Bjarmi - 01.11.1934, Blaðsíða 4
162
BJARMI
hver manneskja sjálfa sig og spyr ein-
göngu eftir sinni eigin löngun, og það er
gagnstætt spilltu eðli mannsins, að neita
sjálfum sjer um nokkuð vegna annara.
- Jesús Kristur kom í heiminn til þess
að umbreyta þessum kærleikslausu boðorð-
um heiðindómsins. Sem fyrirmynd lifði
hann hjer á jörðunni, alltaf þjónandi í
kærleika, og við dauða hans á krossin-
um varð þessi kærleikur að ótæmandi
brunni lífsins. Og þessi nýju boðorð, sem
hann gaf heiminum í þessum orðum: »Sá,
sem yðar er mestur, skal vera þjónn yðar«
(Matt. 23, 11. v.), eru kjörorð díakóniss-
anna. Ekkert próf eða lærdómur getur á-
kveðið hvort við höfum hið rjetta díakón-
issu-hugarfar. 1 smámunum hversdagslífs-
ins mun það sýna sig, hvort sálin hefur
fengið hið rjetta lunderni Krists, sem er
fólgið í að þjóna. Ætli konur nútímans
hugsi nokkuð um, að frjálsræði þeirra og
sjálfstæði er kristindóminum að þakka?
Ef svo væri, ættu þær þá ekki af þakk-
læti til Krists að láta boðorð hans leið-
beina sjer í lífinu, í staðinn fyrir að mis-
nota frjálsræðið eins og oft vill verða’
1 Austurlöndum var konan aðeins þræU.
1 Grikklandi var hún talin ómerkileg vera.
Það sama álit á konum kemur fram hjá
öllum heiðnum þjóðflokkum, og það meira
að segja hjá háttsettum, menntuðum þjóð-
um, allt fram á vora daga. T. d. í Kína
og Indlandi er fæðing stúlkubarns talin
óhamingja fjölskyldunnar. —
Vjer getum lesið um, hvernig frelsar-
inn kallaði konurnar til starfsemi Guðs
ríki til eflingar á hjervistardögum sínum.
Þær konur, sem nefndar eru hjá Lúkasi
8, 1.—3. mynduðu fyrsta fjelagsskap kven-
legrar þjónustu, er nefna mætti: hið fyrsta
diakónissufjelag! — I Rómverjabr. 16, 1.
kallar Páll Föbe, konuna, sem álitið er að
hafi flutt brjef Páls til Róm, »þjón safn-
aðarins«. Orðið »diakonos« (þjónn) er
notað í N.testam. bæði í víðari merkingu
um sannkristna menn almennt, »þjóna
Guðs og Krists«, og í þrengri merkingu
um karla og - konur, sem falið er sjer-
stakt safnaðarstarf. Seinna hefur mynd-
ast orðið »díakónissa«. — Föbe er fyrsta
»díakónissa«, sem vjer vitum um, og það
er hennar arfur, sem díakónissurnar á 20.
öldinni vilja hagnýta sem best. Sömuleiðis
get jeg nefnt fleiri konur, t. d.: Tabítu
í Postulasögunni 9, 36., Lýdíu 16, 14. og
Priskillu 18, 26. Þær þjónuðu lærisveinun-
um af kærleika til Guðs. — Fleiri dæmi
gæti jeg nefnt frá Nýjatestam., en á þeim
dæmum, sem jeg hefi bent á, getum vjer
sjeð, að þessi regla hefir verið til frá
fyrstu dögum kirkjunnar. Og þó það hafi
verið á mismunandi þroskastigi, sjáum
vjer hvarvetna löngun eftir að þjóna hon-
um, sem á að vera höfuð safnaðarins, —
Jesú Kristi.
Lútherskur prestur, Georg Heinrich
Theodor Fliedner, f. 21. jan. 1800 í Epp-
stein í Nassau í Þýskalandi, fekk köllun
af Guði til að endurreisa þessa kvenlegu
»díakóní« innan lúthersku kirkjunnar.
Nafn hans mun alltaf verða bundið við
þessa starfsemi.
Faðir hans var prestur, hann átti 12
börn og var bláfátækur. 13 ára gamall
missti Fliedner föður sinn. Það var skot-
ið saman peningum til hjálpar fjölskyld-
unni, og Fliedner var styrktur til náms,
svo 17 ára fór hann að lesa guðfræði við
háskólann í Giessen. öll námsárin átti
hann við fátækt að búa. En á margvís-
legan hátt reyndi hann, hvernig Guð
hjálpar þeim, sem leita til hans í erfiðleik-
um lífsins. Og þetta varð til að styrkja
hann betur og betur í barnslegu trúnaðar-
trausti til föðursins á himnum. — Biðja
og vinna! mætti í sannleika segja um líf
Fliedners frá fyrstu æsku. Kennarar hans
í guðfræði, sem voru skynsemistrúar-
menn, fengu Fliedner ekki til að leiðast
í villu, hann lifði í trúnni á kraftaverkin
og upprisu Krists. — Þegar eftir embætt-
isprófið varð hann heimiliskennari hjá