Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1984, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.01.1984, Blaðsíða 11
Skilaboð til kirkjunnar ■Jóhannes gerir sér fulla grein fyrir því, að það er Jesús sjálfur, sem hefur opinberað honum þess- ar sýnir, 1,1. Hann telur sjálfur rit sitt næsta mikilvægt, og kemur það fram í hinum kunnu lokaorð- um hans, 22,18nn. Hverjum er bókin upphaflega ætluð? Jóhannes skrifar hana handa sjö söfnuðum vestarlega í Litlu-Asíu, 1,4,11, en þeir eru full- trúar allrar krikjunnar. Höfundur kynnir sig í byrjun Jóhannes, 1,4, en tekur þó ekki fram, að hann sé postulinn. Samt kemur hann fram með valdi post- ala, enda hefur sagnhefð kirkj- annar allt frá annarri öld lýst yfir ÞVL að Jóhannes postuli sé höf- undur Opinberunarbókarinnar. Það er ekki fyrr en síðar meir, að tekið er að andmæla þessari stað- hæfingu fornkirkjunnar. En það er 9reinilegt, að andmælin spretta af Því, að menn setja sig upp á móti etni bókarinnar, en ekki af hinu að Þeir hafi afiað sér betri þekkingar Urn uppruna hennar. Einkum og sér í lagi var það spádómurinn um þúsundáraríkið, 20, sem vakti víða hneykslun í kirkjunni. Á seinni tímum hafa og margir guðfræðingar litið niður á Opinberunarbókina, af því að þeim Þiinst, að í henni séu gyðing-kristi- 'egar hugmyndir, er stangist á við Þann skilning á kristindómnum, Sem ríki í guðspjalli Jóhannesar. ^ið nánari athugun kemur þó í 'jós, að Jóhannesarguðspjall og °nnur rit Mýja testamentisins eru ekki heldur eins „andleg" og ýmsir Vljja vera láta, ogaðjafnvel maður eins og Páll heldur því fram, að 'srael njóti sérstöðu í sögu guðs- nkisins. Á hinn bóginn er þess líka að geta, að í Opinberunarbókinni ter saman „Oyðinga-kristindómur" °9 tull viðurkenning á hinni óverð- skulduðu náð og að hjálpræðið sé aetlað öllum lýðum, kynslóðum °9 tungum. Jafnframt má benda á mörg atriði í ritinu, sem eru náskyld rnálfari og framsetningu Jóhann- esar. Þannig er Jesús kallaður„orð Guðs" (eða „orðið") einungis í rit- um Jóhannesar, sbr. 19,1; Jóh. 1-1; 1. Jóh. 1,1. Aftur og aftur er Jesús nefndur „lambið" í Opinber- unarbókinni, og minnir það á Jóh. 1,29,36. Enn má benda á orð eins og „vitnisburður Jesú" og „að halda borðorð hans", sem Jóhannesi eru svo töm. Vitnisburður um höfundinn Einn af kirkjufeðrum var íreneus. Hann var lærisveinn Pólýkarpusar, en sá var aftur lærisveinn Jóhann- esar postula. íreneus hermir, að Jóhannes hafi skrifað opinberunar- rit sitt undir lok valdatíma Dómi- tíans keisara (81-96). Mú ofsótti Dómitían kristna menn. í Op. 1,9 segir: „Eg, Jóhannes... var á eynni, sem Patmos heitir, fyrir sakir orðs Quðs og vitnisburðar Jesú". Má því ætla, að Jóhannes hafi verið hrak- inn til Patmos, enda var svo talið í fornkirkjunni. Á seinni tímum hafa ýmsir fræði- menn borið brigður á ummæli íreneusar, enda sjái þess víða merki í Opinberunarbókinni, að hún sé rituð fýrr, eða strax eftir dauða Merós keisara, áður en Jer- úsalem var lögð í eyði. Samkvæmt 11, Inn. virðistmust- erið enn standa. í Op. 17 er rætt um Babýlon (heimsríkið). Þar er borginni líkt við konu, sem situr á sjöhöfðuðu dýri (andkristi). Höfð- unum er líkt við sjö fjöll (Róm átti að hafa verið reist á sjö hæðum) og sjö konunga, og sé sá sjötti þeirra við völd. Þetta er að margra áliti eftirmaður Merós, Qalba. Enn fremur segir, að dýrið (sem var og er ekki, en mun koma aftur) sé hinn áttundi og jafnframt einn hinna sjö, 17,8-11. Berum þetta saman við 13,18. Þar er sagt, að tala dýrsins sé 666. Sé þetta ritað með hebreskum bókstöfum, svarar það til Merós keisara, en samkvæmt þjóðtrúnni var hann ekki dauður, heldur átti hann að koma aftur og verða keisari. En ekki verður annað sagt en að þessi ályktun sé í meira lagi hæpin. Það er ekki fyrr en síðar, að vart verður við áðurnefnda þjóðtrú um Meró. Jóhannes gat alls ekki búist við því að lesendur hans skildu hebreska tungu eða áttuðu sig á, að töluna 666 ætti að skrifa með hebresku letri, til þess að hún yrði skilin. Þessi skýring hefur enda ekki komið fram fyrr en á seinni tímum. Lítum einnig á Op. 11. Hefði Jóhannes gert ráð fyrir, að must- erið stæði enn, hlyti spádómur hans að hafa hljóðað á allt annan veg en reyndin er, svo framarlega sem hann hefur viljað komast hjá því að lenda í mótsögn við orð Jesú sjálfs, Matt. 24. Hætta á ferðum Það þarf miklu þungvægari rök en þau, sem að ofan greinir, til að hnekkja frásögn íreneusar: Opin- berunarbókin er færð í letur um það bil, sem Dómitían er að Ijúka valdaferli sínum. Til stuðnings þessu er og sú mynd af aðstæðum í söfnuðunum á tímum Opinberunarbókarinnar, sem kemur fram í „bréfunum", Op. 2-3., Margir kristnir menn höfðu gerst værukærir í trúarlífi sínu, sbr. 2,4; 3, lnn, 15-17. En að auki var þeim háski búinn vegna villukenndenda, svokallaðra Mikólaíta, 2,5,14n; sbr. 2,20-24; 3,4. Þeir aðhylltust gnostikastefnu, sem kann að vísu að hafa átt sér fyrirmynd frá því fyrir árið 70, en virðist þó ekki vera til fastmótuð fyrr en í lok fyrstu aldar. Þóttust þeir ætla að „kanna djúp Satans" með því að gefa qirndum holdsins lausan tauminn, 2,24. Meginhættan, sem steðjaði að söfnuðunum, kom þó utan að, frá heimsveldinu, sem var farið að ofsækja kristna menn. Meró keisari hóf fyrstu atlöguna á vegum rík- isins árið 64. Hún virtist raunar hafa verið takmörkuð við Róma- borg. En það breyttist fljótlega. Opinberunarbókin sjálf er vitnis- burður um það, að ofsóknin breiddist líka út til Litlu-Asíu og að einhverjir kristnir menn höfðu þeg- ar verið drepnir, þegar bókin var samin, 2,13. Og Jóhannes sér það fyrir, að söfnuðurinn muni verða að þola mikla eldraun. Þess verður krafist, að allir þeir, sem vilja njóta gæða samfélagsins, tilbiðji keisar- ann, 13. Hann sér, hvernig róm- verska ríkið fetar í fótspor Antí- okusar Epífanesar, Dan. 11, og að 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.