Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.08.1934, Qupperneq 11

Bjarmi - 01.08.1934, Qupperneq 11
BJ ARMI 121 Viðbætirinn við sálma- bókina. Eins og’ drepiö var á í Bjarma 15. júní var til- eetlunin að skrifa rækilega urn viðbætinn við sálmabókina. En þar sem slðan hafa birst tvær langar skammagreinar, liggur mjer við að segja, um og útaf þeirri bók, í Alþýðublaðinu og rit- deila byrjuð milli Þorsteins Gíslasonar og Slm- onar Ágústssonar út af bókinni,« þá verður fátt sagt um bókina í þetta sinn. Sálmarnir eru 220. Telst mjer svo til, ef treysta má yfirlitinu, en þar eru nokkrar prentvillur — að rúmlega 60 sjeu þýddir - að 30 sálmar hafi áður verið 1 »150 sálmar« og 38 í »77 sálmar« (Þitt ríki konri), þar af 12 í báðum. Einstaka aðrir sálmar hafa verið 1 öðrum sálmakverum, en allir hinir »nýir söngvar«, nema nr. 655, er áður stendur 1 sálmabókinni (nr. 40). Ágúst Jónsson frá Höskuldarkoti á 8 sálma í bókinni, Brynjúlfur Jónsson frá Minnanúpi 5, Preysteinn Gunnarsson skólastjóri 7, sra Friðrik Friðriksson 8, Guðm. Guðmundsson skáld 6, sra Gunnar Árnason 6, Helgi Hálfdánarson lector 30, Jakob J. Smári 5, Jón biskup Helgason 15, sra Matthías Jochumsson 30, Steingrlmur Thorsteins- son 7, Steinn Sigurðsson Hafnarfirði 7, sra Valdi- mar Briem 17, Vald. V. Snsfevar 7, Þorsteinn Glsla- son ritstjóri 6. Aðrir höf., um 40, eiga þar 1—3 sálma hver. Um val einstakra sálma verða vafalaust skift- ar skoðanir. Þorsteinn Gíslason segir, sem rjett er, í svargrein sinni til »Á. J.« í Morgunbl. 19 júlí: »Andstæðingar kirkju og kristindóms geta vart til þess ætlast að sálmabækur kirkjunnar sjeu sniðnar eftir þeirra smekk«. — En áhugafólkið sem tekur að sjer ýmiskonar kristilegt sjálfboða- starf innan safnaðanna, svo sem K. F. U. M. og K. kristniboðsfjelög, kristilegt sjómannastarf og sunnudagaskðla, það á heimtingu á, að ekki sje gengið fram hjá í slíkri sálmabók langflestum þeim sálmum, sem því eru kærir og eins vel orkt- ir eða betur en ýmsir hinna, sem teknir voru. Öll- um kirkjuvinum kemur saman um að samstarf presta og leikmanna sje lífsnauðsyn kirkju vorra tíma, en ekki eflist samstarfið við þá »fram hjá göngú«. Enginn kristniboðssálmur, sárfáir vakningar- sálmar og lítið um trúargleði er 1 bókinni. — Eru þó íslendingar nógu þunglyndir, þótt sálma- bækurnar sjeu ekki sifellt með »kross og mótlæt- ingar«. Ennfremur vanta hjer eins og i allar íslenskar sálmabækur, »trúarleg heimilisljóð«, þar sem trú- rækni og rækt við foreldra og aðra ástvini eru sameinuð. óviðfeldið er mjög að sjá sálm unr Kristnamurthi 1 sálmabók, sem ætluð er til söngs í kristinni kirkju, sálmur Guðm. Guðmundssonar: »Meistarinn kemur« (nr. 856) var prentaður í »Jólablaði fjelagsins Stjarnan I austri« árið 1915 (að vísu 6 vers þar en 4 í Viðbætinum) og bein- línis orktur út af þeim miklu vonum, sem um það bil voru tengdar við Kristnamurthi meðal Stjörnufjelagsmanna. Sennilega mun sálmur nr. 755 sama höfundar orktur af sömu ástæðum. Margir kvarta um -að gerðar hafa verið breyt- ingar á mörgum sálmum 1 fullu leyfisleysi höf- undanna og lagboðar sjeu víða hvar lítt til eft- irbreytni. Væntanlega er ekki upplagið svo stórt, að bókin seljist ekki upp bráðlega, en þá verður að end- urskoða hana, og æskilegt að 2 mönnum sje bætt við nefndina, öðrum vel söngfróðum og hinum velkunnugum því hvaða sálma sjálfboðalið safn- aðanna notar mest. S. Á. Gfslason. Til liugmæltra anglinga. Bjarmi hefir verið beðinn frá Boston, Mass. U. S., að útvega 10 góð ljóð eftir börn eða unglinga á islandi. Efnið skiftir engu, en rímið á að vera gott og sjer- ltennilegt« — allslenskt sljettubandavísur væru þá líklega göðar með öðru góðu. — Höfundar mega ekki vera eldri en 18 ára og eiga að til- greina. aldur, er þeir orktu, og fulla áritun sína Hlutaðeigandi kveðst vera að safna slíkum ljóð- um um allan heim, en ekkert hafa fengið frá Islandi. Ef einhver sem þetta les, vill koma slíku ljóöi í þetta safn, getur Bjarmi komið því áleiðis fyrir hann. Best er að þýðing á ensku í óbundnu máli fylgi með, en er þó ekkert aðalatriði. S. Á. Gíslason. Frá Finnlandi. Árið 1933 urðu þar 3146 bif- reiðaslys. Drykkjuskapur var orsökin að 376 þeirra (árið 1932 voru þau slys 349). Samkvæmt opin- berum skýrslum urðu þau slys flest á góðum, hættulausum vegum, en bifreiðarstjórarnir vorn drukknir og því óvarkárir. Þrátt fyrir eða af því að bannlögin eru farin voru 22524 menn teknir fastir í Helsingfors, höfuðborg Finnlands árið 1933. — Þeim ])ykir það nokkuð mikið, sem bjuggust við, »að allt mundi lagast ef bannið færi«.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.