Bjarmi - 01.01.1984, Blaðsíða 6
L
Kristniboðarnir í Cheparería skrifa:
Enginn millivegur
Hjónin Valdís Magnúsdóttir og Kjart-
an Jónsson tóku þeim Mrönn Sigurðar-
dóttur og Ragnari Qunnarssyni tveim
höndum er þau koniu til starfa með
þeim í Cheparería og segjast hlakka til
að eiga samstarf við þau.
„Þau hjónin voru fljót að koma sér
fyrir... Við skiptum meðal okkar ávöxt-
um sem vaxa í garðinum, banönum,
sítrónum, mangóávöxtum, o.fl., enepli
og jarðarber éta fuglarnir um leið og á
þeim bólar. Appelsínurnar fyrstu eru að
þroskast um þessar mundir og græn-
meti er auðvelt að rækta."
Síðar í bréfinu segja Valdís og Kjart-
an: „Stundum fáum við það á tilfinn-
inguna, að fólk geri sér þá hugmynd
um hvíta menn, að þeir séu allir ríkir og
að fé til kristniboðsins „vaxi á trjánum"
hjá kristniboðsvinum í landinu þeirra
fjarlæga. hví getur kristniboðið ekki
borgað prédikurum hátt kaup eins og
þeir vilja fá? Því gat ekki kristniboðið
bara gefið Skúla kristniboða hús, þegar
hann fór heim? hví ekki þetta og hitt?
Við ákváðum að hafa safnaðarfund
og ræða fjáröflunaraðferðir kristni-
boðsins heima á fslandi og hvað safn-
aðarfólk hér gæti gert til að afla kirkj-
unni sinni fjár. Þetta varð mjög líflegur
fundur. Fólk hafði bara aldrei heyrt
annað eins og þetta eða dottið í hug,
hve mikil vinna lægi að baki gjöfum
kristna fólksins á fslandi. Svo héldu
margir ræður um, hve lánsöm þau
væru að eiga öll skynfæri heilbrigð og
hendur og fætur sem gætu unnið fyrir
Drottin. Þau ættu akra, sem Quði bæri
sín tíund af, þegar farið yrði að upp-
skera maís og baunir. Aðrir nefndu, að
þau ættu bananatré, sykurreyr, hænur
og dýr og gætu útbúið hluti til ágóða
fyrir kirkjuna sína. Einn stakk upp á því,
að samkeppni yrði milli karla og
kvenna um, hver gæfi mest.
Mú er bara að bíða og sjá, hvað verður
um efndir, því auðvelt er að segja margt
en öllu erfiðara að framkvæma."
Sameiginlegt jólabréf hefur borist frá
þeim hjónunum og Mrönn og Ragnari.
„Mú er réttum og slátrun sennilega
lokið heima á kæra Eróni og bændur
því væntanlega ánægðir með að vera í
þann mund að fá launin sín eftir margra
mánaða erfiði sumars og hausts. Svip-
aður tími er rétt í þann mund að ganga
í garð hér á miðbaugnum því að nú eru
allir sem vettlingi geta valdið á ökr-
unum að bjarga uppskerunni í hús.
Þegar Ragnar og Hrönn komu hingað
alkomin frá málaskólanum í byrjun
ágúst höfðu þau með sér nýjan bíl,
Datsun, sem var þeginn með þökkum
af okkur öllum kristniboðunum, enda
var gamla Toyótan okkar orðin mjög
gömul og viðhaldsfrek."
f sambandi við starfið á stöðinni
greina þau frá því að þeim sé sérstakt
fagnaðarefni hversu vel sunnudaga-
skólinn gangi, svo og unglingastarfið.
„Sífellt fleira ungt fólk gefur til kynna
að það vilji gefast Kristi og fylgja
honum. Það eru engar stórvakningar
en einn og einn bætist í hópinn. Tvö
námskeið standa yfir á stöðinni. Takið
þetta með í bænum ykkar."
í Chepkopegh fór fyrsta skírnin fram
árið 1981. Þar er harður akur en
kristniboðarnir hafa náð góðum tengsl-
um við fólkið.
„Þegar við ætluðum að veita altaris-
sakramentið í fyrsta skiptið, vöknuðu
ýmsar spurningar hjá mörgum safnað-
armeðlima, m.a. um það hvort hægt
væri að taka þátt í heiðnum hátíðum og
trúarsamkomum og jafnframt neyta
altarissakramentisins. Við svöruðum
því til að það væri ekki hægt því að
annað hvort yrði það að fylgja Kristi eða
ekki, enginn millivegur væri til.
Þegar sakramentinu var útdeilt sátu
ýmsir í sætum sínum og nokkrir þeirra
hafa komið stopult síðan í kirkju.
Þetta var merkileg reynsla og hún
sýnir baráttuna sem hinir kristnu eiga í
í heiðnu umhverfi sem er þeim oft
íjandsamlegt. f guðsþjónustunni vitn-
uðu nokkrir og sögðu frá erfiðleikum
og baráttu sinni vegna þess að þau vilja
vera kristin á heimili sínu og meðal
nágranna sinna. Það er því ekki undar-
legt, þótt ýmsir verði lémagna og gefist
upp. Minnist þessa safnaðar í bænum
ykkar.
Hugurinn reikar heim til fjölskyldna
og vina á landinu okkar kalda. Hér er
um 27 stiga hiti, vindurinn blæs og
boðar þurrkatíma, grasið er farið að
sviðna. Hér heldur enginn jól annar en
sá sem hefur tekið á móti og trúað
fagnaðarboðskap jólanna um að Jesús
kom í heiminn til að frelsa synduga
menn, og eingöngu þess vegna hlakkar
fólk til hátíðarinnar."
Bréfinu lýkur með blessunaróskum á
jólum og nýju ári.
Fólk á leið úr kirkju ■ Ccparcría. Krístnir menn i heiðnu umhverfl eiga oft í harðrí
baráttu og því ekki að undra þóttýmsir verði lémagna og gefist jafnvel upp. „Minnist
þessa safnaðar í bænum ykkar."
6