Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.08.1934, Qupperneq 1

Bjarmi - 01.08.1934, Qupperneq 1
XXVIII. árg. ! Reykjavík, 1.—15. ág'úst 1934. 15.—16. tbl. Trúmálaviðhorf. ii. Ýmislegt bendir til, að nú sje framund- an ákveðnari sókn og vörn í kristindóms málum, en verið hefir undanfarið. Þrátt fyrir einstaka fjörkippi verður því naum- ast andmælt með rökum, að kæruleysið í þeim efnum hafi verið æði almennt. Kommúnistar, sem láta svo sem »öll guðstrú sje ópíum fyrir almenning« og siðferðiskröfur kristindómsins sjeu óhaf- andi fyrir »byltingasinnaðan verkalýð«, hafa flutt fi ’emur fáar opinberar árásir gegn kristindómi hjerlendis; — heyrst hef- ir, að þeir sjeu ekki eins »varkárir« á einkafundum sínum og í »barnacellum«. Komið hefir og fyrir, að foreldrar hafa ámælt barnakennara fyrir að hann kenndi bÖrnum þeirra Faðirvor, — en það gjöra iáir hvell, þótt þeir verði j^css varir, aó mskunni sjeu fjörráð búin - í kyrþey. »Alþýðublööin« hin hafa um hríð látið trúmál sama sem afskiftalaus. — Þau vita sem er, að kristin kirkja þessa lands á. Hesta bestu vini sína meðal alþýðu til sjávar og sveita, og því eru árásir á kirkju ohyggilegar, allra helst nálægt kosning- um. Hin blöðin forðast að flytja beinar á- fasir gegn kristinni trú og taka sum góð- ar greinar henni til stuðnings —- Jiá sjald- an þær berast. En ofboð er það skiljan- legt, að mörgum þyki trúarvandlæting sitji illa hjá Iieim, sem aldrei sjást í kirkju, nema við jarðarfarir. — Mun sjaldgæft í öðrum löndum að dagblöð, sem vilja telj- ast vinveitt kristinni trú, gjöri sjer eng- an dagamun, flytji hvorki kristilega hug- vekju nje kirkjulegar frjettagreinar um helgar, og aðalleiðari stærsta dagblaðsins á páskum eða hvítasunnu sjeu gamlar tröllasögur eða hjátrúarrugl um samband við að|ra hnetti, - að maður nú ekki minn- ist á sjálf ósköpin þau, þegar sjálft Kirkju- blaðið flutti »páskahugvekju«, þar sem hvergi var Guðs nafn nefnt. Þegar allt það og fleira í sama anda er íhugað, verður það skiljanlegt, sem hvað eftir annað kom fram við umræður á ný- afstöðnum presta og kirkjufundum: »Þótt trúai'hatur kommúnismans sje illt, þá er þó ki'istindómsáhugaleysi almennings miklu liættulegra«. — »Fína fólkið«, sem »blöskr- ar hvað kommúnistar eru óguðlegir«, ætti að minnast þess, að mikill hluti þess sjálfs er aðalbrautryðjandi vantrúar og fyrir- litningar á kirkjumálum. Mikill hluti em- bættismanna og efnaðra fjesýslumanna um land allt sjest t. d. aldrei í kirkju, nema við jarðarfarir, og því síður styður sá meiri hluti nokkurn sjálfboðafjelagsskap

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.