Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 10

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 10
82 BJARMI segir Drottinn. Svo fullkomlega stjórnar hann hugsunarhættinum, að Gyðingaþjóðin spottaði, hafnaði og drap sendiboða Krists og hann sjálf- an. (Matt. 22, 3). Satan »hefur blindað hina van- trúuðu« svo þeir ekki verði hólpnir. (2. Kor. 4, 4). út af Maríu rak Jesú sjö illa anda og auk fjölda slíkra tilfella. »Satan fór inn i Júdas«. Allt þetta sannar Satan sem höfund og höfðingja, sem stendur á bak við og stjórnar öllu því illa í öllum myndum, og notar manninn eins og smið- urinn notar verkfæri sin. Hann býr i sálunni og kemur spádómi Páls til leiðar hjá tilbiðjend- um sínum. (2. Tím. 3,. 1—6). Öll sagan sannar þetta. - Hvílik ógnun um eyðing og fall ógnar þeim kristnu ef þeir ekki hertýgjast og brjótast undan valdi Satans, og gefa sig frelsinu frels- ara sinum — á vald, sem einnig getur og vill búa hjá þeim með sínum anda. En hver er höf- uðorsökin fyrir villu og þrældómsböli heimsins? Svar: »Þjer villist |)ar eð þjer hvorki þekkið riln- ingarnar nje mátt Guðs«, sagði Jesús. Trúleysi á orði Guðs, viljaleysi, vanræksla á. hlýðni við þegar þekktan sannleika gjörir mannkynið að rekaldi í hafróti lífsins, fullt af efa og óvissu. Einungis 1 þessu ljósi skilst ástand heimsins í dag. Þ r á aldanna hefur snúist um auð, völd og virðing. En þetta var dýrt gaman. Sagan sýniv að milljónir saklausra sálna liggja sem sundur- tætt fórn stríðsguðsins I dufti jarðar sem afleið- ing af þess konar þrá. Þjóðirnar hafa haft aðra þrá eftir að komast undan »girndaspillingu« synda og illra eiginleika. Þær hafa þráð sitt tapaða upphaflega guðlega eðli. Margir vildu og vílja hið góða og rjetta, »en hið illa er þeim tamastc. »Að vilja veitist þeim ljett, en að gjöra ekki«. Þetta var reynsla Páls, er hann snerist. Hver var nú lyndardómslykillinn, sem opnaði honum sigur? Jú, hann segir: »Guði sje lof, sem gefur oss sig- urinn fyrir Drottin vorn, Jesúm Krist«. Margir biðja, en fáir fá beint svar, af því að þeir setja Guði stólinn fyrir dyrnar. Nýlega sögðu persónur mjer frá sinni sálarneyð, og hversu títt, oft og lengi, hátt og í hljóðf heföu beðið Guð margvís- legrar hjálpar. Hver var árangurinn? Jú, langt er siðan bænir voru beönar, en allt til þessa hefur ekkert svar komið. Er Guð þá dáinn? Nei, en rjettlæti og hlýðni var dáin í þessum persónum, og hann gat ekki svarað í móti sínum skrásetta vilja í Biblíunni. Eeitið því Guðs-þekkingar í óslitinni rannsókn í Biblíunni, þá endurtaka sig; ekki slík ósigurs-dæmi í lífi yðar. F re 1 s i ð. Vitnisburður nútíma kristni, hinna almennu kristni, er þessi: »Vjer breytum ver en vjer vitum«. Vjer vitum að Biblían er innblásin, vjer vitum að blessun og náuðsyn er að lesa hana, þótt vjer ekki gjörum það. Vjer vitum að hún boðar oss sigur yfir Satan, (en vjer efumst um að hann sje til). Vjer vitum um að hún talar um menntun í rjettlæti, vjer vitum að hún talar um helgun hjer í náðinni, upprisu holdsins og ei- líft líf. En þetta skiptir nú minnstu. Vjei hlust- um á prestana, þeir ættu að geta sagt oss eitt- hvað um þetta. Vjer vitum að Biblían talar um »að endir allra hluta sje í nánd«, og margt bendir líklega á það í viðburðum heimsins. Kæru vinir, berið þetta saman við postula-brjefin, og undir þeim mælikvarða í þeim spegli þekkið þið, að þetta tal er ekki »ofan að, heldur jarð- neskt, djöfullegt«. Það sýnir máttleysi, von- leysi, hirðuleysi steypandi synd, þar eð fólk lætur sig reka undan straumi aðgerðarleysis, venjanna, óhlýðninnar, sem allt af hefur ógnað kristninni með hruni og eyðing. Vjer vorum að lesa, hvernig illir andar geta stjórnað sálunum I vilja og framkvæmdum. En þetta er frelsið, sem oss er boðið: Páll var tek- inn frá lýðnum til að opna blindu augun, og snúa fólkinu frá Satans valdi til Guðs. (Post. 26, 17.). Einasta von syndarans var, er og verður að rannsaka Biblíuna, trúa og fara að öllum hennar ráðum. Einasta von vor allra er, að losna úr fjötrum og spilling, sem að framan er lýst, — að andi Krists og Guðs orð fái stöðuglega að búa I hreinsuðum sálum, og þær hreinsast við Guðs orð og handleiðslu hans. ó, þið ungu og öldruðu, sem óskið að deyja í Drottni, gefið Drottni þá líf ykkar hjer. Þið, sem óskið him- insins i stað þessa hverfula og vonbrigðafulla heims, líf yðar liggur við, að »allir vegir Drott- ins verði yður geðfelldir«. Og það i dag — þvl »þú skalt ekki treysta óvissri dauðastund«. Brátt munu allir, sem velja Guðs veg, »taldir verða af þjóðunum sælir«. Sbr. Mal. 3, 12. Jeg lofa Guð fyr- ir fræðslu hans orðs, hugsvölun, náð, langlyndi, daglega handleiðslu og bænheyrslu. Engan iðrar að velja það sem Guð vill, elska það góða og hata það illa sem hann. En brátt - »þegar Drottinn hefst handa« skal sá mikli mismunur sjást, sem er á milli þess manns, sem Guði þjónar, og hins, sem ekki þjónar honum. »Þvi dagurinn kemur brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir sem guðleysi fremja, munu þá verða sem hálmleggir, og dagurinn, sem kemur, mun kveikja í þeim.o (Mal. 3, 18.). »Allir, sem leið- ast af anda Guðs, eru Guðs börn.« »En sá, sem á mig hlýðir, mun búa óhultur, mun vera örugg- ur og engri óhamingju kviða,« segir Drottinn. Leiðin til sigurs. Hvað veitir kristilegan kraft og lj'ós? 1) Þekking á líitningunni undir bæn, kapp-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.