Bjarmi - 01.03.1976, Síða 6
st
BLESSUÐ
BÓK
Um rlt Nýja testamcntisins
Postulasagan
Guðspjöllin fjögur, sem Nýja
testamentið hefst á, eru frásögur
um Jesúm, predikun hans, máttar-
verk, dauða og upprisu. Þau eru
stundum kölluð „Orð Drottins". Að
öðru leyti er efni Nýja testamentis-
ins að mestu leyti bréf frá postul-
unum. Bréfin hafa verið nefnd „Orð
postulanna". Ritið, sem nú verður
fjallað um, er tengiliöur milli guð-
spjallanna og bréfa postulanna.
Einkum er Postulasagan nauðsyn-
legur inngangur að hinum mörgu
bréfum Páls postula. Einnig má
segja, að Postulasagan sé framhald
ritverksins, sem læknirinn Lúkas
hóf að semja með guðspjalli sínu.
Hún er „síðara bindi“ ritverks
hans.
í „fyrra bindinu" fjallar Lúkas
um „allt, sem Jesús gjörði og
kenndi frá upphafi, allt til þess
dags, er hann var upp numinn, eftir
að hann hafði fyrir heilagan anda
boðorð gefið postulunum, er hann
hafði valið“, Post. 1,1—2. í þessu
seinna riti vakir fyrir höfundi að
greina frá því, hvernig postularnir
héldu áfram verki Drottins á jörð-
unni. Þess vegna hefur ritið allt frá
annarri öld verið nefnt „Postula-
sagan“.
Heiti rilsins
Ekki er til þess vitað, að Lúkas
hafi gefið frásögu sinni þetta
nafn. Sumir benda líka á, að nafn-
ið hitti ekki alveg í mark, enda
segi ritið bæði meira og minna en
lesendur hefðu vænzt, þegar þeir
íhuga nafnið. Ef vér búumst við,
að hér sé sagt frá starfi allra post-
ulanna hvers um sig, þá verðum
vér fyrir vonbrigðum. Sannleikur-
inn er sá, að bókin segir að heita
má eingöngu frá starfi hinna
tveggja höfuðpostula, Péturs og
Páls. Jakobs og Jóhannesar Zebe-
deussona er lítillega getið. Hér er
jafnvel ekki um að ræða rækilega
frásögn af starfi Péturs og Páls.
Þess ber þó að geta, að í Postula-
sögunni er ekki aðeins fjallað um
einstakar athafnir höfuðpostulanna
tveggja, heldur má segja, að hér
sé um að ræða kristniboðssögu
postulanna, þar sem frásagan er
öll í samhengi og atburðirnir flétt-
ast saman. Lúkas fræðir lesendur
sína um, að postularnir hafi hlotið
úthellingu heilags anda — og síðan
flytja þeir vitnisburðinn um Jesúm
um jörðina, eins og þeim var boð-
ið, þegar Drottinn Jesús gaf þeim
fyrirmæli um kristniboðið, 1,8:
„Þér munuð verða vottar mínir
bæði í Jerúsalem og í allri Júdeu
og Samaríu og til yztu endimarka
jarðarinnar". Þarna kemur fram
markmið höfundar: Hann vill sýna,
hvernig vottar Jesú hlýddu þessu
boði og kristin kirkja hóf göngu
sína.
Frá Gyðingum til lieiðingja
Kirkja Krists, söfnuðurinn, sem
hann stofnar, birtist á sviði sög-
unnar. Sá atburður er í órofa sam-
hengi við annan atburð, sem gerist
í mörgum áföngum: Vottar fagn-
aðarerindisins finna ekki hljóm-
grunn meðal ísraelsþjóðarinnar —
og fara því til heiðingjanna. Post-
ulasagan lýsir því, hvernig Jesús
er fyrst boðaður i Jerúsalem, höf-
uðborg hinnar útvöldu þjóðar, og
að lokum í Rómaborg, hinni miklu
heimsborg. Hvað eftir annað hafna
Gyðingar hjálpræðisboðskapnum,
en heiðingjar veita honum viðtöku
með fúsu geði. Því má segja, að
kristniboðssagan gerist milli þess-
ara tveggja skauta, Jerúsalem og
Rómar: Til Júdeu og Samaríu —
það er forsaga kristniboðsins með-
al heiðingja — og áfram til Sýr-
lands, Kýpur, Litlu-Asíu, Make-
dóníu og Grikklands, hinna heiðnu
landa.
í samræmi við þetta skiptist rit-
ið í stórum dráttum í tvo megin-
hluta: Fyrstu tólf kapítularnir
segja frá kristniboði meðal Gyð-
inga og greina einkum frá Pétri
postula; frá 13. kapítula er fjallað
mest um kristniboð meðal heið-
ingja, og þar er Páll aðalsöguhetj-
an. Þó hefst saga heiðingjatrúboðs-
ins þegar í fyrri hluta ritsins. Á
sama hátt heldur saga Gyðingatrú-
boðsins áfram í síðari hlutanum,
enda er hvarvetna lögð á það
áherzla í frásögunum um Pál, þar
sem hann er á ferð í „dreifing-
unni“, að hann bjóði Gyðingum
fyrst fagnaðarerindið, allt til Róm-
ar, en því er alls staðar hafnað af
hálfu Gyðinga. Þar með er það orð-
in staðreynd, að fagnaðarboðskap-
urinn er fluttur heiðingjum.
Guð leiðir
Höfundur Postulasögunnar legg-
ur mikla áherzlu á, þegar hann
segir frá boðun fagnaðarerindisins
frá Jerúsalem til Rómaborgar, frá
Israel til heiðna heimsins, að Guð
hafi haft hönd í bagga með þess-
ari þróun. Postularnir yfirgáfu
ekki þjóð sína vegna duttlunga,
heldur hefur ísrael varpað þeim á
dyr. Þeir voru knúnir af rás at-
burðanna og af ótvíræðum opinber-
unum Guðs. Þannig fluttu þeir
vitnisburðinn um Jesúm æ víðar
„til endimarka jarðar". Ofsókn
hefst strax gegn fagnaðarerindinu,
4, allir hafa hafnað boðskap hjálp-
ræðisins, ráð Gyðinga, 4—5, engu
síður en íbúar Jerúsalem, 6—8, og
loks konungar jarðarinnar, 12.
Þeir ætluðu að stöðva framrás þess
á þennan hátt. En í staðinn hafa
þeir einmitt stuðlað að því, að sáð-
korn gleðiboðskaparins dreifðust
út um löndin. Gyðingar þeir, sem
tóku trú og urðu að hrökklast í
burtu, 8, 4, ferðuðust um og vitn-
uðu um Jesúm, ekki aðeins í
Júdeu og Samaríu, 8—10, heldur
einnig utan landamæra Landsins
helga, fyrir Grikkjum, 11, 19 o.n.
Hann, sem frá upphafi var fyrir-
liði ofsækjendanna, Sál, var sjálf-
ur lagður eins og herfang að fót-
um Jesú til þess að verða hið út-
valda verkfæri til að boða nafn
hans víða um lönd, 9.
En Postulasagan hermir, að jafn-
vel þessi postuli heiðingjanna hafi
byrjað að boða Krist í samkundu-
húsum Gyðinga, 9,20; 13,5,14 o.n.
og víðar. Þá fyrst sneri hann sér
beint til heiðingjanna, þegar Gyð-
ingar höfðu látið hjálpræðisboð-
skapinn eins og vind um eyrun
þjóta, 13,46; 18,6; 28,28 og víðar.
Og að lokum sýnir hann innilega
tryggð sína við þjóð sína með því
að takast á hendur hina síðustu
meiri háttar ferð sína til Jerúsalem,
þrátt fyrir margvislegar hættur,
sem myndu bíða hans. Lúkas lýsir
6