Bjarmi - 01.01.1970, Blaðsíða 3
Sjatni
KRISTILEGT BLAÐ
Kemur út einu sinni í mánuði, 16 siður
nema sumarmánuðina. Þá 8 síður.
Árgjald kr. 120,00. Gjalddagi 1. maí.
Afgreiðsla Amtmannsst. 2B, Reykjavik
Pósthólf 651. — Símar 17536 og 13437.
Ritstjórar: Bjarni Eyjólfsson
og Gunnar Sigurjónsson.
Prentað i Prentsmiðjunni Leiftur h.f.
Efni tn.
Miskunna þú mér ................. 2
1 örum vexti .................... 3
Bréf frá Helga Hróbjartssyni 4 og 15
Konsófréttir ................. 6,7
Vitnisburður Kínverjans ......... 8
Or erlendum blaðagreinum .. 10,11
Smáhenti Anderson (saga) ....... 12
Fréttir ........................ 14
Minningar frá starfsferli ...... 16
Framhaldssagan ................. 20
Lækningabæn .................... 22
Félagshús K.F.U.M. og K..........27
Xtvstu hlaiY tn. «.:
Utan úr heimi, saga, bænavers, bréf ijj
frá kristniboðum, páskahugleiðing, ;j|
föstuhugleiðing. Næsta blað kemur ii:
væntanlega út um miðjan marz-mán- jjj
uð og verður páskablað. jjj
Ó(fvvidtl áshriftagjöld
hafa um langt skeið ekki verið eins jjj
mörg hjá kaupendum Bjarma eins og jij
síðast liðið ár. Kvittanir þó nokkuð iii
margra kaupenda í Reykjavik fyrir iii
greiðslu ársins í fyrra bíða á af- jii
greiðslu blaðsins eftir þvi, að þær jii
verði greiddar. Eru það vinsamleg til- jjj
mæli, að kaupendur í borginni, og þá jjj
einkum í úthverfunum, athugi, hvort jjj
þeir eigi blaðið frá í fyrra ógreitt, og ij;
greiði það við fyrstu hentugleika.
Kristniboðsvika
t Itrijkjavíh.
Um margra ára skeið hefur kristni- ii;
boðsvika verið í Reykjavík í október- jjj
eða nóvembermánuði. Nú, þegar jjj
kristniboðsdagurinn hefur verið færð- jjj
ur tU, hefur verið ákveðið, að kristni- jii
boðsvikan skuli vera síðari hluta vetr- jjj
ar. Hefur verið áhugi á því, að hún jjj
yrði á einhvern hátt tengd pálma- jj;
sunnudegi, þar eð hann hefur um svo jjj
langt skeið verið helgaður kristniboði jjj
hér í borg. Samkvæmt því er í ráði, jjj
að kristniboðsvika verði hér i borg- jjj
inni dagana 15.—22. marz. Endar hún jjj
þá á pálmasunnudegi. Nánar verður jjj
um vikuna auglýst i blöðum, þegar jjj
þar að kemur.
í ÖRUM VEXTI
Kristniboðiö í Eþíópín er í örum vexti. Vér íslenzkir kristni-
boðsvinir verðum þess varir í sívaxandi þörf þess. Starfsliði
og stofnunum fjölgar, framfœrslukostnaður þar í landi hœkk-
ar, eins og annars staðar.
Því er ekki að neita, að stundum fer ekki hjá þvi, að Tcvíði
lœðist að, þegar hugsað er um vaxandi þörf. Á árinu sem
leið greiddi Samband íslenzkra kristniboðsfélaga nálœgt tveim
milljónum og eitthundrað og fimmtxu þúsund krónum í sam-
bandi við yfirfœrslur til starfsins í Konsó og Gidole. Það er
ótrúlegt, að slíkt skuli hafa tekizt, þegar þess er gœtt, hve
hagur margra þrengdist á s.l. ári og hve fámenn samtök is-
lenzkra kristniboðsvina eru. Auk þessarar upphœðar greiddu
þau tveim ferðastarfsmönnum laun og ferðakostnað. AfgreiSslu-
kostnaður varð og óumflýjanlega nokkur, þótt hverfandi lítiU
sé móts við það, sem eðlilegt telst í öllu félagsstarfi.
Enginn kristniboðsvina mun vera í vafa um, hvex't beri
að beina þakklœti fynr það, sem starfinu gafst á Uðnu ári.
Þeim getur ekki dulizt, að þar var Guð að verki. Hann heyrði
bænir. Hann vakti kœrleika í hjörtum, sem báru skerf sinn
fram með gleði og þakklœti til Drottins. Bumbur voru ekki
barðar. — Það eina, sem leitað var út fyrir starf kristniboðs-
félaganna, var fjársöfnvnin á kristniboðsdaginn, sem að þessu
sinni var 9. nóvember. Er Ijúft að þakka þcei' undirtektir, sem
sú máláleitun fékk og þær gjafir, sem bárust, en þœr eru orðn-
ar nokkuð á annað hundrað þúsund, þegar þetta er ritað.
Þegar lit.ib er á gjafastrauminn og aðstœður allar, fer ekki
hjá því að kunnugir scgi: „Þetta er gjört af Drottni og það
er undursamlegt t augum vorum.(< Fátt hefur auðgað íslenzka
kristniboðsvini eins og framlög þeit'ra til kristniboðsins. Sú
fjárfesting hefur fœrt þeim lifandi fögnuð og þakklœti t hjarta.
Það hafa verið óverðskúlduð foiréttindi að hafa fengið að
taka þátt í þessu.
Vér þökkum Guði sameiginlega fyrir þá blessun, sem hann
veitti íslenzka kristnibcðinu á árinu 1969. Vér þökkum einnig
undursamlega varðveiziu hans á starfsmönnum vorum í Eþí-
ópíu. Og vér, sem önnumst daglega afgreiðslu fyrir kristni-
boðið, þökkum samstarf og skerf yðar allra, sem þar hafið
verið að verki.
Og nú er nýtt starfsár — 1910. Enn fengum vér tilnweli
frá kristniboðunum um aukið framlag. Samkvœmt fjárhags-
áætlun þeiiTa fyrir þetta ár þarf starfið í Konsó og Gidole
um tvær milljónir og fjögurhundruð þúsund krónur. — Það
er „svimandi(( u-pphœð í vorum augum. Enn sem fyn' er eitt
megin wræði: „Fél Drottni vegu þina og treyst honum. Hann
mun vel fyrir sjá.(( Biðjum eins og ékkert stoði nema bæn
og störfum eins og ekkert stoði nema strit vort.
Verkefnið er ofviða oss, og samt mun það takast, ef vér
tökum til vor orð Jesú: „Vertu ékki hræddur, tríiðu aðeinsV
Leggjum höndina á plóginn og leggjum af stað í nýjan áfanga
í trausti til hans, sem segir: „Lítið á akrana.“ Þá mun vel
vegna einnig í ár, þótt verkefnið virðist oss oft ofvaxið. Drottni
er ekkert ómáttugt.
II J a n M I 3