Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.03.1934, Side 3

Bjarmi - 15.03.1934, Side 3
BJARMI 41 Brá prestur sjer niður einstigi í bjarg- inu og kom til mannsins — og' kastaði á hann kveðju - en mundi þá allt í einu eftir því að maðurinn var heyrnarlaus og mállaus. Prestur þekkir öll sín sóknarbörn, og- gekk hann því nær manninum, sem bograði yfir nokkrum rekaviðarkeflum — og lagði höndina hlýlega á handlegg honum. Maðurinn rauk upp fokvondur, urraði ógurlega, reiddi hapdlegginn og kreppti hnefann. Prestur tók ofan og hneigði sig virðulega. Þegar maðurinn sá það, tók hann ofan húfupottlokið — margríkti til höfðinu, urr- aði vinalega og varð allt andlitið á hon- um að einu hýru brosi og minnti á »Baró- meter«, sem stendur á »Smukt«, hljóp síð- an að presti og klappaði honum öllum og ljet mjög vinalega. Síðan gengu þeir upp einstigið og áleiðis til bæjar og hjelt prestur á við- arbagganum. - Þegar kom heim að bænum, sem stend- ur á dálítilli mosa- og moldartó á holurð- inni — og túnið bæði ósljett og' lítið — sá hann gamlan mann hvíthærðan ganga frá lambhúsinu heim að bænum og' kall- aði til hans og bauð honum gott kvöld; en maðurinn ansaði ekki; prestur vissi að þarna var húsbóndinn, maður á áttraáðis- aldri, blindur á öðru auga, og' sjóndapur á hinu — og' nærri heyrnarlaus; gekk prc st- ur því til hans og' heilsaði honum með handabandi. »Þú kominn, Sæmundur,« sag'ði bóndi og' rýndi upp í prest. »Þú verður í nótt, homstu einn yfir fjöllin?« — Ekki beið hanp eftir svari og bætti við: »Jeg er ný- húinn að fá brjef frá Þýskalandi. Þeir skrifa mjer báðir P. og R. en jeg á svo skollans bágt með að lesa brjefin frá þeim, •)eg er alveg að missa sjónina; þú lest fyrir Úiig brjefin þeirra í kvöld, Sæmundur. Prestur lofaði því. — Þegar beim að bænum kom stóð hús- freyja, stór og fönguleg sextug' kona, jafn- aldra prests, í dyrunum og tók komumönn- um tveim höndum — og bauð presti til baðstofu, sem var uppi á lofti. — En áður en gengið væri til baðstofu sneri húsfreyja sjer að húsbóndanum og mælti: »Skyldi Dísa litla hafa nokkuð farið af stað frá Urðum þegar fór að hríða, — hún komst svo seint af stað í dag, ekki fvr en hún var búin að smala og toga ærn- ar? — »Hún Dísa,« gargaði bóndi — »hún rat- ar, sú litla.« —- »En það er að verða dimmt af nótt og' veðrið að versna,« sagði húsfreyja. I því var hóað langt fram í fjalli. »Það ér Dísa litla,« sagðj húsfreyja, hún hefir hlaupið fram að jöklum þegar hún var búin að færa Guðrúnu minni á Urðum mjólkina, og fundið lömbin, sem okkur hef- ir vantað í fulla viku - og kemur með þau.« »Ykkur hlýtur að þykja enn vænna um Dísu en ísaí um Davíð,« sagði prestur. »Við gætum ekki verið hjerna, ef Dísa mín væri ekki,« sagði húsfreyja og brá hendinni upp að augunum. »Hjer er langt á milli bæja og stundum ekki hættulaust.« Um kvöldið var borðað kjöt og kjötsúpa at' Móra en Móri var sauður 7 vetra gamall með 90 punda falli og 35 merkur af mör. Þá kom bóndi með brjefjn frá Þýskalandi og las prestur þau fyrir hann — og báru brjefin þess vott að þessir þýsku háskóla- menn möttu gamla manninn mikils. Þegar fram var liðið á kvöldvökurnar og margt hafói borið á góma, bað húsfreyja prest »að lesa eitthvað fallegt.« Voru þá teknar fram sálmabækur og' sungið — en á meðan sungið var náði prestur nokkurn veginn tökum á hugsunum sínum um fjall- ið og freistinguna og mælti þessi orð að loknum söngnum: Matt. 4, 8. Enn tekur djöfullinn hann með sjer upp á ofurhátt fjall,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.