Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.03.1934, Page 4

Bjarmi - 15.03.1934, Page 4
42 BJARMI Þegar óvinur sálnanna freistaði Krists, tók hann frelsarann með sjer upp á fjallið. Hann benti honum á dásamlegt útsýni töfraheim svo langt, sem augað eygði. Hann reyndi að koma því inn hjá Kristi að hann ætti einmitt að sækjast eftir einhverju líku þessu, einhverju svona óendanlega dá- samlegu, mikilfenglegu og eftirsóknar- verðu. Hann bauð honum einmitt þetta, sem hann var kominn í veröldina til að eignast: konungdæmið yfir veröldinni og alla hennar dýrð. Og svona er það æfin- lega. Það á sjer aldrei stað að freistingin komi til mannanna í lörfum syndarinnar. Þá væri freistingin ekki hættuleg. Mátt- ur freistingar og syndar liggur í hinni dul- búnu fegurð hennar. Ef freisting og synd kæmi til vor í sínu eigin nafni og villti ekki um heimildir á sjer, mundum við fljót- lega láta aftur bæjardyrnar. Ef engir biðu oss staup aðrir en fullir menn, mundi verða minna drukkið. Ef engir freistuðu til ó- skýrlífis aðrir en þeir sem þjást af kyn- sjúkdómum, mundi skírlífi vaxa. En þegar freistingin ber að dyrum kemur hún undir fölsku na.fni og dulbúin klæði dyg'gðar- innar. Við hleypum freistingunni inn und- ir skökkum forsendum. Hún kemur í ljóss- engilsklæðum —■ í guðvefjarskikkju frá æðri veröld og biskupsskrúða erkiengils- ins — og rödd hennar hljómar sem fagn- aðarboðskapur frá himnum. Ef Barrabas og Bakkus kæmu til vor í hversdagsföt- unum sínum, mundum við ekki taka þá fram yfir frelsarann. En Barrabas stælir og leikur Krist — býr til morðvjelar og eiturgas og þykist ætla að varðveita frið- inn í veröldinni með þvi - - hann læst vera Messías og þykist vera Kristur og full- yrðir að hann eigi einmitt sama erindi í veröldinni og býður sömu laun. Hann seg'- ist hafa sömu stefnuskrá — og' bendir á sama sjálfræðið ■— frelsið og valdið. Og vjer föllum fyrir freistingunni og tökum á móti honum, af því að við höldum að hann sje eins g'óður, þó hann sje bæði rif- inn og ormjetinn. Vjer látum svo sorglega blekkjast að vjer tökum á móti honum eins og frelsara heimsins og' lávarði dýrð- arinnar. — Á tímum freistinganna stafar því minnst hætta af lítilmótlegleikanum - en mesta hættan af mikilfengleg'leikanum. Það stela færri menn einseyringum en krónum. Fjöllin eru hættulegri en dalirnir. Það er á fjöllunum, sem stjórnmálamönnunum er hálast undir fæti, meðan þeir ganga á sljettlendinu og niðri í dölunum eru þeir eins og' annað fólk. — Æskunni stafar mest hætta af fögrum dulbúningi hún leg'gur ógjarnan lag sitt við Barrabas í blóðstorkn- Um ræningjaklæðum, en þegar hann fer í kirtil Krists, er henni hætta búin. — Grimmd og' þrailmennska í dulbúningi g'óð- vildar og' fleðuláta verða mörgum æsku- manni að fótakefli. Fyrsta staupið, sem ungum manni er boðið með brosandi and- liti, verður honum oft að dauðameini —- og mörg stundin í svo kölluðum góðra manna fjelagsskap — við vín og dans - og glaum og gáfulegar samræður geta orð- ið ungu fólki að gæfumissi. Það er oft hættuleg't á fjöllunum í fyrstu snjóum. - Hversu oft hefur ekki heitt hjarta og átta- villt hrifning leitt mennina út í kvik- syndi tortímingarinnar, þar sem kalt hjarta og' athugult mundi hafa stoppað. En ættum við þá að vera hjartaköld? Nei. síður en svo. Fjöllin eru á leið mannanna og freistingarnar. Og Kristur sigraði freistinguna á fjallinu — og var þó svo hjartamildur að hvert einasta æðaslag hans var einber elska, takmarkalaus eilíf elska. Því skalt þú ekki óttast fjallasýn- ina yfir framtíð þína og' takmark lífs þíns, þó að hún geti verið hættuleg. Á fjall- inu freistar Satan þín til syndar með fögr- um. sýnum og' dýrðlegum fyrirheitum; en Jesús er líka á fjallinu og' hann hvetur þig til hins g'óða og göfuga með hinum sönnu vonum og fyrirheitum. Allar ginningar freistarans eru ekki annað en stælingar á

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.