Bjarmi - 01.01.1970, Síða 4
,,Ég kom til þess að gerast kristinn“
Awasa, 10. sept. 1969.
Kæru vinir.
Það er orðið langt síðan ég
skrifaði síðast. Samt vona ég,
að þið hafið haft einhverjar
spurnir af okkur þennan tíma,
sem liðinn er.
Þau skiptin, sem ég hef áður
skrifað, skrifaði ég frá Irgalem.
Nú hefur kristniboðið flutt
okkur suður á bóginn á stað,
sem heitir Waddera. — Fyrir
4 árum kom hingað fyrst
kristniboði, sem hóf starfið og
byggði kristniboðsstöðina. Hef-
ur lítill söfnuður einnig verið
stofnaður.
Waddera-hérað er gróður-
sælt, sérstaklega fyrir norðan
stöðina, en þar eru víðáttu-
miklir skógar, sem teygja sig
tugi kílómetra yfir hæðir og
dali. — Eina dagleið fyrir aust-
an stöðina rennur „Fljótið
mikla“ (,,Ganale“ á Gallamáli).
Fljót sem rennur alla leið til
Indlandshafsins. 1 vestri renna
fleiri fljót og ár. Þekktast þeirra
er ,,Dawa“.
1 þessu héraði býr þjóðflokk-
ur, sem heitir Gudji, harðgert
fólk, sem lifir ennþá að mestu
í skógunum. — Margt bendir til
þess, að Gudji-menn hafi sinn
vitjunartíma núna. Fólk kemur
langar leiðir til þess að, gefa
það til kynna, að það vilji trúa
á Guð og snúa sér frá heiðn-
Helgi Hróbjartsson,
lcristniboði, sem starfar
hjci Norslca lútherska
kristniboðssambandinu,
hefur ritað kristniboðs-
vinum á Suðurnesjum tvö
bréf, þar sem hann segir
frá starfi sínu í Eþíópíu.
Bjarmi fékk bréfin lánuð,
til þess að fleiri vinum
Helga gœfist kostur á að
lesa þau. Birtist annað
bréfið hér i opnunni, en
hitt á bls. 15.
inni. — Það líður varla sá
sunnudagur, að ekki komi ein-
hver í þessum erindagjörðum.
Það var einn sunnudag, að
við áttum eftirminnilega guðs-
þjónustu. Texti dagsins var um
Pétur postula, þar sem Jesús
sagði við hann: „Legg þú á
djúpið“. 1 lok samkomunnar
stóð upp gömul kona, sem skalf
svo mikið, að það var eins og
hún gæti ekki staðið. — Hún
vildi gerast kristin. Gamla
konan kastaði í gólfið hálm-
festi, sem áður hafði verið helg-
uð djöfladýrkuninni. — Ég gat
ekki tára bundizt að sjá þessa
gömlu konu. — Með þessu
braut hún allar gamlar venjur
— venjur, sem höfðu gengið í
arf frá kynslóð til kynslóðar.
— Hún hafði komið gangandi
4—5 tíma til þess að hlusta.
Hvað var það, sem rak hana af
stað í þessa erfiðu gönguferð?
— Ég held helzt, að það hafi
verið neyð hennar, neyð sem
enginn getur bætt úr nema
Jesús.------Síðan þetta gerð-
ist, hefur þessi gamla kona
komið á hverja guðsþjónustu.
Dag einn fór ég í eins konar
könnunarferð út í hérað ásamt
þrem eþíópskum samstarfs-
mönnum. Þá komum við inn í
strákofa. Þar sat gamall, blind-
ur maður með bláa hálsfesti og
marga hringi á handleggjunum.
Gamli maðurinn tók vel á móti
okkur og sagði, að það væri
í raun og veru lítið, sem hann
gæti borið á borð fyrir útlend-
ing. Við sögðum honum, að við
kæmum frá kristniboðsstöðinni
og að okkar erindi væri fyrst
og fremst að segja honum frá
Guði. Hann kallaði þá á fjöl-
skyldu sína til þess að hlusta á
það, sem útlendingurinn hafði
að segja. — Eftir að við höfð-
um haft hugleiðingu og sungið
einn söng, sagði ég við gamla
manninn, að hann ætti að
reyna að koma á sunnudags-
guðsþjónusturnar okkar, því þar
myndi hann fá tækifæri til
þess að heyra meira um Guð.
4 B JARMI