Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1970, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.01.1970, Qupperneq 10
Ekki fleiri kirkjur Um það hefur verið ritað í fullri alvöru í erlendum blöð- um, að engar nýjar kirkjur þurfi eða eigi að byggja í Bandaríkjunum á næsta tíu ára tímabili. Vöxturinn mikli, sem gætt hefur undanfarin ár, hefur stöðvazt og samdráttur orðið í lífi kirkna. Það eigi sinn þátt í því, að ekki verði þörf nýrra kirkjubygginga. Þá séu og ótal önnur verkefni, sem kalli að. Nota beri fjármagnið til annars en bygginga, sem hæpin not verði að. I--------------------------------------------------------- Að ofan og neðra Turn dómkirkjunnar var liár. Dag einn uppgötvuðu menn á jörðu niðri, að galli var kominn fram hátt uppi í turninum. Nokkrum hjálkum var stungið út um gat og maður sendur upp til þess að gera við það, sem bilað var. Þetta var aðeins lítilræði, og samt var hann margar klukku- stundir við verkið. Seint og síðar meir kom hann niður og mælti: „Þegar ég sá þetta ofan frá, var skaðinn miklu meiri en vér héldum hér neðra.“ Þetta getur einnig átt við hjá einstaklingnum: Það er mikill munur á, hvort á oss er lilið liéðan neðan frá, í ljósi hins almenna borgara, eða að ofan, í ljósi Guðs. Þá myndum vér fljótlega uppgötva, að það er miklu fleira, sem þarfnast ,,viðgerðar“, en vér ætluðum. Hættið því að miða fullkomleika yðar við samborgara yðar. Málin liorfa öðru vísi við, þegar litið er á yður ofan frá. C. Skovgaard-Petersen. _________________ J Söfnuður fyrst Þetta leiðir hugann að að- ferð þeirri, sem þýzka kirkjan notar í nýju hverfunum í þýzku borgunum. Þar er kirkjusmíði látin bíða, en presturinn flytur inn í hverfið, heimsækir fjöl- skyldur og kynnir sér, hverjir vilji raunverulega sinna kirkj- unni og hafi þörf fyrir hana. Síðan er kjami myndaður, og guðsþjónustur haldnar á heim- ilum svo og samverustundir með biblíulestrum og bæn. Þá er reynt að stofna til verka- skiptingar í þessum litla hópi, sem á að verða það súrdeig, sem söfnuður vaxi eðlilega af í nýja hverfinu. Glundroði Aðalritstjóri tímaritsins „Christianity Today“ ritaði síðastliðið sumar grein, sem vakti athygli og mikið umtal. Meginefni hennar var það, hve mikils glundroða og óróa gætir víða í kristinni kirkju. Þeir sem vera eiga andlegir leiðtogar séu oft villtari og úrræðalausari en þeir, sem á að veita leiðsögn. Milljónir hafa ekki hugmynd um, hvað sé rétt og álykti því, að enginn viti það. Þess vegna sé enginn grundvöllur fyrir krist- inni trú og boðun. Ein megin- spurning margra nútimamanna er: Getur Guð gripið inn í líf einstaklinga og breytt því? Er afturhvarf kristins manns raunveruleiki? Vonlaus heimur, sem margir telja deyjandi, vill gjarna fá svar með þessari spurningu. Kirkjan vill samt allt of oft helzt ekki vita af þessari spurningu, segir í grein- inni. Sé svarið neikvætt, hvaða fagnaðarerindi er það þá, sem boða skal vonlitlum mönnum, sem skortir nýjan kraft? Endurfæðing Margir prestar vita það ekki. Margir kunnir klerkar hafa sagt: Hugtakið endurfæðing er mér gersamlega óskiljanlegt. ÚR ERLENDUM BLAÐAGREINUM ÍO IIJAHMI

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.