Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1976, Síða 8

Bjarmi - 01.03.1976, Síða 8
Séra Jónas Gíslason, lektor: Kristileg skólasamtök 30 óra Forsaga Fyrst mun hafa verið rætt um að hefja skipulagt starf meðai skólanemenda í Reykjavík á árun- um eftir 1940. Fyrirmyndin var sótt til Norðurlandanna, einkum Noregs, en fyrir áhrif þaðan hafði Kristilegt stúdentafélag, KSF, ver- ið stofnað árið 1936, skömmu fyrir heimsókn prófessors Hallesbys og norskra stúdenta með honum. KSF hélt nokkra fundi sérstak- lega fyrir nemendur úr Mennta- skólanum í Reykjavik, þar sem m. a. var rætt um möguleika á að stofna sérstakt kristilegt skólafé- lag, en ekkert varð úr framkvæmd- um um sinn. Þá var það, að 12. febrúar 1943 stofnuðu fjórtán nemendur í Gagn- fræðaskólanum í Reykjavík félag, sem hlaut nafnið Kristilegt félag Gagnfræðaskólans í Reykjavík. Haldnir voru fundir fyrir nemend- uh skólans, þar sem mest áherzla var lögð á að boða fagnaðarerindiö. Árið eftir gaf það út í fyrsta sinn Kristilegt skólablað, sem síðan hef- ur komið út árlega. Kristileg skólamót Stofnun þessa félags ýtti enn undir umræður um stofi^un al- menns kristilegs félags fyrir skóla- nemendur í Reykjavík. Vorið 1943 var haldið fyrsta kristilega skóla- mótið í Kaldárseli, sem var opið öllum skólanemendum. Þá voru einnig haldin kristileg skólakvöld, sem auglýst voru í öllum skólum borgarinnar. Voru þau oft ágæt- lega sótt. Það mun síðan hafa verið haust- ið 1945, að haldnar voru nokkrir umræðufundir, þar sem rætt var um að stofna almennt kristilegt skólafélag. Þá höfðu ýmsir af stofnendum KFGR lokið námi í þeim skóla, og vafi lék á áfram- haldandi starfi þess. Kosin var und- irbúningsnefnd til þess að kanna möguleika á stofnun nýs félags. í ljós kom, að mikill áhugi var hjá allstórum hópi skólanemenda á að Merki KSS. stofna almennt skólafélag og var stofnun þess því ákveðin. KSS stofnað Stofnfundur var haldinn 22. jan- úar árið 1946. Félagið hlaut nafn- ið Kristileg skólasamtök, KSS, og voru stofnendur þess 31. Lög voru sett) og stjórn kosin. Leitað hafði verið samvinnu og samráðs við KSF og það beðið um að kjósa einn mann til setu í stjórn hins nýja fé- lags. Hefur sú skipan haldizt æ síðan, nema hvað hin síðari árin hafa KSF, KFUM og K sameigin- lega skipað þennan stjórnarmann. Þetta leggur áherzlu á, að KSS starfar í nánu samstarfi við þessi félög og á sama trúargrundvelli, þótt það hafi haslað sér völl á þessu sérstaka, afmarkaða starfssviði: meðal skólaæskunnar. Fundir eru í KSS á laugardögum á veturna, en bibliulestrar á föstudögum á sumrin. 8

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.