Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1934, Qupperneq 15

Bjarmi - 01.11.1934, Qupperneq 15
BJ ARMI 173 [Niðurlag frá bls. 168]. og fara til föður míns«. Jeg hefi kynnst mörgum sem eru í þessum flokk. Þar var hinn »ríki ungi maður« sem kom einu sinni til Jesú, en gat ekki yfirgefið fjársjóð sinn. I þriðja flokknum eru þeir sem eru alveg tilbúnir til að yfirgefa heiminn og ná sam- fjelagi við Guð. »Jeg vil« er einkunnarorð þeirra. Það er allt af eitthvað karlmannlegt við þá. Þeir vita hið rjetta og þora að fylgja sannfær- ingu sinni. Það er nauðsynlegt fyrir þig vinur, hver sem þú ert, að grenslast eftir því í hverjum flokki þú ert. Eða ef til vill ert þú sæll að þú lifir í samfjelagi við Föður þinn á Himnum. Guð gefi þjer kraft til að sjá sannleik- ann gagnvart sjálfum þjer og svo taka ákvörðun þína. Ekkert er sorglegra en að draga sjálfan sig á tálar. Guði sje lof fyrir að Föður- húsið er opið enn þá og að allir, allir hafa tækifæri til að hlotnast eilífa sælu í sam- fjelag'i við Drottinn. Albert Ólafsson. Hvaðanæva. GuðfræxHsprófessorariiii' Sigurður P. Sivertssen og Ásmundur Guðmundsson dvöldu i ágúst og september s. 1. í Englandi til að kynna sjer vis- indastörf enskra guðfræðinga við ýmsa háskóla, og heimsóttu auk þess nokkrar mannúðarstofn- anir eða hæli fyrir vanþroska unglinga. Jafn- framt lögðu þeir drög fyrir að ísl. guðfræðingar gætu komist í þær háskóladeildir (college), sem veita sjerstakan undirbúning undir prestsstarf. Barnavcrs úr Passíusálm. Landsnefnd Hall- grímskirkju hefir fengið sra Árna Sigurðsson til að velja versin; hefir það tekist vel, og er von- andi að þetta kver stuðli að því að börnin læri meira »í dag« úr Passíusálmunum en þau gjörðu flest »1 gær«. Kverið er 138 bls. í litlu broti og kostar bundið 2 kr. BO aura. Aðalkristniboðsfjelag Norðmanna er rekur kristniboð I Kina, á Madagaskar og i Zúlulandi og Súdan er stutt af 7137 smáfjelögum um endi- langan Noreg. Meiri hlutinn, eða 4665, eru trú- boðsfjelög kvenna, 1052 fjelög eru »almenn< (karlar og konur), 267 æskulýðsfjelög og 1153 barnadeildir, halda flest þessi fjelög mánaðar- fundi. Kristniboðar fjelagsins eru 92 karlar og 61 ógiftar konur. Árið 1933 voru gjafirnar til fjelagsins 1,534,000 kr. nokkrar og aðrar tekjur 100 þús. kr. þar af fóru beinlínis til kristniboða og kristniboðsskóla 1,220,000 kr., stjórnar og skrifstofukostnaður 50 þús. kr. og tl starfsins heima fyrir (ferðaprje- dikara o. fl.) 414 þús. kr. Dæmd fyrir svlk. f Kaupmannahöfn voru Spir- itistaprestur að nafni Alfred Nielsen og kvenmið- ill, sem verið hefir í vitorði með honum, dæmt hvort um sig, i 18 mánaða hegningarhúsvist, fyrir að hafa svikið fó út úr ekkjufrú einni. Komst rjetturinn að þeirri niðurstöðu, að þau hefðu haft fjeð af henni með því, að telja henni trú um, að henni bæri að láta það af hendi sam- kvæmt vitrunum úr öðrum heimi. fitburdur barna er alltíður í öllum heiðnum löndum enn 1 dag. í stórborgum Austurlanda m& oft heyra barnsgrát frá sorphaugum. Smá- börn, vafin druslum, hafa verið lögð þar að næt- urlagi og alveg látið ráðast, hvort nokkur hirðir þau eða ekki. Kristið fólk, aðkomið og innlent, fer oft á morgnana að lfta eftir þessum »útburðum« og bjargar þeim sem kraftar leyfa. Árið sem leið hefir á þenna veg verið bjargað um 24000 nýfæddum börnum í borginni Shanghai í Kína, sem út voru bor.in, eða um 66 á dag. Þykir Kfnverjum það allmikið, þótt þeir sjeu ýmsu vanir. Er því um kennt, að hallæri sje svo mikið í borginni, að þúsundir manna geti ekki sjeð fyrir börnum sínum, en stjórnin bannar að drepa börnin beinlínis. Við biskiipskosiiingu f Khöfn í vor sem leið voru greidd 2196 atkv. — Prestar og sóknarnefnd- armenn hafa atkvæðisrjett. Stiftprófastur Fuglsang-Damgaard dr. theol. fjekk J287 atkv. Rúsendal prófastur 796. 20 at- kvæði skiftust milli 8 annara kennimanna, 83 seðlar voru auðir og 10 ógild. Samkvæmt lögum er kirkjustjórnin skyld að veita biskupsembættið þeim sem fær 2/3 hluta greiddra atkvæða. Grundtvigsmenn og jafnaðarmenn studdu Rós-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.