Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1984, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1984, Blaðsíða 4
BREF Kristni- boðar skrifa Elsa Jacobsen: Verkefnin kalla Elsa Jacobsen kristniboði í Eþíópíu sendir íslenskum kristniboðsvinum innilegar jóla- og nýárskveðjur. I1ún skrifar bréf sitt í Geresse í Gamu Gofa. Þar starfa kristniboðar frá Færeyjum og Danmörku. Reyndar lýkur hún bréfi sínu í Irgalem þar sem hún hefur unnið undanfarin ár. Á svæðinu kringum Geresse hafa kristnir menn haft frjálsar hendur til trú- boðs segir Elsa. Öðru máli gegnir um sveitirnar nálægt Arba Minch, höfuð- stað fylkisins. Þar eru margar kirkjur lokaðar „en fallega kirkjan inni á kristni- boðsstöðinni fyllist af fólki í guðs- þjónustum á sunnudögum. Margir verða að sitja úti vegna þrengsla. Daglega er orð Guðs flutt á sjúkra- húsinu í Arba Minch. Þangað koma sjúklingar úr ýmsum byggðum lands- ins. Predikarinn sem starfar á spítal- anum fer um stofurnar á hverjum degi og talar við sjúklingana um Jesúm." Frá Gídole segir Elsa bæði góðar fréttir og dapurlegar. Ýmsir sem játuðu nafn Jesú áður eru orðnir hálfvolgir í trúnni eða jafnvel fallnir frá. Margir hafa orðið að þola frelsisskerðingu. „Þrátt fyrir ofsóknir og þjáningar eru margir sem koma saman um orðið af stakri trúmennsku á ýmsum stöðum til að upphyggja og styrkja hver annan í trúnni á Jesúm." Elsa heimsótti Konsó (hún var í Gamu Gofa í síðbúnu sumarleyfi). „Einn dag- inn rakst ég á Gandó. Árin eru farin að færast yfir hann. Samt er hann enn þá fyrirmannlegur og beinn í baki. Að því er andlegt líf hans varðar er hann hinn sami og áður. Hann hefur staðið stöð- ugur í trúnni allt til þessa dags. Biðjið að hann verði trúr allt til enda." Pá hvetur Elsa kristniboðsvini að biðja fyrir Gújí Argó og fyrir Adane Asfá, þau þurfi bæði á hjálp að halda. Einnig skrifar hún: „Prestarnir í Konsó þarfnast mik- illar fyrirbænar." Meðan Eisa var í Konsó komu kristni- boðar frá AddisAbeba, ogslóst hún í för með þeim suður í Voitódal. Varð þetta stórkostleg ferð, segir hún. „Þar sem við komum að ánni Ómó á heima þjóðflokkur sem Keró nefnist. Þeir eru alveg út af fýrir sig og lifa mest á villibráð og fiski úr fljótinu. Nokkrir karlmenn sem urðu á vegi okkar kunnu hrafl í amharisku. Ég spurði þá hvort þeir hefðu heyrt um Jesúm Krist. Einn svaraði að hann kannaðist við nafnið en vissi ekkert frekar. Annar kvaðst aldrei fyrr hafa heyrt nafnið, ekki heldur aðrir þorps- búar. Peir eru enn margir í þessu landi sem hafa aldrei heyrt um Jesúm, son Guðs, „hann sem vegna misgjörða vorra var framseldur og vegna réttlætingar vorr- ar uppvakinn" (Róm. 4,25). Hvernig geta þeir trúað á hann sem þeir hafa ekki heyrt um? Pú, æskumaður, sem lest þetta, ertu fus þegar Drottinn kallar þig til að fara með fagnaðarerindið til þjóðanna? Tíminn er naumur." „Frestarnir ■ Konsó þarfnast mikillar fyrirbænar," segir Elsa í bréfl sínu. Myndin er af klrkjunni í Konsó. m. 4 v

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.