Bjarmi - 15.03.1934, Page 8
46
BJARMI
1 haust sem leið og I vetur varð talsverð trú-
arvakning á Suðurey, sem aftur varð til endur-
lífgunar trúuðu fólki um eyjarnar allar. Minn-
ast kristileg blöð dönsk hlýlega á þessa vakningu.
Sra Moe í Æresköbing, sem var prestur á Suðurey
fyrir eitthvað 25 árum birtir t. d. brjef jjaðan,
dagsett 12. nóv. s. 1. er svo hljóðar:
»Dýrðlegt er það sem Drottinn hefir gjört í
öllum nágrannasveitum vorum og einnig hjer í
Vogi. Stórir œskulýðshópar hafa snúið sjer til
Drottins og nokkuð af rosknu fólki líka. Safn-
aðarhúsið er fullsetið hvert sunnudagskvöld, og
fagnaðarsöngvar og vitnisburðir skiftast á. Jeg
vildi óska að þjer, kæru vinir, gætuð sjeð hvern-
ig starfið sem þjer og sra Busch hófuð fyrir tug-
um ára, er nú að bera sýnilega ávexti. En hvað
vjer megum blygðast vor gagnvart góðum Guði
yfir vantrausti voru og óþolinmæði! En Drott-
inn sýnir að hann kemur þegar honum þóknast;
betur að vjer værum reiðubúnir til að fagna hon-
um og fara erindi hans.
í dag (12. nóv.) á að vígja missiónarhés í Tor-
kere (»annex-sókn« frá Vogi) og það kom I morg-
un fjöldi gesta með gufuskipinu til að vera við-
staddir. Pað verður ógleymanlegt að tala við þá
suma. — Meðal þeirra eru gamlir óreglumenn,
en nú gjörbreyttir, lofa þeir Guð fyrir frelsi Guðs
barna, en harma hvað þeir snerust se'nt, gráta
glötuð ár í solli synda. — þið sáuð prestshjónin
sjaldan iðrunartár hjá oss, og fenguð fremur
baktal og ónot f-yrir afturhvarfs áminningarnar,
—- en nú má sjá roskna menn fella harmatár á
samkomum yfir glötuðum árum, og fagnaðartár
yfir hjálpræði Krists.
1 Október var »starfsmannafundur« hjer í Vogi.
Heimatrúboðarnir þrír, prófasturinn sra B. N.
frá Pórshöfn o. m. fl. voru aðkomnir. Það voru
samkomur þrisvar á dag, frá laugardegi til mið-
vikudags og samkomuhúsið, sem tekur um 400
manns, var allt of litið. Það var rætt um kristi-
lega starfið hjer á eyjunum og fagnaðarerindið
var flutt á þessum fundum og varð það allt oss
Guðs börnum í Vogi til blessunar.«
Sra Dahl prófastur í Þórshöfn, (síðan 1918)
var á ferð í Höfn í jan. s. 1. Fregnritari frá
Kristil. Dagblad náði tali af honum og segir svo
frá því m. a.:
Á Færeyjum eru 12 prestaköll og 50 kirkjur, —
sumar þeirra nýjar, — í tvöföldum skilningi, og
þó er enn verið að fjölga þeim.i Prestur getur
sjaldan messað nema í einni kirkju sama daginn,
en þá halda leikmenn kristilegar samkomur sam-
tímis í hinum.
Eini biskupinn, sem hefir »visiterað« i Fær-
eyjum síðan um siðabót, er Ostenfeld Hafnar-
biskup, hann visiteraði 3 923 og aftur í sumar
sem leið.
í kaþólskri tíð var sjerstakur Færeyja bisk-
up, og var tilætlunin að halda þvi áfram eflii'
siðaskiftin. Jens Riber var falið það embætti,
en hann fór brott frá Færeyjum árið 1556, þótti
róstusaml, og varð síðar biskup í Stavangri.
Fyrrum voru allar guðsþjónustur á dönsku, en
nú er færeyiska notuð annan hvern sunnudag,
handbók og sálmar á færeyisku. Danskan þokai
undan bæði í kirkjum og skólum. Síðustu 2 ár-
in hefir efnahagur fólks batnað drjúgum, einkum
árið 1933, við sívaxandi gróða af fisksölunni.
Atvinnuleysi er þar ekki umtalsvert.
Trúarvakningin hefir verið þar víða í haust og
i vetur einkum á Suðurey, segir prófastur. Hún
er kirkjuleg, eykur kirkjusókn og telst til heima-
trúboðsins. Sjómennirnir, sem vaknað hafa, eru
flestir meðlimir orðnir í »Bræðraflokknum á
hafinu«.
Hefir ekkert ársþing þeirra verið jafnfjölsótt
og það sem þeir hjeldu í Þðrshöfn síðast.
Færeyingum þykir svo vænt um kirkju sína og
barnatrú að aðkomutrúarflokkum verður lítið á-
gengt, og eiginlega ekkert ágengt öðrum en
»baptistum«, - enda er þeirra starf mikið eldra
en trúarvakningin.
Kaþólskir eru samt farnir að hugsa um að ná
fólkinu. 2 kaþólskir prestar og nokkrar Fran-
ciskana-systur eru komin til Þórshafnar, og a
liðnu ári var stórhýsi reist, þar sem er kirkja
skóli og íveruhús í einu lagi. Kirkjan var vígð
rjett fyrir jólin, en söfnuðurinn er ekki annaó
en aðkomufólk; prestarnir og nunnurnar.
íslensk frímerki eru peningavirði.
Bísli Sigurbjörnsson
Lækjartorg 1 Sími 4292
kaupir þau ávalt liæsta verói. Iimkaups-
listi sendur ókeypis þeim, er óska.
Duglegir umboðsmenn óskast — góð
ómakslaun.
Ritstjóri: S. Á. Gíslason.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.