Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1970, Qupperneq 15

Bjarmi - 01.01.1970, Qupperneq 15
meS sundurbrenndar hendum- ar, gladdist yfir blómunum, sem hrúguðust umhverfis rúmið hans í handlækningadeildinni. Frá æðsta yfirmanni, frá félög- unum við jámbrautarstöðina, frá þekktum og óþekktum aðil- um streymdu blómin til hans. Hann hafði ekki gleymzt. Aldrei hafði verið munað eins eftir honum. . . . En þegar Person eimreiðar- stjóri kom inn að sjúkrarúminu hans og bar honum kveðju frá átta öðrum eimreiðarstjórum og sagði, að þeir hefðu ákveðið að gefa heilbrigða húð á sár hans og hendur, þá grét Olaf Ander- son. Ekki upphátt, nei, hann hafði aldrei verið hávaðamaður. Hann grét eins hljóðlega og milt eins og ætla mætti, að hann vildi að hljómurinn væri í fiðl- unni hans. Það leið langur tími, þar til Anderson kom aftur á vinnu- staðinn. Þá kom hann ekki til þess að klifra upp í eimlest og stjórna henni. Nei, hann varð að hætta við eimreiðarstjóra- starfið eftir slysið. Nú var hann látinn inn á skrifstofuna. Hann kom samt við og við til þessa að heilsa félögum sínum. Og þeim þótti vænt um að sjá hann þar. „Hvernig gengur með hend- urnar á þér?“ spurði Person oft. „Heldur þú, að það verði hægt að spila með þeim bráðum?“ „Ef til vill,“ sagði Olaf Ander- son og andvarpaði, „en aldrei eins og áður. Ég er kominn yfir það núna, en ef þið hefðuð ekki hjálpað mér um nýju, heilbrigðu húðina, hefði ég aldrei árætt að dreyma um að geta snert fiðl- una mína, hvað þá annað.“ Hann var að vísu kallaður Lilli eins og áður, en nú var það nafn vafið hetjuljóma. Menn töl- uðu ekki mikið um litlu hend- urnar á honum í því sambandi. Flestir þeirra áttu eitthvað í þeim höndum eftir þetta slys. Þeir höfðu tekið þátt í því að lækna þær. (Þýtt úr sænsku). Særðum hjúkrað Awasa 13. sept. ’69. Kæru vinir í Keflavík. Það hefur dregizt, að ég kæmi því í verk að senda ykk- ur lítið fréttabréf. — Hef ég því reynt núna í sumarfríinu að hnoða saman einu bréfi. — Ég reyni í því bréfi að gefa ör- litla hugmynd um, hvernig starf- ið er í Waddera. — Ég vil einn- ig nota tækifærið til þess að þakka fyrir allar kveðjur, sem ég hef fengið frá ykkur á þessu ári. — Það hefur vermt hjart- að að fá kveðjur frá ykkur. — Mætti Guð launa ykkur allan hlýhug, sem þið hafið auðsýnt okkur, einnig fyrir allar bænir. — Það er það dýrmætasta, sem við getum átt heima, fyrirbæn- in. — Á þann hátt eruð þið með okkur í starfinu. — Mig langar til þess að nefna eitt atvik, til þess að undirstrika það. — Þetta gerðist í vor. Kom seint heim eitt laugardagskvöld frá Addis Abeba. (Hafði gert inn- kaup fyrir Waddera). — Ég uppgötvaði fljótlega, að húsið var lokað. — Bankaði, en það kom fyrir ekki, enginn svaraði. — Kallaði ég því á varðmann- inn. — Hann benti á sjúkra- skýlið. „Hún fór þangað." 1 sjúkraskýlinu fann ég bæði Unni og Rögnu (sem er hjúkr- unarkona þar), þar sem þær stóðu yfir manni einum, sem lá á skurðarborðinu. Fyrir utan stofuna voru nokkrir vopnaðir lögreglumenn. „Hvað hefur gerzt?“ spurði ég. „Jú, þeir höfðu komið með lögregluþjón, sem hafði verið margstunginn með spjóti. — Við erum hrædd um, að hann iifi þetta ekki af, — hann hef- ur þegar misst mikið blóð,“ — sögðu þær. Við vorum fljótt ásátt um, að ég skyldi reyna að keyra hann til Neghelli (þar er sjúkrahús og læknir). — Það var um líf eða dauða að tefla. — Tveir menn og einn lögreglu- maður þrengdu sér inn í bílinn til þess að fara með. Ragna fór einnig með. — Síðan keyrðum við af stað. Ég ók eins hratt og ég þorði. Við komum til Neg- helli laust fyrir miðnætti og vöktum upp bæði lækninn og starfslið. Þau hófust þegar handa til þess að hjálpa þessum manni. Þeir þrír, sem höfðu þrengt sér inn í bílinn, höfðu allir réttan blóðflokk og gáfu blóð. — Bæði læknirinn og hjúkrunarliðið erfiðaði alla nóttina til þess að bjarga þessum manni. Ég fór að hugsa um þá erf- iðleika, sem lögreglan í Wadd- era hafði valdið okkur aðeins þrem vikum áður. — Og svo gerðist þetta. — Ég bað svo innilega Guð þessa nótt um að bjarga þessum lögregluþjóni. Þegar við komum til Wadd- era, kallaði bæjarstjórinn á okkur og lét í ljósi þakklæti sitt fyrir hjálpina. Aðeins tveim vikum seinna var þessi lögregluþjónn orðinn rólfær, og í dag er hann kom- inn aftur til Waddera. Þegar ég hugsa til baka til þessa atviks, finn ég, að við get- um aðeins þakkað Guði. — Hvers vegna höfðu þeir þrír, sem voru með, réttan blóð- flokk? — Hvers vegna gekk allt svo vel? — Við vitum ekki svarið, en við getum bara þakk- að Guði. Svo kveð ég ykkur. — Mætti Guð rikulega blessa ykkur öll. Ykkar einlæg, Helgi og Unni. B JARMI 15

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.