Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 16

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 16
88 B J ARMI kostun og fúsum vilja. 2) Að fylgja strax því ljósi, sem maður fær í Biblíunni, hvernig sem kringumstæður mannsins eru. 3) »Sá, sem hefur hreinar hendur, verður enn styrkari«. — Fyrstu, aðra og fimmtu Mósebók er gott að byrja með, auk Efesusbrjefsins, Kólossumannabrjefannsi, Tímóteusarbrjefann'a, Títusarbrjefsins, Orðskvið- anna, Jobsbókarinnar og Dómarabókarinnar. Frh B. S. G. Hvaðanæva. lliim almenni klrkjufundur verður í Rvík 23.—25. júní. Aðalmál fundarins verður presta- kallaskipunin, út af lagafrumvarpi launamála- nefndar, og samvinna presta og safnaða. Sra Friðrik Rafnar ætlar að flytja erindi um fyrra málið í dómkirkjunni sunnudagskvöldið 23. júní og skólastjóri Vald. Snævarr um safnaðafræðslu kvöldið eftir á sama stað, væntanlega verður þeim erindum útvarpað. Væntanlega fjölmenna kirkjuvinir til þessa fundar', þar sem nú eru í aðsigi örlagaríkar ráða- gerðir um framtíð ])jóðkirkjunnar. Sainbandsfundur kristniboðsfjelaganna og styrktarfjelaga kristniboðs verður, ef Guð lofar, haldinn á Akureyri 15.—17. júni. Ráðgert er að fulltrúar að sunnan haldi kristilegar samkomur og útbreiðslufundi á leiðinni, þannig: Á Blöndu- ós fimmtudagskvöldið 13. júní, á Sauðárkrók þriðjudagskvöldið 18. júní og á Hvammstanga miðvikudagskvöld 19. júhí. Æskilegt að þeir, sem ætla að taka þátt í förinni norður, láti Hróbjart Árnason forstjóra Burstagerðarinnar, Laufásveg, vita sem fyrst um það. haiisn frá iiicstskaii hafa fengið þessir fjórir prestar frá 1. júnf næstk.: Sra Bjarni prófessor Borsteinsson á Siglufirði, 74 ára gamall, eftir 47 ára prestskao á einum og sama stað. Sra Arn- ór órnason í Iívammi í Laxárdal, 75 ára garn- all, eftir 49 ára prestskap. Sra Gfsli Einarsson f Stafholti, 77 ára gamall, eftir 47 ára prest- ' skap. Sra Hallgrímur Thorlacius í Glaumbæ, 70 ára gamall, eftir 47 ára prestskap, þó með leyfi til að þjóna embætti sínu til haustsins sem settur prestur. Heir prófastarnir sra ólafur Magnússon í Arnarbæli og sra Sigtryggur Guð- laugsson á Núpi hafa báðir fengið leyfi til að halda áfram prestskap fyrst um sinn, uns öðru vísi verður ákveðið, samkvæmt mjög eindregnum tilmæium hlutaöeigandi safnaða. (Mbl.). Kristniboð Pjóðverja hefir um alllangt skeið verið langöflugasta trú- boð frá meginlandi Norðurálfunnar. Á ófriðar- árunum (1914 1918) beið það mikinn hnekki, en náði sjer furðu fljótt aftur, þrátt fyrir fjár- hagsvandræði heima fyrir og tortryggni óvin- veittra þjóða gagnvart Þjóðverjum; enda er al- mennt játað, að þýskir kristniboðar standi eng- um að baki í trúaralvöru, dugnaði og fórnfýsi. í þýsku kristniboðsblaði ritar einn kristniboð- inn á þessa leið: . Vjer kristniboðar erum sendir til að boða: hjálpræði, en ekki veraldarvisku, — fagnaðar- erindið, en ekki hagfræði, lausn úr synda- fjötrum en ekki fjelagsmálaumbætur, — aft- urhvarf, - en ekki menningu, fyrirgefningu, en ekki þjóðernisvakningu, nýja sköpun — en ekki nýtt skipulag, kristindóm — en ekki óákveðna trúrækni. Vjer erum sendiboðar Guðs en ekki fulltrúar stjórnmálafiokka. Evangelisku kristniboðsfjelögin á Pýskalandi eru 26, auðvitað hvert um sig í ótal smádeildum. Pau hafa verið alveg sjálfstæð innbyrðis, og þá líklega ekki iaus við óholla samkeppni, en þegar þjóðernisaldan setti á oddinn: allir Pjóðverjar samtaka«, þá mynduðu öll þessi fjelög eina heild eða samband árð 1933. Tölur þær sem hjer fara á eftir eru úr skýrslum þessa sambands i árs- lok 1933 en þær, sem eru í svigum, eru tekn- ar úr aðalskýrslum fjelaganna í ársiok 1929. Kristniboðar frá Norðurálfu, er evangelisk kristni studdi voru 1586 (um 1400, þar meðtaldar 513 konur kristniboða) þarlendir aðstoðarmenn 10951 (9748, af þeim 413 prestvígðir). Pessi hóp- ur starfaði á 524 aðalstöðvum (547 og 3827 auka- stöðvum) hjer og hvar um alla Afríku og Asíu. Safnaðarfólkið, er trú hafði tekið, var 1,225,792 og trúnemar um 67 þús. (990,583 og 53,800). Barnaskólar og unglingaskólar kristniboðsins voru 3982 (3472) og 109 (110) æðri skólar. Nemendur þeirra alls um 250 þús. (222 þús.). Sjúkrahúsin voru 31, (29), og lærðir trúboðslæknar 37, (35) þýskir. Gjafir til þessa kristniboðs voru árið 1933 um 5 milljónir marka heima fyrir, minnk- uðu það ár um 66 þúk. mörk, en fara vaxandi í kristniboðslöndum. Fjölgað hafði um 47 þús. f söfnuðum trúboðsins. Árið 1932 störfuðu 3673 kaþ. trúboðar þýskir I heiðnum löndum 2002 nunnur voru í þeirra hóp. 1 söfnuðum þess trúboðs voru um 743 þúsund, en trúnemar voru taldir 126,144. Kaþólskir menn eru hálfu færri í Þýskalandi, en hinir og gefa þó tvöfalt meira til kristniboðs. Hitstjörl: S. Á. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasouar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.