Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1964, Qupperneq 4

Bjarmi - 01.03.1964, Qupperneq 4
4 BJARMI VER VILJUM HDRFA A JESUM JJjlir jrú ^yJitnd ddd. ^JJa fanneiion Mig langar til þess að vér íhug- um hluta úr píslarsögu Jesú eins og hún er skráð í 23. kafla, þrítug- asta og þriðja til fertugasta og þriðja vers. Vér höfum öll áður heyrt eða lesið þessa frásögu. Það er einmitt hinn alvarlegi sannleikur, að vér könnumst öll við Jesúm. — Vér höfum heyrt um hann, frá því að vér vorum smábörn. Vér höldum jólin hátíðleg til þess að minnast fæðingar hans; vér höldum páska til þess að minnast dauða hans á Golgata. Vér vitum, að Jesús var sannsöguleg persóna, eitt mikil- mennanna; og fyrir miklum hluta manna er hann heldur ekki neitt meira. — En vér skulum nú stað- næmast öriitla stund á Golgata. Vér viljum horfa á Jesúm lifandi. Vér viljum standa augliti til aug- litis við hann. Vér viljum biðja þess, að Heilagur andi gjöri hann raunverulegan fyrir oss. — Hann var negldur á kross, sem því næst var reistur og festur í rauf í fjall- inu. Nokkrum þyrnisprotum var þrýst þétt um höfuð hans, þyrn- arnir hafa rifið hann til blóðs. Með rödd, sem var þrungin kærleika, segir hann: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“ Mér finnst fallega sagt í söng einum, er segir: „Ég horfði djúpt inn í Drottins augu, og djúpt í augu mér Jesús leit.“ Kæru vinir! Það er ekki ávallt svo, að margorð bæn veiti þér mesta blessun. Nei, horfðu djúpt inn í kærleika Jesú, — þannig, að mynd hans geti grópazt djúpt inn í hjartað. Ef vér stöndum þarna og horfum á Jesúm, fyllist sál vor undrun gagnvart því, hvers vegna þetta hafi gerzt. Hvers vegna þurfti hann, sem lifði lífi sínu í sjálfs- fórnandi kærleika — hvers vegna þurfti hann að þjást svona? Jú, ég veit það. „Mín syndasekt því veldur, hún sárt þig lagðist á.“ Mín syndasekt — mínar syndir — já, hvað er það eiginlega? Mennirnir voru komnir svo langt brott frá Guði, — hinum heilaga hreina, — að þeir lifðu aðeins sjálfum sér og gleymdu boðum Guðs. — 1 fylling tímans sendi Guð son sinn, hann tók á sig manns- mynd og var reyndur í öllu, — en án syndar. — Einu sinni sagði Jes- ús við lærisveina sína: „Nýtt boð- orð gef ég yður, þér skuluð elska hver annan.“ Þetta kærleiksboð- orð er æðst allra boðorða. — En ég get ekki haldið eitt af boðorð- um Guðs. Þess vegna uppfyllti Jes- ús öll boðorð Guðs í minn stað. Vegna Jesú er ég réttlætt og líta- laus og verð himinsins. Þess vegna vil ég vera við kross Jesú og beina sjónum mínum svo lengi á ásjónu hans, að ég umbreytist við það. Það eru margs konar menn, sem standa við kross Jesú. Sumir eru beiskir og hata hann, af því að þeir finna til vanmáttar síns og vilja ekki trúa því, að Jesús geti hjálp- að þeim. Þannig var öðrum ræn- ingjanum farið, þeim, sem hæddi hann og sagði: „Ert þú ekki Mess- ías? Bjarga þú sjálfum þér og okkur.“ Þarna mætum við því hug- arfari, sem stendur í gegn náð Guðs í Jesú Kristi allt fram í dauðann. Hinum megin við krossinn hang- ir glæpamaður, sem að loknu al- gjörlega misheppnuðu lífi viður- kennir það í örvæntingu sinni, að þeir hljóti þá refsingu, sem þeir hafa átt skilið. Hann sér einnig, hversu ranglátt það er, að Jesús, sem var saklaus, skyldi þurfa að þola sömu hegningu og þeir. Og svo stígur upp þetta sára, djúpa andvarp hjartans frá örvæntandi sál: „Jesús, minnstu mín, er þú kemur í ríki þitt.“ Og Jesús tekur hann inn í kærleika sinn og svar- ar honum svo undursamlega: „Sannlega, sannlega segi eg þér, i dag skaltu vera með mér í Para- dís.“ Þessi sami kærleikur streym- ir til vor. Viltu leyfa honum að ná valdi yfir lífi þínu? Viltu leyfa honum að umskapa þig? Og nú kemur spurningin til þín. Hvorum megin við kross Jesú stendur þú? Ertu kærulaus, eða Ó, iiöfuð dreyra tlriíið, er drúpir smáS og pínt, af liöndum þræla þrifið og þymnum sárum krýnt, ó, lieilagt Iiöfuð fríða, er himnesk lotning her, en háðung hlauzt að líða, mitt hjarla lýtur þér. Af hlygð og harmi hrelldur ég, Herra, játa má: mín synda sekt því veldur, hún sárt þig lagðist á. Sjá, hér ég er, sem hefi þig hrakið, pínt og smáð. Þín miskunn mér þó gefi, að megi’ eg öðlast náð. hefur kærleikur Jesú hrifið þig svo, að þú getur sagt eins og Páll: „Lífið er mér Kristur!” Eða stend- ur þú í nokkurri fjarlægð og finnst, að þetta sé eitthvað, sem varði þig ekki; eða hefur þér orðið ljóst, að gæfuríkt líf er það eitt að lifa í samfélaginu við Jesúm. Nem þú andartak staðar og beindu sjónum þínum á hópana, sem staðnæmdust við kross Jesú, hrifust af guðdómlegum kærleika hans, fylltust óskiljanlegum friði og fögnuði, hlutu kjark og þrek og fylltust einni meginþrá, þeirri: „Mín löngun Jesús æðsta er að efla ríki þitt.“ Þeir gengu gagnteknir af hrifn- ingu út í daglega lífið, til þess að aðrir hlytu hlutdeild í sömu auð- æfum, sem þeir áttu. Margir misstu kjarkinn, af því að gleðin og frið- urinn hurfu í striti hversdagsins. Hugrekki, kraftar og hrifning þurru. Það var eins og mynd Jesú yrði þokukennd og máð. Þeir gleymdu því veigamesta, að sigur- sælu trúarlífi er aðeins hægt að lifa við kross Jesú. Þegar þú snýrð baki við krossinum og hugsar á Ég vil þar vera lijá þér, er veit ég píndan þig, og eigi fara frá þér. Æ, fyrirlít ei mig. Er dauðans svefn fær sigið á signaS auga þitt, ég vil þitt höfuS hnigiS viS hjartaS leggja mitt. Af hjarta þér ég þakka, aS þyngstan kvaladeyS þú Ijúft þér lézt að smakka, svo Ieystir mig úr neyð. Lát, Kristur kærlciksrikur, ei kulna trú lijá mér, en Ioks er ævi lýkur, mig lát þú dcyja’ í þér. Bernard frá Clcárvaux. (H. Hálfdánarson þ.) þá leið, að nú eigir þú nægan kær- leika handa öllum, sem þú mætir og umgengst, þá muntu fljótt fá að reyna eins og Lúther, að „með eigin kröftum enginn verst“ og kærleikur vor sjálfra kólnar fljótt, ef vér beinum ekki sjónum vorum sifellt til Jesú á krossinum. Mér þykir ákaflega vænt um eitt vers á móðurmáli minu, sem í segir: „Det stár et kors pá Gol- gata, hvor Jesus döden led, der henter jeg min styrke fra, i tid og evighed." Lauslega þýtt á óbundið mál: „Það stendur kross á Golgatahæð, þar sem Jesús dó. Þangað sæki ég mér styrk um tíma og eilífð.“ Þar er hið örugga at- hvarf kristins manns. Þegar þú vaknar til nýs dags, — gakk þá inn í kærleika Jesú og sæktu þangað styrk til verkefna dagsins, — og sæktu þangað frið fyrir hjarta þitt fyrir hvíld næturinnar. Það stóð lítill hópur manna við Golgata, sem urðu höndlaðir af Kristi. Þeir gleymdu þvi, að þeir voru fáir, þeir gleymdu, að þeir voru fátækir, — þeir höfðu sann- reynt Krist og þess vegna fylltust þeir einni ástríðu, ef nota má það orð í því sambandi: að fara og segja öllum þjóðum frá því, sem þeir hefðu reynt hjá Jesú og með Jesú. Litli hópurinn óx og varð, er tímar liðu, mikill fjöldi, sem fékk að mæta Kristi og sannreyna veru- leika hans á Golgata og urðu tendr- aðir af kærleika hans svo, að þeir urðu Ijós og salt í myrkum og köldum heimi. Nú erum ég og þú komin í þennan skara. Að hve miklu leyti erum við höndlaðir af Kristi, gagnteknir af honum? Hve mikið vald hefur Jesús í daglegu lífi voru? Jesús segir í dag eins og forðum: „Farið og prédikið fagnaðarerindið." Hann segir það við þig og mig. En hvert eigum við að fara? Ekki geta allir farið til f jarlægra landa, — þú átt samt heimili þitt, vinnustað þinn, félaga- hópinn. Jesús minnir þig vafalaust á einhverja gamla og einmana, sem þú ættir að helga eitthvað af tíma þinum og kærleika. Hvernig yrði umhorfs, ef vér öll, sem erum trúuð, yrðum full- trúar Guðs ríkis, gagntekin af Kristi? Jesús leið og dó vor vegna, og hann hefur sigrað dauðann vor vegna. Og svo stöndum vér þarna, und- ir ástaraugum Jesú og undir bless- andi höndum hans og finnum til djúprar löngunar að fá að verða til blessunar. Vér viljum halda út í baráttuna sigrandi og til að sigra: „Ungi vinur, vel þann kostinn, vertu með á sigurbraut! Krossins leið er konungsvegur, krýning færðu trúr í þraut!“ Og vér verðum að vaka, því fyr- ir oss er tíminn naumur, svo að wér lærisveinar Krists verðum að neyta allrar orku í þjónustu hans, sem hefur sent oss. Ekki alla til sama starfs, eða til sama hlut- verks, en alla til þess að vinna fyrir hann. Flytjum boðskapinn, meðan þess er enn kostur, vitandi að erfiði í Drottni verður ekki ár- angurslaust, því að voldugur er hann, sem gefur oss sigurinn, fyrir Drottin vorn Jesúm Krist. Og svo langar mig til þess að Ijúka máli mínu með því að vitna í orð Asafs: „En ég er ætíð hjá þér, þú heldur í hægri hönd mína.“

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.