Bjarmi - 01.11.1934, Side 5
B J ARMI
163
fjölskyldu einni í Köln; þar fjekk hann
tækifæri til að kynnast mönnum, sem
voru í biblíufjelagi. Löngunin hjá honum
eftir að starfa fyrir Guðs ríki varð meiri
og meiri. Og þar sem hann reyndist að
hafa sjerstaka hæfileika sem æskulýðs-
kennari, var honum boðin kennarastaða
við einn af menntaskólunum. Þá var það,
að Guð benti honum á aðra leið. Þjett við
ána Rín lá lítill bær, sem heitir Kaisers-
werth. Flestir, sem bjuggu þar, voru ka-
þólskir. Þó var þar fámennur og fátækur
evangeliskur söfnuður, sem trúði fagnað-
arerindi Krists. Og það var þar, sem
sem Fliedner fjekk sína fyrstu preststcðu,
árið 1821.
Hann átti erfitt með að trúa, að Guð
vildi hafa hann þar, en svo fjekk hann
fulla vissu fyrir því, og vegna hlýðni sinn-
ar við Drottin tók hann þetta prestakall.
Fátækur, en ríkur í Guði var hann. Fliedn-
er fjekk tækifæri til á ferðalagi að heim-
sækja ýmsa staði, svo sem: skóla, barna- og
elliheimili og kristniboðsfjelög. Og alls-
staðar sá hann, að þessar stofnanir höfðu
verið reistar vegna lifandi trúar á Jesúm
Iírist.
Trú hans þroskaðist og hann gaf sig
með lífi og sál í hendur frelsarans, og hag-
aði öllu sínu starfi eftir Guðs boðum. —
Fyrsta líknarstarfið, sem Fliedner tók þátt
í, var á meðal fanganna. 1 Ehglandi kynnt-
ist hann starfi Elísabetar Fry. Líknar-
starfið í fangelsunum var þá mjög van-
rækt. 1 litlum, loftlausum herbergjum
voru ungir drengir lokaðir inni með göml-
um og forhertum þjófum, ungar stúlkur
ásamt dýpst föllnum konum. Engin
kennsla, engin vinna, afarsjaldan lesið
Guðs orð. I sannleika voru hegningahúsin
skóli fyrir allt illt.
Þrátt fyrir marga örðugleika tókst
Fliedner að stofna líknarstarf á meðal
fanganna í föðurlandi sínu. Það var smá-
vaxið í byrjun, eins og allt í Guðs ríki,
sem seinna kann að líkjast mustarðskorni
og verða stórt trje. —• 1 blómgarði á prests-
setrinu var lítið skrúðhús, sem var kallað
»vaggan«. Þar varð fyrsta hæli fyrir
fanga, sem komu frá fangelsunum. Kona
Fliedners, sannkristin kona, varð honum
til mikillar hjálpar og aðstoðar í starfinu.
Síðar hófst aðal líknarstarf sra Fliedn-
ers: Stofnun kvenlegrar, krístilegrar »día-
kóni« innan þjóðkirkjunnar! — Hann hafði
sjeð sjúkrahús úr skínandi marmara en
konur þær, sem hjúkruðu, voru ómennt-
aðar og ákaflega óþrifnar. Lifnaðarhætt-
ir voru sjerstaklega ljótir, og þar var alls
ekki borin nein umhyggja fyrir hinni and-
legu velferð sjúklinganna. — Fliedner
leitaði ráða hjá ýmsum embættismönnum
í borgum Þýskalands, því að honum fannst
ómögulegt að byrja slíkt starf á fámenn-
um og afskekktum stað eins og t. d. Kais-
enverth. En alstaðar var honum tekið fá-
lega. Að síðustu sannfærðist hann um,
að Drottinn hefði lagt þetta endurreisnar-
starf í hendur hans. Honum var það ljóst,
að til þess að ná fullu takmarki, yrði hann
fyrst og fremst að stofna hjúkrunarskóla
fyrir ungar stúlkur, sem ætluðu að verða
díakónissur. Vorið 1836 keypti hann
stærsta húsið í Kaiserwérth, án þess að
eiga einn eyrir til þess að borga með,
en í fullu trúnaðartrausti til Drottins að
hann mundi hjálpa. Kaþólskir menn
hæddu hann og evangeliskt fólk varð for-
viða og spurði, hvort hann ætlaði að stofna
nunnuklaustur innan þjóðkirkjunnar. En
Fliedner svaraði: »Að dæmi postulanna
og eftir þeirra fyrirmynd viljum vjer láta
díakónissur vinna að kristilegri líknar-
starfsemi. Og vjer viljum bæta allra þarf-
ir, t. d. barna, unglinga, sjúkra og fá-
tækra, sömuleiðis fanga, bæði í fangels-
um og þegar þeir eru þaðan lausir. Og til
þessa starfs viljum vjer mennta ungar
stúlkur.« - Áhuginn vaknaði, fjegjafir
komu víðsvegar að, og þegar húsið átti að
borgast, var öll upphæðin til.
13. okt. 1836 var þessi fyrsta díakónissa-