Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1970, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.01.1970, Blaðsíða 2
LUK. 1B, 35-36 „MISKENM ÞÚ MÉR!S6 Ákall til Drottins um miskunn hefur um aldrraðir verið einn af megintónum kristins trúarlífs. Það ákall steig upp úr djúpinu — dýpst neðan úr fylgsnum sálar, sem enginn þekkti eða gat kannað til fulls. — Það steig einnig upp úr djúpi neyðar og sárustu sekt- ar og átti því hljóm, sem snertir mannlegt hjarta á sérstakan hátt. De profundis — úr djúpinu — er einn af máttugustu söngvum mannlegs hjarta: „Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn,, Herra, heyr þú raust mína, lát eyru þín hlusta á grátbeiðni mína!“ Út frá þessum sálmi hafa verið sköpuð stórfelld listaverk í orðum og hljómlist. Þessi tónn ómar í upphafi hverrar föstu. Eitt af guðspjöllum sunnudags í föstuinn- gangi er frásagan um blinda manninn, sem sat við veginn og hrópaði hástöfum til Jesú: „Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér.“ Skiljanlegt hróp hjá honum eins og þjóðfé- lagshættir voru þá, þegar olnbogabörn þjóð- félagsins urðu að grípa til allra úrræða á eigin spýtur til að bjarga sér. Þessi átakanlegi söngur um miskunn, þetta nístandi ákall úr innstu fylgsnum hrelldrar mannssálar til Drottins síns og skapara, er það annars ekki horfið frá oss nútímamönn- um? Eru ekki menning vor, viðhorf og lífs- hættir orðin þannig, að ákall um miskunn Guðs geti ekki stigið upp úr straumi vorra tíma? Skiljanlegt er, að mannlegar tilfinn- ingar geti skynjað nístandi sársauka enn í dag. Það er auðvitað óumflýjanlegt og eðli- legt, að hjörtu geti sundurmarizt í áföllum og átökum lífsins. Þjáningin er óaðskiljan- leg frá lífinu. En ákall um miskunn Drott- ins, sem maðurinn finnur í brennandi kvöl eða hljóðri, djúpri auðmýkt, að hann þurfi á að halda — er það ekki fráleit hugsun fyrir nútíma mann? Óneitanlega virðist svo vera. Hvað veldur? Hvað hefur gerzt? Vér höfum snúið baki við þeim eilífa, heil- aga Guði miskunnsemdanna, sem spámenn- irnir og sonur Guðs, Jesús Kristur, boðuðu oss. — Vér höfum smækkað Guð niður í vora mynd — og stækkað sjálfa oss svo, að vér erum í vitund vorri nær því miðdepill tilverunnar. — Vér höfum stækkað kosti vora en smækkað afbrot vor og sekt svo að þar er ekkert vandamál lengur. Þess vegna brýzt ekki eins upp úr djúpi hjartans og áður hrópið: „Drottinn, miskunna þú mér!“ Þetta væri í sjálfu sér e. t. v. þakkarefni, ef staðreyndir um „hinztu rök tilverunnar“ eins og sumir orða það — hefðu eitthvað breytzt. Alvaran er samt sú, að svo er ekki. Einn er heilagur, eilífur Guð, sá, sem vér allir berum ábyrgð gagnvart varðandi líf vort hér á þessari jörð. Enn er vilji hans og lögmál það, sem kveður á um rétt og rangt. Enn er það vegur glötunarinnar að slíta líf sitt úr hendi hans en fara eigin vegu að geð- þótta vorum. Enn er syndin synd og sektin, sem hún bakar oss, staðreynd, sem rýfur samfélag vort við Guð. Líf einstaklinga og þjóða ber þess glögg- lega vitni, hvar maðurinn sker upp, er hann gengur eigin vegu og slítur líf sitt og örlög úr hendi Guðs. Hann lendir í djúpi hörm- unga og neyðar. Þaðan stíga andvörp um miskunn og hjálp óaflátanlega upp. Sárust verður neyð hjartans, sem sér til- gangsleysi lífsins gína við sér og er eitt með vanda sinn og sekt. Slíkt líf er í sjálfu sér hróp til hins almáttka um miskunn. Og það er gleði og auðlegð kristinna manna, að þeir vita, að Guð hefur séð eymd þeirra og vanda og er niðurstiginn til þess að frelsa þá. Þeir vita, að í Kristi Jesú er hann kominn með hjálp sína og miskunn. Hvar sem hann fer um, — og það gjörir hann í dag í orði sínu — getur þurfandi maður kallað: „Miskunna þú mér!“ Hver sem vandinn er, má maður- inn ákalla þennan Drottin, sem kom og tók á sig allan vanda vorn og neyð. Þess vegna fer þetta ávallt saman: ákallið um miskunn hans — fagnandi þakklætið yfir því, að í Jesú Kristi mætir Guð oss með miskunn sína þannig, að vér getum öðlazt hana. Guð gefi, að þetta kall búi í hjarta voru, þvi hann svarar því játandi og hjálpandi í Kristi. Það er staðreynd, sem þurfandi mað- ur getur reynt. UJABMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.