Bjarmi - 01.01.1970, Síða 22
Hann varð ekki karlægur. Enn var hann at-
hafnasamur. Enn var hann í fyrirtæki sínu. Enn
sótti hann mikilvæga fundi í félaginu.
En starfsdagurinn var brátt á enda.
Þegar leið að hausti, fékk hann ekki að búa
lengur í Lundúnum. Læknarnir mæltu svo fyrir,
að hann skyldi fara til lítils baðstaðar á suður-
strönd Englands, Torquay.
1 síðasta sinn gekk hann um hið mikla fyrir-
tæki sitt. Hann leit nákvæmlega eftir öllu. Rétt
áður en komið var að brottför, hitti hann gaml-
an viðskiptavin utan úr sveit. Hann tók í hönd
hans, þrýsti hana lengi og sagði hægt:
— Verum trúir allt til enda!
Sir Georg var ekki lengi í Torquay. Heilsu
hans fór að hraka, strax og hann kom þangað.
Og 6. nóvember 1905 andaðist hann.
Hann var eitt af mikilmennum Englands. Síð-
asti virðingarvotturinn var honum sýndur, þegar
hann fékk legstað í grafhvelfingu Pálskirkjunn-
ar. Hann hvílir rétt hjá tveimur þjóðhetjum Eng-
lands, Nelson og Wellington.
Sir Georg Williams var maður mikilla hug-
sjóna. En draumóramaður var hann ekki. Allri
ævi sinni varði hann til þess að ná þeim mark-
miðum, sem Guð hafði sett honum.
Orð, sem hann lét sjálfur falla, gætu vel verið
einkunnarorð ævi hans:
„Ekki ber að keppa að því að gera sem allra
minnst, heldur sem allra mest — öðrum til
heilla!“
SÖGULOK.
Lækningabæn
Bjarni M. Brekkmann hefur
beðið blaðið að geta þess, að
Ijóðabók hans sé komin út.
Fæst hún hjá höfundi, sem býr
á Laugavegi 24B í Reykjavík.
Jafnframt sendi hann blað-
inu eftirfarandi bæn um lækn-
ingu, en bænin er tengd guð-
spjallinu um lama manninn,
sem Jesús læknaði, og sagt er
frá í upphafi 2. kafla Markúsar-
guðspjalls.
LÆKNINGABÆN
Guð minn, ég trúi á þig,
vegna þess að þú ert sann-
leikurinn sjálfur. Ég treysti
þér, af því að þú ert svo góður
og trúfastur í fyrirheitum þín-
um. Og ég elska þig af öllu
mínu hjarta, vegna þess að þú
ert óendanlega elskuverður. Ég
þakka þér af öllu hjarta fyrir
allar þínar velgjörðir, sem þú
hefur auðsýnt mér. Sérstaklega
fyrir það, að þú hefur vemdað
mig í nótt og í dag. Varðveit
mig frá hvers konar hættum.
Ég bið þig auðmjúklega um
fyrirgefningu allra minna
synda, sem ég hefi andstyggð
á, eingöngu af kærleika til þín,
af því að þér mislíka þær. Að
síðustu fórna ég þér í dag öll-
um mínum hugsunum, orðum
og verkum. Allt það er ég verð
að þola, vil ég bera með þolin-
mæði og með undirgefni undir
þinn heilaga vilja. Veit mér,
Guð, þína blessun. Tak mig
undir vernd þína og varðveizlu
og gef mér þá náð að lifa þenn-
an og alla aðra daga ævi minn-
ar, án þess að móðga þig.
Guð minn góður, í þínar
hendur fel ég sálu mína. Þú
hefur endurleyst hana með þínu
dýrmæta blóði. Ég bið þig:
frelsa þú hana.
„ Af kærleika til þín, Jesús
Kristur, iðrast ég minna synda.
Vertu mér náðugur, vertu mér
miskunnsamur. Fyrirgefðu
mér allar minar syndir. Minnstu
alls þess, ljúfasti Jesús, er þú
hefur gjört til þess að frelsa
sálir vorar og láttu þær ekki
tortímast. Minnstu þíns óendan-
lega eilífa kærleika til þeirra
og hrind ekki frá þér þeim sál-
um, sem koma til þín, stynj-
andi undir byrði eymdar sinn-
ar og niðurbeygðar af svo mik-
illi þjáningu. Virztu að hrær-
ast til meðaumkunar með oss
og minnst veikleika vors og
þeirrar hættu, sem umkringir
oss á allar hliðar.
1 trausti og kærleika höllum
vér oss að hjarta þínu, sem ert
hinn ástríkasti faðir, hinn blíð-
asti og bezti vinur.
Drottinn Jesús, leyf oss að
finna áhrifin af meðaumkun
þinni og kærleika. Vertu styrk-
ur vor og árnaðarmaður hjá
þínum himneska föður og veittu
oss fyrir sakir verðleika þinna
og þín dýrmæta blóðs styrk í
veikleika vorum, huggun í
hörmung vorri og náð til þess
að elska þig hér í tímanum og
öðlast þig í eilífðinni.
Líknsami frelsari, eins og
forðum hefur þú ennþá hinn
sama mátt til þess að lækna
sem þú hafðir meðan þú dvald-
ir hér á jörð, er þú læknaðir
alla þjáða og sjúka, sem trúðu
á þig. 1 þessari trú hrópa ég
einnig til þín: Jesús, Daviðs
sonur, miskunna þú mér! Ef
þú aðeins vilt, megna ég að rísa
á fætur og ganga. Bænheyrðu
mig eftir þinni óendanlegu
miskunnsemi og gefðu mér
heilsu mína aftur.
IHUGUN.
Jesús Kristur hefur verið um-
ræðuefni prédikaranna. Hann
hefur beðið þess, að vér tækj-
um við honum sem elskulegum
vini. Jesús Kristur er vinur,
sem vér ættum að elska, heiðra
og hlýðnast. Hann fegrar lífið,
veitir gleði, frið og kraft. Kom
því til Jesú Krists. Leita ekki
hjálpræðisins með öðru móti.
Hann sagði: „Ég er dyrnar. Ef
einhver gengur inn um mig, sá
mun hólpinn verða.“ Talaðu oft
við hann í bæn. Treystu honum.
Horfðu upp til Jesú. Nálægð
hans skírir andlega sjón þína,
þegar sorgarskýin gera veg
þinn dimman. Já, treystu Jesú.
Sól kærleika hans eyðir skýj-
unum.
Bjarni M. Brekhmann.
22 UJARMI