Bjarmi - 01.03.1976, Side 3
Hlustaðu -
°g
sál þín
lifir
Fastan stendur nú yfir.
Að vissu leyti er fastan erfiður
tími. Ýmist finnst oss vér vera
grunnfærir, er vér hugleiðum píslir
Jesú, eða þær verða oss svo alvar-
legar, að það íþygnir oss.
Vér þörfnumst því leiðbeiningar.
Hún ætti að veitast oss í hverri
predikun, sem vér heyrum, bæði
sunnudaga og aðra daga, sem orð
Guðs kann að vera boðað. Predik-
unin á að benda á hann, sem vill
sjálfur vera leiðbeinandi vor um
föstutímann, hinn lifandi Kristur,
hinn sigursæli Drottinn vor.
Sjáið til, vill hinn lifandi Drott-
inn segja við oss, hversu mikils ég
met þig: Svo dýrt met ég þig, svo
dýru verði ertu keyptur, ekki með
gulli eða silfri, heldur með beiskri
þjáning minni og dauða, með dýr-
mætu blóði mínu. Svo mikils met
ég þig nú, svo dýrmætur ertu. Fyr-
ir því máttu ekki lítilsvirða þig og
halda, að himinninn fyrirlíti þig.
Þú getur ekki hugsað of hátt um
þig, þú, mannsbarn. Þér er ætlað
að verða erfingi Guðs.
Sjáðu, hversu mér er umhugað
um að finna þig og vinna þig. Svo
langa leið fór ég, svo djúpt steig ég
niður til þess að komast þangað,
sem þú varst: Úr dýrðinni í fjár-
hús og jötu, til ofsókna og kross
og grafar. Svo langt og djúpt fór
ég til að finna þig þar, sem þú ert.
Og nú er ég kominn að takmark-
inu, við dyr hjarta þins. Þú vilt
eiga mig að frelsara, er það ekki?
Ég vil vera þinn.
Sjáðu, hversu sakfelldur þú ert
og dæmdur og glataður. Já, ég tók
að mér þín mál, gerði ákærendum
þínum skil: Mönnum, sem höfðu
sök að sækja gegn þér vegna svika
og óheiðarleika. Já, ég skildi þá.
Ég vissi, að vanþóknun þeirra á þér
var réttmæt. Allur himinninn var
sammála þeim, Guð var sammála
þeim, fullur hryggðar og reiði
vegna þess, sem þú hafðir gert.
Og þó hugsaði Guð til þin, og ég
hugsaði líka til þín, og allur him-
inninn var vitni að því, er ég tók
syndir þínar inn í mína samvizku
og iðraðist og sneri aftur þín
vegna. Ég gerði það, þegar menn
kvöldu mig, og faðir minn var sam-
þykkur mér um, að þannig varð
það að gerast.
Skilur þú, að synd þín er alvar-
leg? Skilur þú, að ég hef gert upp
fyrir hana? Skilur þú, að ég hef
lokið öllu af hennar vegna, að ég
gleðst af því, að ég gerði það, að
ég er fullur fagnaðar af því að
geta tjáð þér, að nú mátt þú líka
gleyma henni? Þú þarft ekki að
hryggjast framar vegna sjálfs þín
og ekki vegna mín, því að ég lifi og
á fyrirgefning og frið handa þér —
og þú skalt hljóta fyrirgefning og
frið, líf og sáluhjálp hjá mér,
frjálst og ókeypis. Þetta segi ég þér
og vil innræta þér. Hlustaðu, og sál
þín lifir.
Þannig vill sigurvegarinn á
krossinum, hinn lifandi Drottinn
páskadags, leiða þig inn í heilaga
þjáningasögu sína nú á föstunni.
Verði hún þér til gagns. Til heilla
og hjálpræðis.
Ole Modalsli.
3