Bjarmi - 15.05.1934, Page 6
76
BJARMI
oft að biðja fyrirgefningar eða afsökunar.
En jeg þarf aldrei að biðja afsökunar
á því að boða Krist. — Hann einn er galla-
laus. Og hann er eina hjálpræðið.
---------------
Grundvöllur kristniboðsins.
Eftir dr. Stanley Jones kristniboða.
I uppreisninni í Kína árið 1900 voru
margir kristniboðar myrtir með mikilli
grimd (134 evangeliskir kristniboðar og
52 börn þeirra). Kínverjar trúðu því í
blindni, að kristniboðar væru óvinir menn-
ingar þeirra (þeir hafa sjeð síðan, að
kristniboðar eru bestu vinir Kína og hafa
veitt unga lýðveldinu margháttaða aðstoð
og hjálpað til að varðveita það frá að far-
ast í fjármálaspillingu og innbyrðisdeil-
um).
Pitkin hjet einn kristniboðinn, sem var
myrtur. Hann fór til Kína óstuddur af öll-
um kristniboðsfjelögum, og gaf efni sín
sjúkrahúsum og skólum. Hann kepptist vió
að læra kínversku, en uppreisnin kom áð-
ur en hann gæti vitnað um kærleika Krists
á kínversku.
Þegar uppreisnarherflokkur nálgaðist
hús hans, sagði hann við kínverskan vin,
sem hjá honum var: »Þú verður að flýja,
svo þeir drepi þig ekki.« »Ef þeir drepa
mig, þá segðu ástvinum mínum, að Drott-
inn hafi verið með mjer til hinstu stund-
ar, og að friður hans sje huggun mín. Bið
þá um að senda son minn til Yale-háskól-
ans, og segðu syni mínum, að hann skuli
koma hingað og verða kristniboði, þegar
hann hafi lokið háskólanámi.«
Þessi Kínverji komst undan. Skríllinn
brautst inn í húsið og skaut Pitkin, hjó
af honum höfuðið og festi það yfir borg-
arhliðinu, en varpaði líkinu út á víðavang
fyrir úlfa og hunda. Sonur hans er nú,
samkvæmt eindreginni ósk sjálfs sín,
kristniboði í Kína, og fórnar lífi sínu
til frelsunar föðurmorðingjum sínum.
Hvað gat komið föðurnum til að fórna
eigum sínum, lífi og syni fyrir erlenda
þjóð svo vanþakkláta? Hvað gat komið syn-
inum til að fórna glaður kröftum sínum
fyrir þjóð, er hafði myrt föður hans?
Aðeins eitt og ekkert annað. Faðir og son-
ur höfðu báðir staðið við krossinn, þeir
höfðu heyrt Jesúm biðja fyrir böðlum sín-
um og morðingjum: »Faðir fyrirgef þeim
því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.«
Sami andi hafði gagntekið hjörtu þeirra og
því voru þeir fúsir til að þjóna og.deyja,
ef á þyrfti að halda.
Þetta er ekkert einsdæmi. í annari
kristniboðafjölskyldu voru faðir, móðir,
sonur og dóttir öll drepin, en 3 systkini,
sem eftir voru, fóru öll til Kína, til að
helga líf sitt kristniboði Kínverjum til við-
reisnar. Hannington biskup var myrtur í
Afríku (29. sept. 1885 eftir skipun frá
Meoanga konungi í Uganda«).
Sonur Hanningtons fór seinna til Ug-
anda að boða Krist. Fyrsti maðurinn sem
snerist til kristinnar trúar fyrir starf hans
var sami maður og hafði myrt föður hans.
Annar kristniboði og kona hans voru
myrt í Afríku. 5 börn þeirra starfa þann
dag í dag að kristniboði hjá þjóðflokkn-
um sem myrti foreldra þeirra. Hvað gat
skapað þann anda í brjóstum þeirra?
Ekkert annað en kross Krists?
Sumir ætla að grundvöllur kristniboðsins
sje amerískir dollarar og ensk pund. En
þeim skjátlast stórlega. Grundvöllurinn er
kærleikur Krists og fórnfúst hugarfar
krossins. Kristniboðsgjafir skifta milljón-
um, það er satt. En hvað knýr menn til að
gefa stórfje til viðreisnar framandi þjóð-
um? Kærleikur Krists! Það er sami mátt-
urinn, sem hefir knúð tugi þúsunda ungra
karla og kvenna frá háskólum Bandaríkja
til að fórna lífi sínu til hjálpar erlend-
um þjóðum og boða þeim endurlausn kær
leikans. Engin höf eru svo breið, engin