Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1976, Side 12

Bjarmi - 01.03.1976, Side 12
Eftirfarandi frásögn er eftir amerískan kristniboðslækni, sem starfaði í Kóreu í mörg ár, William Chisholm að nafni. „Viljið þér ekki líta á þetta barn?“ sagði kvenmannsrödd í bænarrómi. „Það er ekki ennþá einnar viku gamalt og er illa brennt. Haldið þér, að það geti lifað?“ Komið hafði verið með bamið frá dal einum, þar sem við höfðum verið að prédika fagnaðarerindið og reyna að hefja starf. Móðirin hafði komið á nokkrar af samkom- um okkar, og nú, þegar barnið hennar var veikt, kom hún fót- fótgangandi til sjúkrahússins og bar drenginn, í þeirri von, að bjarga mætti lífi hans. Bamið var einkabarn hennar og þar að auki sonur, sem er mikils metið í Aust- urlöndum, og hún var um fertugt. ORDIÐ Sjálf þarfnaðist móðirin mjög læknishjálpar, en hún hafði gleymt eigin þörfum vegna umhyggjunnar fyrir litla drengnum. „Já, ég held, að hann geti lifað, ef þið verðið lögð inn í sjúkrahús- ið, þar sem hann getur fengið rétta meðferð." „Það get ég ekki, því að ég hef enga peninga," svaraði konan. Það gæti ekki gengið að leggja hann inn á deildina, þar sem veitt var ókeypis læknishjálp, þar sem hann gæti fengið lungnabólgu. En einmitt um þetta leyti var eitt af einkaherbergjunum laust, og þó að móðirin hefði enga peninga, hvíld- ust bæði hún og hinn dýrmæti son- ur hennar i hreinum rúmfötum, og fengu beztu hjúkrun hjá hjúkr • unarkonunum, sem fengu brátt mjög mikinn áhuga á barninu. Eftir stuttan tíma var barnið úr alLri hættu, og móðurinni leið svo vel, að þau gátu farið heim aftur. í dalnum, þar sem hún bjó, voru íbúarnir mjög andvígir fagnaðar- erindinu. Við höfðum komið þang- að nokkrum sinnum og haldið all- margar samkomur, en andspyrnan hélt áfram, og við vorum nærri því farnar að örvænta, að unnt yrði að hefja þar reglulegt starf. Sum at- vik, sem fyrir komu, voru mjög einkennandi. Á meðan við vorum þar einn dag- inn, kom gamall maður til þess að tala við mig. Hann hélt á einu af spjöldunum, þar sem prentað var á Jóh. 3,16. „Líttu á þessi orð,“ sagði hann og hélt spjaldinu á loft. „Ég kalla þetta ekki góð tíðindi." „Þú gerir það ekki. „Svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Er það ekki þetta, sem þessi orð gefa til kynna?“ „Jú, það er einmitt." „Hvers vegna telur þú ekki svona dásamleg orð góð tíðindi?“ „En þau fela í sér, að maður öðlist ekki eilíft líf, ef maður trúir ekki, er það ekki?“ „Jú, það er meiningin," svaraði ég. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Hvers vegna ekki að trúa?“ En það vildi hann alls ekki gera. Við annað tækifæri ókum við út eftir saman, ég og Kim öldungur. Við ætluðum að halda samkomu í garðinum hjá heimili einu. Það var kvöld, og mikill mannfjöldi hafði safnazt saman. En fólkið hafði enga samúð með okkur. Eftir að sungn- ir höfðu verið nokkrir söngvar, ætl- aði ég að fara að prédika, þegar ungur maður, sem virtist vera for- sprakki þeirra, sem andvígir voru starfi okkar, greip fram í fyrir mér með því að spyrja spurningar. Öll framkoma hans og hreimurinn í rödd hans gaf til kynna, að hann langaði til þess að koma okkur á kné, ef unnt væri, og ef til vill að hleypa samkomunni upp. Mér datt fyrst í hug að svara honum á sama hátt og hann spurði, en þar var andi Guðs ekki að verki. En þá skaut skyndilega upp í huga mínum ritningarorði: „Er ekki orð mitt eins og eldur, eins og hamarinn, sem sundurmolar klettana?" Ég gerði mér grein fyrir, að ekki dygði að ganga alveg fram hjá hon- um, og auk þess fann ég, að spurn- ing hans gæti orðið til þess að leggja hindrun í veg fyrir boðun fagnaðarerindisins, svo að ég sagði við unga manninn: „Þú hefur spurt mjög sann- gjarnrar spurningar. En ég er út- lendingur, og þér stendur eflaust alveg á sama um, hvaða skoðun útlendingur hefur á þessu máli. En Kim öldungur er Kóreumaður eins og þú, þó að skoðun þín hafi ef- laust jafn mikið gildi og skoðun Kims öldungs. En við erum hér með bók, sem er kölluð Biblían. Hún gerir kröfu til þess að vera komin frá Guði, og þó að undar- legt þyki ef til vill, hefur hún ein- mitt svar við þessari spumingu. Það er ekki nema sanngjamt, að þú lofir okkur að lesa það, sem Biblían segir um þetta. Viltu gera svo vel að hlusta, á meðan Kim öldungur les kafla úr ritningunni, sem svarar spurningu þinni.“ Kim öldungur var merkilegur maður. Hann var kallaður „ríki öld- eins og ungurinn", sumpart vegna skringi- legs flókahatts, sem hann hafði á höfðinu. Einhver af kristniboðun- um á undan okkur hlýtur að hafa gefið honum þennan hatt. Það var enginn hattur í bænum honum lík- ur. En að undanteknum hattinum átti hann mjög lítið af þessa heims gæðum. En hann átti þó nóg af himneskum auðæfum. Hann þekkti Drottin á mjög raunverulegan hátt og var alltaf að tala um hann við aðra. Kim öldungur fann ritningarstað- inn og las hann. Það var fullkom'ið svar við spumingu unga mannsins. En ungi maðurinn var ekki ánægð- ur. Hann kom aftur með aðra spurningu. „Já, þessi bók, Biblían, hefur líka svar við þessari spurningu. Hlust- aðu aftur á, er Kim öldungur les.“ Og Kim öldungur las ritningarkafl- ann skýrt og greinilega, svo að allir viðstaddir gætu heyrt. Enn var ungi maðurinn ekki 12

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.