Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1934, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.06.1934, Blaðsíða 3
BJ ARMI 89 varnað syndum, fyrirgefið syndir og leitt afvegaleiddan mann á rjettan veg. Og nú kemur hann á heilagri hvíta- sunnuhátíð með bestu gjöfina af öllum gjöfum með blessaðan anda sinn, heilag- an Anda, til þess, ef verða mætti, að blása nýju lífi í stirðnaða limi. Hann kemur með anda sínum, eins og hann hefir gert um liðnar aldir, til allra kristinna manna um öll kristin lönd, til allra einstaklinga, manna og kvenna og barna, sem vilja að- hyllast hann. Vjer á þessu landi eigum margar óskir, vjer þ'urfum margt og vjer þráum margt, vjer eigum ekki síður en aðrir við margt að stríða, margt, sem er erfitt fram úr að ráða, og enginn maður kann einhlýt ráð við til úrlausnar. En það sem er við að stríða hjá oss, er hið sama og hjá öðrum þjóðum, þótt mörg- sje nöfn hinna ýmsu meina. Og það sem við er að stríða, er syndin, syndin í þjóðlífi voru og syndin í lífi hinna einstöku manna. Enginn nema Jesús getur bætt úr því aðalmeini, en þetta vill hann gera og þess vegna vill hann gefa OSS öllum anda sinn, heilagan anda sann- leikans, anda huggunar, anda trúar og anda vonar. Hann vil gefa oss anda sinn, svo að sjerhver íslenskur maður vilji öðr- Um íslenskum manni vel, svo að allir geti starfað saman í einingu og bróðurhuga, svo að hver einstaklingur líti ekki til síns gagns einungis, heldur og annara. Vjer getum verið sammála um, að þetta vanti og að annað vanti, að vjer þurfum bétri sam- gongur, fleiri brýr, vjer þurfum betri húsa- kynni, að vjer þurfum meiri ræktun jarð- arinnar. Alt er þetta raunveruleg þörf. En það sem vjer helst þurfum er heilagt líf, brennandi áhugi í því að vera og reynast bristnir menn í orðum vorum og öllu hátta- *agi. Vjer þurfum innilega velvild og vin- arhuga, hver til ahnars, meiri sanngirni, ^eeira umburðarlyndi, sáttfúsari huga og °llu því fram ljóst og leynt, sem göfgast nieð oss býr. Til þess að þetta allt geti orðið, vill Jesús gefa oss öllum anda sinn. — Þá mundi ekki beinast áhuginn að því sem er lítilsvirði nje einskisvirði, ekki að því sem er hverfult, ekki að því að svala nautnalöngun, eða þsesháttar, heldur að því að láta allt, alla bestu hæfileika njóta sín oss öllum til blessunar sameiginlega og Guði til dýrðar. Hann, Drottinn vor, kemur nú til að gefa oss anda sinn. Hann kemur til að gefa oss góðan vilja til alls hins góða. Hann kemur til að gefa oss brennandi þrá til þess að verða ljós til að lýsa öðrum. Hann kemur til þess að gefa oss heita þrá til að veita einhverjum straumum gleði og farsældar inn í annars líf. Hann kemur til að gefa oss skilning og mátt til þess að ávaxta sjer- hvert það pund, sem Drottinn hefir oss í hendur fengið. Hann kemur eins og líf- gjafi, eins og ljós-gjafi, eins og kraftalind, til þess að láta hugsjónir rætast, þær sem fegurstar eru. Hann kemur til að sameina hugina, þótt skoðanir á hinum ýmsu mál- um sjeu skiptar, sem hljóta að vera meðal frjálshuga manna. Hann kemur til að flytja gleði og heillir til hvers einasta manns, sem vill meðtaka hinn heilaga anda, Hann kemur til að gefa oss öllum hæfileika til að tala nýrri tungu, máli kam- leikans. Hann kemur til að slökkva eld öf- undarinnar, kalans, óvildarinnar, haturs- ins. Hann kemur til að lægja eld ástríðn- anna, til að slökkva þorstann eftir því, sem er svívirðing, eftir því sem er skömm og allra lýða tjón. Frh. ----------------- Sra (Piðiiuindiii' EiiiiU'Sson á Mosfelli er ný- kominn heim frú líknarmálaþingi i Khöfn, sem »Folkekirkeligt filantropiskt Forbund« í Dan- mörku gekkst fyrir. Aðalumræðuefnin voru um frjálsa líknarstarfsemi og fátækfalögin nýju í Danmörku, en fulltrúar voru þar boðnir frá Sviþjóð, Noregi, íslandi og Finnlandi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.