Bjarmi - 01.03.1964, Síða 6
6 BJARMI
kristiiiunar
Hungurvorkfall Þrjúhundruð sjúklingar í holdsveikraný-
holdsveikra. lendu á eynni Ceylon hafa hótað hungur-
verkfalli til að mótmæla fyrirætlun stjórn-
arvaldanna um að vísa úr landi síðasta hópi kaþólskra nunna,
sem vinna að hjúkrunarstörfum í landi þessu, en þjóðin er
búddatrúar. Árið 1962 gáfu stjórnarvöldin á Ceylon út fyrir-
skipun um það, að allar kaþólskar nunnur yrðu að láta af
störfum í sjúkrahúsum, holdsveikranýlendum og öðrum lækn-
inga- og heilsuverndarstöðvum, og yrðu nunnarnar að hætta
störfum fyrir 15. marz 1964.
Þessi skipan stjórnarvaldanna var hluti af áætlun þeirra um
að láta alla erlenda kristniboða hverfa úr landi. Ríkisstjórnin
hefur á þessu tímabili tekið í sínar hendur alla kristna skóla,
bæði mótmælenda og rómversk-kaþólska.
Rcknir 1 „Bjarma" hefur nokkrum sinnum verið sagt
frá Súdnn. frá þeim erfiðleikum, sem kristnir menn í Suð-
ur-Súdan hafa átt við að búa af hálfu ríkis-
valdsins í Súdan. Valdhafarnir þar eru ákveðnir múhameðs-
trúarmenn og hafa gjört múhameðstrú að ríkistrú. Hafa þeir
sett sér það mark að flæma kristniboða úr landi og undiroka
íbúa Suður-Súdan. Þar hefur kristnin náð sterkustum tökum, og
er talið, að íbúar suðurhéraðanna séu sjálfstæðastir og mennt-
aðastir alls almennings í landinu. Samkvæmt síðustu opinberu
fregnum hafa stjórnarvöldin nú rekið alla kristniboða úr landi.
Saka þeir þá um stjórnmálaleg afskipti, en vitað er, að hér er
eingöngu um að ræða framkvæmd áætlunar ríkisstjórnarinnar
um, að landið skuli verða einlitt múhameðstrúarland. Þá er
og þetta einn þátturinn í að undiroka minnihlutaþjóðflokkana,
sem búa í héruðunum suður við suðurlandamæri Súdan.
Þiðvidri Eftir því sem segir í norska blaðinu „Várt Land“,
á Spáni. virðist nýtt þiðviðri gjöra vart við sig í afstöðu
spænskra stjórnarvalda til mótmælenda þar í landi.
Leyft var að opna á ný tíu kirkjur mótmælenda. Hafa kirkjur
þessar um langt skeið verið lokaðar samkvæmt skipun valdhaf-
anna. Þá hafa og yfirvöldin leyft að fluttar sé inn í landið
fjórar guðrækilegar handbækur mótmælenda og tvær hugleið-
ingabækur þeirra. Er ætlunin að prenta þær á Spáni. Áður
hafði verið skýrt frá því, að árið 1963 hefði verið leyft að opna
þrettán kirkjur mótmælenda á Spáni. Þá telst það og til tíð-
inda, að stjórnarvöldin hafa leyft að gefinn verði út Bibiíu-
bréfaskóli.
Um tvennt að velja
Kristur er upprisinn!
*
Eg er hræddur
að deyja
Það var víst Knut Hamsun, sem
sagði einhverju sinni þessi orð:
„Það er það hræðilegasta, sem ég
veit — að deyja. Ég skyldi sann-
arlega koma mér hjá því, ef ég
væri ekki til neyddur."
Þegar slikar tilfinningar bærast
með trúuðum manni, verka þær
stundum eins og sálarhrelling. Því
að hver af oss getur sagt, að hann
sé algerlega laus við, að óttinn við
dauðann berji að dyrum við og
við, einnig hjá þeim, sem lifir lífi
trúarinnar með Guði? Og þá kann
spurningin að vakna: Er það eðlv-
legt, að kristinn maður óttist dauð-
ann?
I sambandi við þetta ber að at-
huga tvennt: Það er fyrst, að dauð-
inn er óvinur. Einnig kristnum,
mönnum. Þegar ég sé líf mitt í
ljósi hins upprunalega sköpunar-
verks Guðs, er dauðinn svo sann-
arlega óeðlilegur. Á morgni tím-
ans skipaði dauðinn ekkert rúm í
sköpunarskipan Guðs. Það var
syndin, sem gjörbreytti öllu (1.
Mós. 2,17. Róm. 5,12, 6,33).
Veraldarvizkan viðurkennir ekki
þann boðskap, að dauðinn sé af-
leiðing af staðreynd syndarinnar.
En bæði kennir Biblían þennan
sannleika og meira en það, nefni-
lega, að dauðinn er dómur Guðs
yfir syndinni, bæði hinn tímanlegi
dauði og hinn eilífi.
Er það þá svo undarlegt, að
jafnvel trúaður maður geti orðið
uggandi? „Vegna reiði Guðs hljót-
um vér að skelfast og óttast dauð-
ann, því að hann er refsing synd-
arinnar“, segir Lúther.
í annan stað er þess að gæta,
að Guð veitir ekki heldur trúuð-
um mönnum hjálp — fyrir fram
— til að deyja. Dauðvona kristinn
maður orðaði þetta einhvern tíma
á þessa leið: „Eg hugsa mér, að
Guð hagi þessu eins og faðir, sem
á stúdent við háskólann. Hann vill
gjarnan fá hann heim um jólin,
en hann sendir honum ekki pen-
inga til ferðarinnar fyrr en í des-
ember. Hvers vegna skyldi hann
ganga með peningana hringlandi í
vösunum, löngu áður en hann
þarfnast þeirra?"
Vertu þess fullviss, ef þú ert í
samfylgd Jesú, að hann, sem varð-
veitir þig, meðan þú ert enn á
leiðinni, hann muni veita þér þann
Framh. á 7. síSu.
En með þvi út var leiddur
alsœrður lausnarinn,
gjörðist mér vegur greiddur
í Guðs náðar ríki inn
og eilíft líf annað sinn;
blóðskuld og bölvan rrúna
burt tók Guðs sonar pína.
Dýrð sé þér, Drottinn minn.
Passíusálmur 25, 9. v.
1 rauninni þyrfti ég ekki að hafa
þennan vitnisburð minn lengri,
vegna þess að þetta eina vers inni-
heldur allt það, sem ég hef að segja.
— Og hvers vegna get ég gjört
þessi orð að mínum vitnisburði?
— Hef ég nokkuð til þess unnið,
hef ég lagt nokkuð inn hjá Guði,
hef ég áunnið kærleika Guðs í
Kristi Jesú með verkum mínum?
— Nei, og aftur nei. — Það er allt
af náð, án eigin verðskuldunar, að-
eins af náð. Ég hef þegið frelsið
í Kristi Jesú, en hvað hef ég gefið
í staðinn? Ekkert nema mitt synd-
um spillta hjarta.---------
1 skírninni var ég færð Guði.
Ég var borin þangað af trúuðum
foreldrum. Þeim var það Ijóst, hvað
þau voru að gera. Þau tóku orð
Jesú gild, þar sem hann segir:
„Leyfið börnunum að koma til
mín og bannið þeim það ekki, því
að slíkra er guðsríkið" (Mark.
10,14). — Þau stóðu frammi fyrir
Guði og frammi fyrir söfnuði Guðs
og lofuðu að veita mér kristilegt
uppeldi. Og það loforð héldu þau.
Mér finnst ég geta tekið undir orð-
in, sem standa í Sálm. 22,11: „Til
þin var mér varpað frá móður-
skauti, frá móðurlífi ert þú, Guð
minn.“ Þau báru mig á bænarörm-
um og þau bentu mér á frelsarann,
á það, hvað hann hafði fyrir mig
gjört. Að hann hefði gefið líf sitt
til lausnargjalds fyrir mig. En svo
kom að því, að ég átti sjálf að
staðfesta skírnarheitið. Nú gat ég
ekki lifað á trú foreldra minna,
nú varð ég sjálf að taka afstöðu.
Ég kunni söguna um Jesúm. Ég
vissi, að hann hefði liðið og dáið
mín vegna. Mér var það samt
snemma ljóst, að það eitt var ekki
nóg, að vita. Ég varð sjálf að taka
afstöðu, ég varð að trúa, ég varð
að gefast Guði algjörlega.
Um fermingaraldur hugsaði ég
mikið um endurkomuna. Ég hugs-
aði mikið um orðin í Matt. 24, 40
—42: „Þá munu tveir vera á akri;
annar er tekinn og hinn skilinn
eftir. Tvær munu mala í kvörn;
önnur er tekin og hin skilin eftir.
Vakið því, þar eð þér vitið eigi,
hvaða dag herra yðar kemur.“
Við systurnar sváfum í sama
herbergi, og ég vissi, að hún hafði
eignazt sitt afturhvarf, en ég ekki,
og þess vegna óróuðu þessi orð mig
og töluðu mikið til mín. Eitt sinn
spurði ég mömmu, hvernig það
væri með börn, sem ættu trúaða
foreldra, hvort þau yrðu skilin
eftir, þegar Kristur kæmi að sækja
sína? — Þá svaraði mamma eitt-
hvað á þá leið: „Það getur enginn
lifað á trú annarra. Við verðum
að taka eigin afstöðu, með eða á
möti. Við getum ekki verið hlut-
laus.“------
Þetta olli mér mikilli baráttu.
Mér varð það ljóst, að það var
ekki nóg að sækja kristilegar sam-
komur af trúmennsku. Það var
ekki heldur nóg að taka þátt í
kristilegu starfi. Ég verð að gefa
Guði líf mitt. Ég varð að leggja
alla mína æskudrauma í hans hend-
ur, og einnig varð ég að leggja
mína viljans tauma í hans hendur.
Ekki aðeins að biðja hann um að
blessa minn vilja, en að spyrja um
hans vilja með lífi mitt, að biðja
hann um, að hans vilji mætti ávallt
verði minn vilji í einu og öllu, i
smáu og stóru.-------
Það er oft erfitt að beygja sig
undir Guðs vilja, en það er án efa
það allra bezta. Við skiljum ekki
alltaf, þegar Guð agar okkur — en
við vitum, að Drottinn agar þann,
sem hann elskar.-------
Þegar ég lít til baka yfir þau ár,
sem ég hef verið í fylgd með Jesú,
þá hlýtur hjarta mitt að fyllast
undrun og þakklæti yfir, hve Guð
hefur verið mér þolinmóður og
gæzkuríkur. — Hve oft hef ég
ekki hrasað, hve oft hef ég ekki
óhlýðnazt að vitna um Drottin
minn og frelsara! — Hve oft hef
ég ekki reynzt ótrú — en Drott-
inn er samt trúr. Það er svo gott
að vita það, að Drottinn rekur
engan burt frá sér, sem til hans
leita.------
Það er niðurlagið á 3. versi í
24. Passíusálminum, sem mér þyk-
ir svo vænt um, sem veitir mér svo
oft styrk, þegar ég ætla að hníga:
athvarf mitt jafnan er til sanns
undir purpurakápu hans;
þar hyl ég misgjörð mína.
Þegar ég stend frammi fyrir
dómstóli Guðs, þá stendur Jesús
þar í minn stað frammi fyrir heil-
ögum og réttlátum Guði og segir:
„Ég hef hulið misgjörðir hennar
undir purpurakápu minni,“ Guð
horfir á mig í gegnum Jesú. —
„Réttlættir af trú höfum vér því
frið við Guð fyrir Drottin vorn
Jesúm Krist.“ Róm. 5,1.
Að endingu langar mig til þess
að beina einni spurningu til þín.
— Hvað ætlar þú að gjöra við
Jesúm, sem Kristur er kallaður? —
Ætlar þú að taka á móti honum í
trú eða ætlarðu að hafna honum?
Það er aðeins um tvennt að velja.
Kristín Pálsdóttir.