Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 15
BJARMI
85
Frá Kínn. Lúterska frtkirkjan I Norepi hefir
sjerstakar kristniboðsstöðvar í borginni Hsingan
í Shensi-fylki í Kína; fjekk hún ólaf kristniboða
ólafsson til að heimsækja kristniboðana, sem
þar starfa.
Hefir ólafur sent kristniboðsfjelögunum afrit
skýrslu sinnar til stjórnar fríkirkjunnar í Nor-
egú, dags. 3./3. s. 1. Er þar fróðleg og löng ferða-
saga, sem verða mun þýdd á íslensku. I bili má
geta þessa: Vegalengdin frá Tenchow til Hsing-
an er 420 km. Fyrsta daginn hjólaði hann um
80 km., en þá tóku við einstigi um fjöll og háls-
ar og krókaleiðir vegna óeirða og ýmsar tafir,
svo að ólafur var 12 daga að ganga það, sem
eftir var til Hsingan.
Öll var ferðin slysalaus; en hætt er við, að
flestum lesendum Bjarma þætti óviðfeldið, að
vakna um miðja nótt við það, að gestgjafinn og
heimafólk hans væri að bera á útidyrnar af ótta
við ræningjaheimsókn, —- eða verða ganga hús
frá húsi að leita sjer næturgistingar og sjá
svo, þegar hún loks væri fengin, að allir inn-
lendir gestir gistihússins hröðuðu sjer brott, —
l>yrðu ekki að sofa undir sama þaki og útlend-
ingurinn. Það er sinn siður i landi hverju.
húterska klrkjan í Itússlandi. Prófessor Olaf
Moe skrifar svo í Bergensdagblaðið Dagen 7.
aPríl s. 1.
Dr. Alfred Jörgensen í Kaupmannahöfn, fje-
hirðir alþjóðakirkjusambandsins, biður mig um
að flytja hjartanlegar þakkir til þeirra Norð-
nianna, sem gáfu 2000 kr. í vetur til trúbræðra
' Hússlandi. (Gjafirnar, sem jeg tók við, voru
talsvert meiri, en það bað jeg þýsk og sænsk
fjelög að koma áleiðis til Kússlands).
Dr. Jörgensen biður mig að segja, að hann
hafi áieiðanlegar heimildir fyrir því, að hagur
lúterskra manna i Rússlandi hafi aldrei erfið-
ari verið en nú. I vetur var 19 lúterskum prest-
um varpað í fangelsi eða reknir til þvingunar-
vinnu og enn fleiri kirkjuþjónum.
Við byrjun byltingarinnar voru 191 lúterskur
Prestur í Rússlandi. Af þeim eru nú einir 14
við prestsstörf. Hinir eru ýmist reknir í útlegð,
' fangelsum eða dánir, oft eftir miklar ofsóknir.
Lúterski prestaskólinn í Leningrad útskrifaði
áður en honum var lokað 78 presta. Af þeim
eru 39 ýmist dánir eða útlagar, 5 hafa verið
teknir í herinn, 5 eru í fangelsum, en 29 við
Prestsstörf.
Samkvæmt því eru 43 lúterskir prestar enn
starfandi í Rússlandi, en búa við hin mestu
neyðarkjör. Biðjum fyrir þeim og öllu kristnu
fólki i Rússlandi, að því þrjóti ekki þolgæði og
trúmennska við Krist.«
Sadhu Simdar Sing. Þar eð ekkert hefir til
hans spurst síðan hann fór til Tíbet árið 1928,
eru engin likindi til að hann sje á lífi, og því
hefir arfleiðsluskrá hans komið til framkvæmda.
Hann hafði raunar afsalað sjer arfi eftir föður
sinn, en faðir hans arfleiddi hann samt að svo
miklu fje, að vöxtum af því, 2500 rúpíum, verð-
ur árlega varið til að mennta kristniboða, er
aðallega eiga að starfa t Tíbet, og ti) biblíu-
legrar fræðslu á Indlandi, samkvæmt nánari
reglum »arfleiðsluskrárinnar«.
Frá Austurríkl. Stjórnarskráin nýja, sem Doll-
fúss hefir sett, er að flestu leyti eftirmynd
stjórnarskrár Mússólinis, þó er verulegur mun-
ur á þeim að því er kirkjumál snertir, Mússólini
skoðar kirkjuna sem aðkomið og lítt vinsam-
legt veldi. Hefir hann reynt á ýmsa vegu, með
blíðu og stríðu, að takmarka vald hennar og
áhrif. Dollfúss telur sig á hinn bóginn vera trúr
meðlimur kaþólskrar kirkju.
í grundvallarlögunum nýju er því lýst yfir,
að Austurríki hið nýja sje reist á kristilegum
grundvelli, og vilji leitast við að fara eftir hinu
mikla páfabrjefi »Qvadragesimo Anno«.
Kunnugir efast ekki um, að Dollfúss vilji vera
einlægur kaþólskur maður. En þó mun það ekki
vera sú trú hans ein, sem hefir knúð hann tfl
að taka svo mikið tillit til kaþólsku kirkjunnar.
Einvaldur Austurríkis verður að njóta styrks
klerka í baráttu sinni við Nazismann, og gleymir
ekki að minna á, að stjórnarskrá hans sje eitt-
hvað annað en »germanska heiðnin«.
Pólitlskir andstæðingar einveldisins telja þessa
kirkjuvináttu lítilsvirði og fara í stórhópum úr
kaþólsku kirkjunni. Er mælt að um 14000 Wínar-
búar hafi í vetur sagt skilið við kaþólskuna og
gengið í evangeliska söfnuði, auk allra þeirra,
sem nú snúa baki að öllum kirkjufjelögum, og
svipað hefir verið viðar I Austurriki, einkum
meðal verkamanna.
[Tekið úr »Dagen« og »Das ewangel. Deutsch-
land«].
Hjá Þjóðverjuin. Þýska timáritið »Der Brunnen
ftír deutsche Wesensart« í Diisseldorf hefir verið
dæmt til 3ja mánaða »hvildar« fyrir háð og lit-
ilsvirðingarummæli um kristna kirkju.