Bjarmi - 01.03.1976, Qupperneq 16
Bænin má aldrei bresta þig
Það var sagt um tónsnilling einn
þýzkan, að hann hafi, hvert sem
hann fór til að láta menn heyra
list sína, flutt með sér hljómlaust
hljóðfœri, þ. e. eins konar áhald,
sem hann gat œft á fingurna, þótt
það gœfi ekki tóna frá sér. Þannig
gat hann iðkað list sína í kyrrþey,
hvar sem hann var. Hann sjálfur
komst svo að orði um þetta: „Líði
einn dagur, án þessarar hljóðu
iðkunar, finn ég sjálfur mun á mér.
Líði tveir dagar, verða vinir mínir
þess varir. En líði þrir dagar án
þessarar hljóðu iðkunar minnar, þá
verða áheyrendumir í sönghöllinni
varir við það."
Einnig þannig er þessu og varið
um bœnalífið hjá mér og hjá þér.
Svo miklu veldur hin kyrrláta og
hljóða iðkun, sem enginn maður
sér, iðkun lífs þins í Guði. Líði einn
dagur án hennar, kemur það í ljós
við þá, sem oss standa nœst. Líði
þrir dagar án skrifta fyrir Drottni,
verður það opinbert út í frá.
Þorsteinn Briem, prestur.
CT^S/
Stutt bæn
Kröftugustu bœnirnar hafa alltaf
verið stuttar. Bœn kanversku kon-
unnar var aðeins orðin: „Herra,
hjálpa þú mér." Sumir kristnir
menn yrðu skelfingu lostnir, ef ég
bœði svo stutta bœn, en við mun-
um komast að raun um, að þessar
bœnir verða skjótlega heyrðar.
Rœninginn á krossinum bað:
„Herra, minnst þú mín, þegar þú
kemur í ríki þitt." Og Drottinn svar-
aði þeirri bœn þegar í stað með
orðunum: „I dag skaltu vera með
mér í paradís". Og nú þarft þú
ekki einu sinni að biðja eins langa
bœn og rœninginn, því aö nú er
Drottinn í riki sínu. Segðu aðeins:
„Minnstu mín!" Við munum líka
eftir bœn Péturs, þegar hann fór
að sökkva: „Herra, bjarga þú mér!"
Ef Pétur hefði beðið eins langa
bœn og sumir predikarar gera nú
á tímum, þá hefði hann verið kom-
inn niður á 30 faðma dýpi, áður en
hann heíði lokið innganginum.
Ég skil ekki, hvaðan þetta er
komið, að menn biðja svo langar
bœnir. Bœn Drottins er geíin fyrir
alla tíma og allar þjóðir, ríkum og
fátœkum, Iœrðum og ólœrðum. Þó
tekur þessi bœn til allra þarfa
okkar. D. L. Moody, predikari.
Engin bæn er árangurslaus
Allar bœnir, sem beðnar eru sam-
kvœmt vilja Guðs, eru heyrðar. Það
er engin afsökun, þó að okkur
kunni ekki að vera ljóst, hvort við
eigum „persónulega trú” eða ekki.
Við getum öll beðið.
Bœn er ekki neitt hátíðiegt. Við
getum talað einfaldlega við Guð
um hvaðeina, sem liggur okkur á
hjarta. Við þurfum ekki einu sinni
að nota orð, sem heyrast. Guð
heyrir Hka hugsanir okkar. Ekki
er heldur alltaf nauðsynlegt, aö við
hugsum um, hvað við eigum að
biðja um. Ef við getum aðeins ver-
ið hljóð og beðiö eftir Guði, þá
mun hann sjálfur minna okkur á,
hvers við eigum að biðja og fyrir
hverjum. Sá, sem fer að biðja, eftir
því sem hann er hvattur til þess
í hjarta sér, hann mun þreifa á
blessun Guðs.
Engin bœn er árangurslaus. Eng-
in bœn fyrir öðrum er áhrifalaus.
Nefnum því fyrir Guði það, sem
okkur finnst við eigum að biðja
fyrir. Þá tökum við þátt í því að
stjórna heiminum, jafnvel í hárri
elli. Einar Lundby, læknir.
Fyrirheit Jesú um bænina
Biðjið, og yður mun gefast; leitið,
og þér munuð finna; knýið á, og
fyrir yður mun upp lokið verða;
þvi að hver sá öðlast, er biður, og
sá finnur, er leitar, og fyrir þeim
mun upp lokið, er á lcnýr. Eða hver
er sá meðal yðar, sem mundi gefa
syni sínum stein, ef hann bœði
um brauð? Og hvort mundi hann
gefa honum höggorm, ef hann
bœði um fisk? Ef nú þér, sem
vondir eruð, haíið vit á að gefa
börnum yðar góðar gjafir, hversu
miklu fremur mun þá faðir yðar,
sem er í himnum, gefa þeim góðar
gjafir, sem biðja hann.
Matt. 7,7—11.
16 BJARMI