Bjarmi - 01.01.1970, Síða 12
Hann var alltaf kallaður Lilli,
og enginn var í efa um, við
hvern væri átt. Að minnsta kosti
enginn í þeim vinnuflokki, þar
sem Anderson hafði hlotið þetta
nýja nafn. Engum datt það í
hug, að raunverulega héti hann
Olaf Anderson. Þeir hugsuðu
heldur ekki mikið um það, að
hann féll eiginlega ekki alls kost-
ar inn í félagahópinn eins og
hinir. Þeir litu á hann sem ein-
hvern sérvitring, svona dálítið
einkennilegan mann, án fót-
festu í hinum kalda heimi veru-
leikans.
Það var raunverulega ekki
takmörkuð hæð Ölafs Ander-
sons, sem hafði veitt honum
þetta óhjákvæmilega viðurnefni.
Það voru hendurnar á honum.
Jafn litlar hendur og hendur
Andersons voru venjulega ekki
á karlmannshandleggjum.
Litlar, mjúklegar kvenhendur
voru sumar hverjar stærri en
hendur Andersons aðstoðareim-
reiðarstjóra, og auðvitað tóku
karlmenn eftir þessum sérkenn-
um, því að þeir voru vanir hand-
tökum, þar sem beita þurft
kröftum við hemlun og að vera
sífellt með smurolíukönnurnar.
Þegar Olaf Anderson, rúmlega
tvítugur piltur, kom inn í bið-
stofu járnbrautarstarfsmann-
anna á járnbrautarstöðinni og
lét nestisboxið sitt á borðið,
horfðu margra augu á þessar
litlu hendur, sem voru alveg ein-
stæðar.
Þeir sögðu ekkert. Ekki fyrsta
daginn.
En annan daginn.
Þá byrjuðu spurningarnar.
Þeir vildu fá að vita, hvernig
Anderson héldi höndum sínum
svona hvítum og hreinum, og
hvers vegna þær væru svona
litlar og grannar eins og á ung-
mey.
„Ertu alltaf með hanzka, þeg-
ar þú gerir eitthvað?" sagði
einn.
Olaf Anderson brosti, en hann
roðnaði dálítið í framan.
„Stundum hef ég það,“ sagði
hann, „en ekki alltaf.“
„Þær eru eitthvað svo fínleg-
ar og hvítar að sjá,“ sagði Per-
son eimreiðarstjóri og leit á
hendur sínar, sem voru kafloðn-
ar og brúnleitar. „Ekki get ég
fengið svona hendur. Það er ekki
hægt, þegar maður á að sjá um
eimlest. Þá er ekki hægt að gæta
handanna svona vandlega, ef
maður á að afkasta einhverju.“
Anderson handsmái vissi
mjög vel, að hendur hans hæfðu
ekki alls kostar venjulegum eim-
reiðarstarfsmönnum. Það hafði
hann fengið að heyra frá upp-
hafi, þegar hann byrjaði starf
sitt sem aðstoðareimreiðar-
stjóri.
Olaf Anderson þurfti eins og
oft áður að segja dálítið um
hendur sínar, og til hvers hann
notaði þær, þegar hann væri
ekki að stjórna lest.
„Því er sem sé þannig farið,
að ég leik á fiðlu,“ sagði hann
og bros hans var eins og endur-
skin litlu, hvítu handanna. „Það
er ekki gott, ef maður fær stirða
og olíuborna fingur. Það bitnar
á leiknum. Þess vegna reyni ég
að hirða þær eins vel og ég frek-
ast get ...“ Nokkrir kinkuðu
kolli og virtust skilja, hvað um
væri að ræða, en einn starfsfé-
laganna hélt áfram að spyrja.
„1 hvaða danshljómsveit ert
þú?“
Því var nú þannig farið með
Anderson, að hann vann ekki í
hljómsveit. Hann lék á hljóð-
færi. Og hann lék meira að segja
ekki í danshljómsveitum. Hann
lék í orkestri.
„Ég leik í orkestri fríkirkj-
unnar,“ sagði hann og brosti
enn sínu bjarta brosi. — „Ég er
fyrsta fiðla . . .“
Olaf Andersson hafði alltaf
keppt að því að komast í sæti
fyrstu fiðlunnar, enda þótt hann
hafi í fyrstu látið sér nægja ann-
arrar fiðlu sess. Þegar hann náði
í fyrstu fiðlu, varð hann gagn-
tekinn svo mikilli hamingju, að
hann hafði aldrei rennt grun í
neitt slíkt.
Hinir kinkuðu nú ekki lengur
kolli. Nú hristu þeir höfuðin.
Þeir skildu, hvers konar
hljómlistarmaður hann var.
Þegar nokkur tími var liðinn,
vissu þeir nær því allt um And-
erson með litlu hendurnar. Þeir
vissu, að hann var í fríkirkj-
unni, að hann lék fyrstu fiðlu i
fiðlusveitinni, og hann var í hópi
þeirra, sem oft spenntu greipar
til bænar.
Nokkrum mánuðum seinna
vissu þeir einnig, að Anderson
var ekkert hrifinn af því, að
vera gerður eimreiðarstjóri á
litlu lestinni, þar sem eingöngu
var fluttur varningur og helzt
kol. Hann kunni yfirleitt ekki
við sig þar, sem menn urðu sót-
ugir og mjög óhreinir.
Anderson var mjög varkár og
hlédrægur eins og hendur hans
voru litlar og lítið áberandi.
SMAHENTI
ANDERSON
12 BJAUMI