Bjarmi - 01.01.1970, Page 24
Fyrir fjórum árum birtust í
Bjarma frásagnir og myndir af
sumarbúðum K.F.U.M. og K. og
skildra starfsgreina. Þá var og
birt mynd af húsi félaganna í
Reykjavík, þar sem aðalstöðvar
þeirra eru við Amtmannsstíg 2B.
Nú er ætlunin að halda þeim
fróðleik áfram fyrir þá, sem
utanbæjar eru og þekkja ekki til
starfsemi félaganna.
Næstu hús, sem félögin reistu
sér hér í borginni, var félags-
heimili þeirra við Kirkjuteig 33,
sem mynd birtist af með þess-
ari grein. Friðrik Ölafsson,
kennari, hafði byrjað starf fyr-
ir drengi í smáhýsi á jarðrækt-
arsvæði K.F.U.M. við Reykjavík,
sem nú er komið undir bílastæði
íþróttaleikvangsins í Laugardal.
Friðrik andaðist á öðru ári
starfsins, og tók þá bróðir hans,
Bjarni Ölafsson, handavinnu-
kennari, við störfum þar, sem
þá var orðið að „Yngri deild-
inni“ í Laugarnesi. Smáhýsið
varð fljótlega of lítið. Var þá
farið að hugsa til að reisa fé-
lagshús þarna innfrá. Mörg ár
tók að fá byggingarleyfi og fjár-
festingarleyfi, en þetta var á
þeim árum, sem fjárhagsráð
réð öflu varðandi byggingar-
framkvæmdir. Húsið var tekið
í notkun árið 1952 og hafa fé-
lögin til afnota tvo sali í kjall-
ara hússins, svo og eldhús. 1
stærri salnum eru fjölmennari
fundir haldnir, aðallega yngri
deilda fundirnir, en í smásal
eru unglingadeildafundir oft
hafðir.
Félögin starfrækja þarna
barna- og unglingadeildir og
hefur sókn oft verið mjög mik-
il. Einkum er yngri deild K.F.
U.K. blómleg þarna, því tví-
skipta verður fundum deildar-
innar á mánudögum, þar eð
Kirkjutcigur 33 í Reykjavík.
FÉLAGS-
HÚS
K.F.U.M. & K.F.U.K.
húsrými er ekki nægilegt. Yngri
deild K.F.U.M. hefur sína fundi
á sunnudagsmorgnum.
Auk þessara vikulegu funda
deildanna hafa einstakar sveit-
ir þeirra fundi, eftir því sem
sveitastjórum virðist þörf og
þeir mega við koma.
Unglingadeild K.F.U.K. varð
tvítug 2. des. s.l., en unglinga-
deild K.F.U.M. er árinu eldri.
K.F.U.K. hefur sína fundi á
miðvikudagskvöldum, en ung-
lingadeild K.F.U.M. á föstudags-
kvöldum. Auk þessara funda
eru oft tómstundir í húsi félag-
anna. Þar er aðstaða til fram-
köllunar og kopíeringar á
myndum fyrir þá, sem áhuga
hafa. Þá hefur og oft verið haft
föndur, t. d. módelsmíði, svo og
margs konar leikir, svo sem
tennis, bobb og fleira, sem venja
er að hafa á slíkum stöðum.
24 BJAItMI