Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.05.1935, Blaðsíða 6
78 BJARMI hún að gerast dómkirkja en hin, sem nú er að leg'gjast niður sem slík. Það teldi jeg illa gjört og' óþarfleg'a. Það er nóg um um- rót og byltingar í þjóðfjelaginu samt. Illu heilli var dómkirkjan flutt hið fyrra sinn. Það er og góður efniviður í Dómkirkjunni það serr> hún nær og auðvelt að kippa henni úr kútnum, væri vilji til þess. Öjá, það er heldur ekki ráðið enn, hvernig nýja kirkj- an verður! Það á að fara að byggja í Saurbæ, minn ingu Hallgríms til heiðurs. Jeg sá einhvers- staðar birta bráðabirgðaáætlun að bygg- ingarkostnaðinum og þótti hún lág og ó- lík þeim mönnum, sem forgöngu hafa haft í þessu máli á þann hátt að fræg er orðin. Því ekki aö bíða í nokkur ár enn og safna áfram og gera ráð fyrir, að öðruvísi verði byggt svo, að verulegur sómi verði að? Ekkert er of gott í Hallgrím Pjetursson! Stærðin er ekkert aðalatriði. Höfuðatriðið er, að heilög listin skíni þar út úr hver j- um drætti. Passíusálmarnir ættu að hafa kennt oss, hvernig vernda ber það, sem Drottni til dýrðar er »uppteiknað, sungið, sagt og sjeð« - og byggt. Kirkjusókn á Islandi er ljeleg víðast hvar Menn bollaleggja og spyrja vegna hvers og kenna um Ijettúð fólksins og blindun þess af boðskap kommúnista. Sum- ir telja og aö íslendingum sje guðleysi í blóð borið og er það hin herfilegasta kenn- ing og alveg rakalaus. Hitt er annað, að þeim hentar e. t. v. ekki alveg það sama í trúarefnum og frændþjóðunum, þ. e. a. s. trúarþörf þeirra krefst annarar lausnar en trúarþörf annara þjóða. Þarf það engan að undra. Veigamikil ástæða fyrir því, hve kirkjui' eru illa sóttar nú á tímum er það, hvemig þær eru á sig komnar. Þær eru á allan hátt vanraíktar. Það er ekki einu sinni til þess ætlast að þær sjeu opnaðar til tíða- flutnings oftar en einu sinni í mánuði óg' sumstaðar sjaldnar þær standa alveg auðar og' tómar a. m. k. 2/3 allra helgi- daga. Hver áhrif halda menn að það hati á aðdráttarafl þessara helgidóma? Áreið- anlega neikvæð. Jeg veit ekkert ömurlegra en kirkju, sem á drottins deg'i stendur auo og ósnortin. Það ætti aldrei að koma fyrir. Nú er að vísu ekki annað hægt eins og skipað er prestaköllum, - jeg tala nú ekki um ef flanað yrði að flónsku launamála- nefndar. Hvað á þá að gjöra ef skipun prestakalla helst óbreytt og kirkjunni þar með ekki gjört ókleift að starfa? Gætum við ekki komið djákna-embættinu til nýs vegs? Meðhjálparastarfið er fornt cg sjer- kennilegt í íslensku messunni og fagurt atriði.* *) Kirkjan þarf að eignast mann í hverri sókn, sem hefir til að bera nokkra kirkjulega menningu og menntun. Hann á í samvinnu við kirkjuþernur (diakonissur) framtíðarinnar, - að annast margvísleg störf fyrir kirkjuna: hjúkrun sjúkra, upp- fræðslu barna og' annara, t. d. sunnudaga- skóla, leshringa og helgiþjónustu í kirkj- unni bæði við venjulegan tíðaflutning prestsins (meðhjálpari) og upp d einsdæmi á þeim dogum, þegar presturinn er á ann ari kirkju. Þeim guðsþjónustum mætti finna einfalt og fagurt form með lifandi, óbrotinni þátttöku þeirra er viðstaddir eru. Þar þarf ekki allt að vera undir því komid, að margir sjeu viðstaddir heldur að þar sje um uppbyggingu að ræða fyrir þá, sein eru, þótt fáir sjeu. Og þótt enginn komi, á djákna að vera skifldugt að gegna þess- ari þjónustu.**) Sumstaðar myndu barna- kennarar fúsir og færir til þessa göfuga starfa. En annars gæti það orðið eitt af höfuðverkefnum kristilegs alþýðuskóla, er *) Oft er þó ábötavant franimistöðu meðhjálp- aranna svo sem kunnugt er. Jeg hefi sjeð hinar ljótustu aðfarir til meðhjálpara í ísl. kirkjum hrein messuspell og þó heyrt um aðrar enn ljótari. *) Sama er að segja um prestana. Þeir eru ekki of góðir til að flytja messu yfir 2 3 sálum, ef ekki kemur fleira.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.