Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 8
80 BJARMI sem best var áður. Einkum hefir verið gengið vel fram í því að afmá ýmiskon- ar ólánsmerki, sem takmarkaður skilning- ur ýmissa tímabila (nú síðast aldamóta- áranna) hefir á þær sett. önnur hlið þess- arar merku starfsemi er sú, sem snertir »helga dóma, messuklæði o. þ. u. 1. f haust er leið, var h.jer í Uppsölum sýning slikra muna í sambandi við prestanxft erkistift- isins. Tvær vinnustofur eru í Stockhólmi, sem einkum hafa forgöngu í þessu máli. Þar gefst prestskonumi og öðrum, sem vilja, kostur að dvelja og læra útbúnað messu- klæða og skreytingu kirkna. Þessar vinnu- stofur voru veigamestau aðiljar þessarar sýningar. - Margt var þar fagurt og merkilegt. Þar voru höklar ofnir úr ull. hin mestu gersemi. Alskonar þjóðlegur saumur var þar bæði á messu- og altaris- klæóum. Þar voru og ofnar1 og saumaðar altaristöflur. Þarna hafa íslenskar konur margt atí læra. Væri það ekki ómerkilegt hlutverk að setja á fót vinnustofu í þessum stíl í Reykjavík. Það mætti mikið skreyta íslenskar kirk.j- ur á tiltölulega ódýran hátt með því atí veita framrás því listfengi, sem með þjóð- inni býr og beina á .jafn sjálfsagða braut sem þessa. Söfnuðir, sem á þenna hátt legðu hjarta sitt og höfuð í að fegra Guðs musteri, myndu elska kirkjuna sína menn elska það mest, sem menn fórna eiri- hverju fyrir sýna henni lotningu og umönnun. Þar með ykist þjóðinni mann- dómur og menning. Kirkjan yrði vermi- reitur hins göfugasta í íslersku eðli og þar með eðli sínu og köllun trú. Uppsölum 16.—4.—’35. Sigwrbjcm Einarsson. Skiflar eru líklega skoðanir um sumt í fram- anritaðri grein, en hollum íhugunum og umræð- um getur hún valdið. Ritstj. Frá Sauðárkrók. Frá Sauðárkrók. Á þriðja í páskum (þriðjud. 23 apríl) kom hjer til bæjarins lútherskur trú- boði, Jóhannes Sigurðsson frá Akureyri, og dvaldi hjer 8 daga. f för með honum voru frá Akureyri: lcona hans frú Ragnhildur Sigurðardóttir, frú Sigríður Zakaríasdóttir, frú Sigurlaug Svanlaugs- dóttir, ungfrú Þóra Steindórsdóttii og- ungfrú Hanna Stefánsdóttir (14 ára). f hópinn bættist hjer eftir nokkra daga ungfrú Siðríður Guð- brandsdóttir frá Viövík. l’essa daga meðan flokkurinn dvaldi hjer, hjelt hann óslitna röð af kristilegum samkomum, stundum tva;r samkomur á dag og eírin daginn þrjár. Fóru samkomurnar flestar fram aö kveldinu hjer í kirkjunni upp- lýstri og í fullri samvinnu og einingu með sókn- arpresti og sóknarnefnd. Tvær samkomur voru haldnar á sjúkrahúsinu hjer fyrir sjúklingana. Samkomurnar í kirkjunni voru mjög vel sóktar. Mátti heita að hin rúmgóða kirkja væri ful! af fólki við hverja samkomu og eigi síður á þeirri síðustu en þeirri fyrstu. Sýnir það bezt hvernig söfnuðurinn hjer lítur á starf þetta og metur það. Enda var trúboðanum og ílokki hans þakkað í lok í síðustu samkomunnar fyrir starfið, bæði af sóknarpresti og formanni sóknarnefndar. Virðist vera hjer um óvenjulegan starfsáhuga að ræða. Er hjer unnið af fyllstu ákvörðun hugans, ein- lægum fúsleik viljans og innilegum kæiieika hjartans fyrir Guðs málefni. Jóhannes er af Guöi gæddur sjerstökum hæfileikum að ýmsu leyti fyrir þetta starf, og allur er flokkurinn óvenju- lega vel samtaka, og með öllu starfi og fram- göngu vel fallinn til að laða áheyrendur aö hinu heilaga málefni. Sjerstaklega ei yndislegt til þess að vita, þegar ungmenni svo einhuga og al' öllu hjarta vilja helga sig starfi fyrir Guðs ríki. Öllurtj flokknum er fylgt hjeðan með hlýjum hug og hjartans þakklæti margra. Ekki einungis fyrir sjálfar hátíðlegu sarrikomurnra, heldur lika fyrir einkaviötöl, bænir og biessandi stundir með einstaklingum og heimilum. Viö þökkum Guði fyrir komu þessa kristna bróöur og' systra, biðj- um blessunar yfir starf þeirra og óskum þau vel- komin í annað sinn. 5. maí 1935. Sóknai'inaðiii'. Hvanneyi'arprestukall í Siglufirði er auglýst til umsóknar, umsóknarfrestur til 15. júní, og veitist þegar eftir kosningu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.