Bjarmi - 01.03.1976, Page 5
Gildi styrkrar kirkju
Bréf frá séra Berisha Húnde, presti í Konsó
hægt að framkvæma þetta, vegna
þess hve mikill skortur er á hjúkr-
unarkonum á starfssvæði suður-
sýnódunnar.
í júní lauk fyrsta eins árs nám-
skeiðinu á biblíuskólanum. Allir
14 nemendurnir luku námskeiðinu.
Seinni hluta ársins hafa kennar-
amir á biblíuskólanum, Berisha
Húnde og Jónas, kennt á biblíu-
námskeiðum úti í héruðunum ásamt
prestunum.
í haust tók Adane Asfaw við
stjórn barnaskólans. Þar eru 249
nemendur.
Uppskerubrestur varð aftur í
Konsó í janúar 1975. Matarforði
fólksins entist því ekki lengur en
fram í marzmánuð. Við vorum beð-
in um að standa fyrir matardreif-
ingu. Á tímabilinu marz—júlí
dreifðum við 2500 tonnum af mat
til um 90.000 manns.
Að lokum viljum við kristniboð-
amir í Konsó þakka þér, trúfasti
kristniboðsvinur, fyrir fyrirbænir
og gjafir til starfsins. Við höfum
fundið, að þú ert með í starfinu
hér.
Fyrir hönd kristniboðanna í
Konsó.
Skilli Svavarsson.
Tölur frá Konsó
1975:
5300 kristnir menn í
söfnuðunum
961 nýr safnaðármaður á
árinu
60 skipulagðir söfnuðir
93 predikunarstaðir
1 barnaskóli með 249
nemendum
68 lesskólar með 3277
nemendum
4.501.51 eþíópska dali hefur söfn-
uðurinn gefið til starfsins
39.921 sjúklingur hlaut meðferð
á sjúkraskýli
623 legusjúklingar
111 minni háttar uppskurðir
3 meiri háttar uppskurðir
62 fæðingar
Konsó, 12. janúar 1976.
Kæru kristniboðsvinir.
Ég þakka innilega fyrir gott bréf
(frá kristniboðsvini í Reykjavík).
Það gladdi okkur hjónin mjög, svo
og samverkamenn mína. Við lofum
Drottin fyrir gæzku hans og mildi.
Mér þykir miður, að bréfaskipti
okkar í milli hafa fallið niður um
langt skeið. Það táknar þó ekki,
að við höfum misst móðinn og að
við tileinkum okkur ekki framar
huggun Guðs í einstæðum hjálp-
ræðisboðskap hans til handa gjör-
völlu mannkyni. Fagnaðarerindið
um Jesúm Krist er einstætt og skal
flutt sérhverri kynslóð, þjóð og
kynkvísl. Það er aldrei háð stjórn-
málum og landamærum. Við þökk-
um Guði, að við höfum frelsi og
fulla heimild til að útbreiða og
veita hjálpræðið frá Guði. Því er
ekki að leyna, að sumir starfsmenn
lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu átta
sig ekki á því, að kirkjan er sérstæð
og óháð öllum ytri aðstæðum. Þess
vegna1 vinna þeir ekki sem skyldi
að því að efla hin raunverulegu
málefni kirkjunnar. Þetta er alvar-
legt mál. Ég er þakklátur Guði
fyrir það, að samstarfsmenn mínir
í Konsó, prestarnir, hafa skilið
þessi mál betur en margir aðrir og
séð hið mikla gildi styrkrar kirkju
á þessum tímum. Við leggjum nú
allt kapp á að fræða og efla safn-
aðarfólk, í von um, að það vaxi að
kristilegum þroska. Þetta er að vísu
mikið og erfitt starf, og það tekur
nokkur ár að ná markinu.
Hjarta okkar er fullt af þakklæti
til bræðra okkar, kristniboðanna,
sem eru hér að verki að tilstuðlan
Sambands íslenzkra kristniboðsfé-
laga. Við þökkum gott samstarf og
innilega guðrækni þeirra. Kirkjan
í Konsó er þeim hjartfólgin, og þeir
Kaupendur Bjarma,
látið afgreiðsluna vita
um bústaðaskipti
V__________________________/
bera hana fyrir brjósti. Við von-
um, að bræðralag okkar megi varð-
veitast og viðhaldast, hvernig sem
allt veltur í þessum heimi. — Um
þessar mundir gefast okkur alveg
einstök tækifæri til þess að ná til
fólksins með fagnaðarboðskapinn.
Ég veit, að kristinboðarnir hafa
sagt ykkur ýmsar fréttir héðan.
Ég flyt ykkur innilegar kveðjur
frá konu minni.
Berisha Húnde.
Sameignarbúskapur í Eþíópíu
Kunnugt er af fyrri fréttum frá
Eþíópíu, að nú eiga bændur að
stunda búskap í samvinnufélögum.
Allar jarðir eru ríkiseign, og hef-
ur bændum verið úthlutaður til-
tekinn skiki. Enn er langt í land,
að regla sé komin á hina nýju
starfshætti. Kristniboði einn segir
frá því, að hópar Eþiópíumanna
hafi verið sendir til annarra landa
til þess að kynna sér jarðræktar-
mál. Meðal annars hélt fjörutíu
manna sendinefnd til Kína og
kynnti sér, hvernig samtökum
bænda væri háttað þar og hvaða
aðferðum beitt í sameignarbúskap.
Einn sendimaðurinn var fulltrúi
lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu.
Eþíópskir leiðtogar, sem kristni-
boðinn ræddi við, létu í ljós þá
skoðun, að skipulagið í landi Maós
virtist henta Eþíópum bezt.
Samvinnufélög bændanna eiga
lika að standa fyrir menningar-
málum, t. d. koma á fót skólum,
heilsugæzlustöðvum, efla búnaðar-
hætti o. s. frv. Víða hefur leiðtog-
um kristinna safnaða verið falin
stjórn á þessum málum. Svo er
háttað t. d. í Suður-Eþiópíu. Ýmsar
ástæður valda því, að kristnir menn
eru settir til forystu. Þeir eru læsir.
í söfnuðunum hafa þeir lært að
vinna að sameiginlegum hagsmuna-
málum, t. d. í sambandi við stofn-
un lestrarskóla. Þá eru þeir og
virtir fyrir staðfestu í breytni og
siðgæði.
5