Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 1
XXIX. árg. Reykjavík, 15. maí—1. jun’ Vorleysing. Frá trúarvakningunni í Kína. Eftir Ölaf Ölafsson. 1. y>Mjer fjeUa að erfðahlut in- dœlir staðir.z Pað var mikið um viðbúnað á kristni- boðsstöðinni. Pað var gjört ráð fyrir að 300 manns að minnsta kosti mundu halda þar til á meðan á vakningasamkomunum stóð, frá sunnudeg'i til sunnudags, í átta daga fulla. Safnaðarmeðlimir í bænum hafa ekki efni á að taka á móti gestum í hópatali, og þar til kemur að íslensk gest- risni er óþekkt í Kína. Pað kemur sjer vel að Kínverjar eru nægjusamir. Karlmenn eru látnir halda til í þremur stórum stofum, 50 í hverri, og er búið um þá á gólfinu eins og algengt er í kínverskum gistihúsum. Sængurfatnað hafa þeir með sjer, eitt vatt-teppi. Peirn er sjeð fyrir heitu vatni og tei, en mat verða þeir að kaupa. Kvenfólk verður nokkuru fleira. Pví er sjeð fyrir gistingu í öðru húsi, en aöbúð er þar betri að því leyti að þar má mat- búa. Pað er fremur sjaldgæft að konur hjer hafi peninga á milli handanna, en þær hafa þá mjöl og nokkura brauðhleifa með sjer. Er aðkomufólki var fagnað með stuttri samkomu á laugardagskvöldið, var hvert sæti skipað í kirkjunni, enda þykir kristnu fólki nú orðið vakningasamkomurnar vera aðalathurður ársins. — Sumar kvennanna höfðu gengið röska 30 km. (sem ekki þætti tiltökumál væru ekki fætur Jjeirra reyrðir) og' báru teppið sitt og nestið. Efnaðri kon- ur láta aka sjer á hjólbörum og sitja þá á teppinu en hafa yngsta barnið og nest- isböggulinn við hliðina á sjer. Vegna þrengsla í kirkjunni er ekki öðr- um boðið á þessar samkomur en safnaðar- meðlimum okkar og trúnemum. Er nú orð- inn mikill bagi að því að kirkjan rúmar ekki nema nokkuð á 5 hundrað manns. Fólk kemur í smáhóipum frá útstöðvun- um (en þær eru alls 6 í þessu trúboðsum- dæmi). Pað hefir oft og einatt verið mikl- um erfiöleikum bundið að komast að heim- an. Algengt er að meiri hluti fjölskyldunn- ar eru heiðingjar, og ef til vill jafnframt andvígur kristindóminum. Frá einstöku heimilum kemui' þó hjer um bil öll fjöl- akyldan og aka þá á vagni, og er tveimur stórum nautum beitt fyrir. 2. Pað hefði verið ánægjulegt að kynna les- öndunum sumt af þessu fólki, sem við höf- um þekkt frá því er það fyrst heyrði nafn Jesú nefnt.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.