Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.03.1934, Side 5

Bjarmi - 15.03.1934, Side 5
B J ARMI 43 fjallræðu frelsarans. Frelsarinn býður þjer hinn sanna bikar lífsins, fræðir þig um hinar hollu nautnir og kennir þjer að njóta hinnar æðstu gleði. Sál var sælli á Efraims- hæðum þegar hann gekk erindi föður síns í morgunsvalanum - en þegar hann leit- aði frjetta hjá spákonunni í Endor um dimma nótt. Kristur er hin dásamlegasta sælustund góðs fjelagsskapar. — Það er betra að ganga með honum í kvölddýrðinni á hæðunum fyrir ofan höfuðborgina, eins og þeir sögðu Þórhallur biskup og Davíð konungur, en að sitja að sumbli með óguð- legum, þótt þeir sjeu svartklæddir í glæst- um sölum — þar sem hönd Guðs skrifar »Mene, mene, tekel úfarsin« á vegginn. Á fjallinu hjá Kristi er hinn fegursti sam- komustaður - hinn nauðsynlegasti sól- skinsblettur í heiði — fyrir manneskjur, sem vilja koma auga dýrð hans og taka á móti velþóknun frá himninum. Á fjallinu hjá Kristi er heilög hátíð, þar sem hatur, fjandskapur og úlfúð er ekki lengur til hátíð, þar sem ranglæti og óhreinleiki er horfið — hátíð þar sem syndir, rauðar sem blóð eru orðnar hvítar sem mjöll, eða horfnar í djúp hafsins — hátíð, þar sem hið gamla er dáið og horfið og allt er orð- ið nýtt. Á fjallinu hjá Kristi er sunginn söngur hinna góðu tíma, sem koma eiga söngur bræðrahugsjónarinnar og guðs- ríkisins — söngur Móses um fyrirheitna landið og söngur Lambsins, dýrðlegur sigursöngur, sem hljómar unaðslega, eins og niður margra vatna, í eyrum þeirra, sem komnir eru úr hörmunginni miklu. Hjá Kristi á fjallinu er konungstignin yfir veröldinni og allri hennar dýrð — og jörð- inni og allri hennar fylling. Og því skul- unr við halda örugg upp á fjallið og heilsa þar Kristi —- og syngja: (Sálm. 127). —- — Þegar lokið var kvöldlestrinum var það athugað, að prestur þyrfti að leggja aí' stað kl. 4 árdegis næsta dag til að sæta sjávarfalli fyrir ófæruna, lóðrjetta berg- dranga, sem skaga langt í sjó fram og ekki er hægt að komast fyrir nema urn fjöru, og verður að hlaupa fyrir bergnafirnar á glerhálu, brimsorfnu grjótinu með útsog- inu. Var presti því ríkt í huga að vakna snemma næsta morgun — og út frá því fór hann að hugsa um að hann hefði ein- hverntíma lesið það í Orðskviðum Saló- mons, að þeir, sem leita Drottins snemma munu finna hann. Leitaði nú prestur lengi í Orðskviðunum og bóndi með honum og fundu loks 17. versið í 8. kapítulanum »og þeir sem leita mín finna mig.« — En af því að prestur ætlaði að vera kominn snemma til næsta bæjar og vissi að fólk- ið þar mundi biðja hann um, að flytja þar ræðu fyrir sig — var hann allt af að hafa upp fyrir sjer orðin: »Þeir sem leita Drott- ins snemma munu finna hann — og út frá því sofnaði hann. Prestur. ----•-«*----- Frá Færeyjum. Fyirum og fram yfir aldamótin síðustu var margt svipað um trúmál Færeyjinga og íslend- inga: alnienn virðing fyrir kirkju og kristnihaldi, en mjög lítið um alla frjálsa starfsemi að trú- málum. »Plymuth-bræður« frá Skotlandi voru eini »sjertrúarflokkurinn«, kallaðir Baptistar á Færeyjum. En þótt fulltrúi þeirra í Pórshöfn um og fyrir aldamót væri besti drengur og áhuga- maður mikill varð honum harla lítið ágengt. Hann og aðrir áhugamenn kvörtuðu yfir að enginn trú- arvakning hefði komið til Færeyja fyr nje síðai — og sumir bættu við: Peir eru eins og Islend- ingar, ófúsir til að láta trúmál gagntaka sig. En nú er mikil breyting orðin á þessu. Fá- einir áhugasamir danskir heimatrúboðspreslar fóru að starfa þar eftir aldamótin, og síðar gjörð ust 3 færeyiskir leikmenn fastir starfsmenn heimatrúboðsins, og við það starf allt hefir smfim saman færst nýtt líf í gamla siðu góða, en illir siðir horfið. Fyrir fám árum fór öflug trúar- vakning vlða unr eyjarnar, og risu þá upp kristi- leg og kirkjuleg fjelög, er reistu sjer samkomu- hús (»missionarhús«) I mörgum sveitum.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.