honum sjötugur öldungur upp-
eftir fjallinu. Ætlaði jafnvel að ganga með
honum alla leið til - Bása — en prestur
gat ekki fengið af sjer að láta hann fylgja
sjer lengra en upp í miðja fjallshlíðina —
það skall og small svo í þindinni á gamla
manninum af mæði upp brekkurnar — eins
og blautri voð við hún er slæi' í baksegl.
Og nú var prestur aleinn á háfjallinv
farið að rökkva dimmdi að með hríð
og herti veðrið.
Ja nú er jeg bærilega settur - sagði
prestur og skrefaði stórum niður fjalls-
hlíðina.
Á leiðinni íor hann að hugsa um, hvað
hann ætti nú að tala um við fólkið á næsta
bæ, því þar mundi hann gista um nótt-
ina — en þangað var klukkutíma gangur
og enn yfir háls að fara.
Um fjallið og ireistmguna ... vitaskuld.
Þegar yfir hálsinn kom var farið að
skygg'ja og hríðarnaglandinn svo dimmur
að varla grillti í bæjarþústuna.
Venjulega er gengið heim að bænum eft-
ir nokkurnveg'inn sljettri bergbrún um 50
metra hárri. Um flóð skellur hafaldan í
bergið en nú var lágsjávaö.
Þegar prestur gelík eftir bergbrúninni
vii'tist honum hann koma auga á mann
niðri í fjörunni, og bjóst við að hann væri
að bera saman rekaviðarbúta og bjarga
undan sjó.