Bjarmi - 01.01.1984, Blaðsíða 13
gerist þegar barniö leitast viö aö skilja það sem því er
sa9t- Eigi barniö að finna einhverja merkingu í þeim
hugtökum sem veriö er aö reyna aö skýra fyrir því, verður
Þaö aö hafa reynt eitthvað sem tengist viökomandi
hugtaki. Þetta felur t.d. í sér að eigi barnið að skilja þaö
sem sagt er um kærleiksríkan og umhyggjusaman Guö
veröur það aö hafa mætt kærleika og umhyggju í
umhverfi sínu. Sama gildir um fyrirgefningu Guös. Eigi
barniö aö skilja hvaö við er átt meö því, verður þaö aö
hafa reynt fyrirgefningu hjá þeim sem það umgengst. Ef
hugmyndin um Guö á yfirleitt aö ná til barnsins veröur þaö
aö kynnast honum sem lifandi og persónulegum raun-
veruleika í lífi þeirra sem þaö umgengst, í tilbeiöslu og
lofgjörð. Samkvæmt þessu er hægt aö staðhæfa að ekki
er hægt að greina vitsmunalega miðlun hins kristna
boðskapar frá því sem barnið lifir og reynir í umhverfi
sínu. Því hefur reyndar verið haldið fram, aö forsendan
fyrir vitsmunalegum skilningi sé að barnið fái tækifæri til
aö taka þátt í trúarlífi annarra. Þaö þýöir aö kerfisbundin
kristindómsfræöasla nær því aöeins tilgangi sínum ef hún
byggir á ákveðinni reynslu.
Þessa reynslu öðlast barniö þegar það fær tækifæri til
aö kynnast fólki sem endurspeglar eigindir Guös og veitir
því tækifæri til aö kynnast trúarlífi. Þetta tækifæri fær
barnið fyrst og fremst (eöa fær ekki) innan fjölskyldunnar
og er hluti af því sem áður hefur verið nefnt félagsmótun.
(Frh.)
Nikilvæg forsenda trúarlegs skilnings og
reynslu bamsins er að það fái tækifæri til að taka
Þátt í trúarlífi annarra. Þetta tækifæri fær barnið
h’rst og fremst (eða færekki) innan Qölskyldunn-
ar.
Til lesenda Bjarma
Bjarmi mun koma út tíu sinnum á þessu ári í stað sex
sinnum á ári undanfarin ár. Er það von útgefenda að
áskrifendum þyki fengur að því að fá blaðið oftar þótt
áskriftargjald hækki örlítið við það. Áskriftargjald fyrir
árið 1984 er kr. 400 og kr. 500 til útlanda. Árgjaldið
verður innheimt með gíróseðli sem sendur verður út í
mars til þeirra sem ekki hafa þá þegar greitt gjaldið á
afgreiðslu blaðsins. Bjarmi þakkar lesendum sínum
skilvísi og trúfesti við blaðið og hvetur þá til að taka þátt
í því að afla blaðinu fleiri áskrifenda.
Hinir nýju útgefendur blaðsins, Kristilega skólahreyf-
ingin, Landssamband KFUM og K.FUK og Samband ísl.
kristniboðsfélaga, hafa skipað þrjá menn í blaðstjórn sem
hafa m.a. umsjón með fjármálum blaðsins o.fl. Þeir eru
Björgvin Þórðarson, Gísli Arnkelsson og Ólafur Jóhanns-
son. Ritstjórn skipa nú þeir Ágúst Einarsson, Benedikt
Arnkelsson, Guðni Gunnarsson og Sigurður Jóhannes-
son, auk Gunnars J. Gunnarssonar sem er ritstjóri.
Undanfarna áratugi hefur Bjarmi verið prentaður í
prentsmiðjunni Leiftri. Hú verður breyting þar á og tekur
Borgarprent við prentun blaðsins. Eru Leiftri hér með
færðar þakkir fyrir góð viðskipti og samstarf á liðnum
árum.
Sú blessuð bók
eðli andkrists er að verki í keis-
aranum, er hann gerir sjálfa sig að
guði.
Og þegar Jóhannes er sjálfur
farinn að finna fyrir ofsóknunum,
þar sem hann hefur verið rekinn í
útlegð til Patmos vegna Jesú.veitir
Jesús honum þá opinberun, sem
hann hefur skrifað og sent söfnuð-
unum sjö í Litlu-Asíu til þess að
styrkja þá í trúnni og þolinmæð-
inni.
Jesús birtir þessum lærisveini
sínum í nokkrum vitrunum, að
hann muni koma skjótt og stofna
ríki sitt á jörðinni. En áður en hann
kemur, hljóta að gerast margir
atburðir, sem eru í senn fyrirboði
komu hans og refsidómar yfir van-
trúuðum heimi. Einkum beinist
athyglin þá að þrengingum afvöld-
um andkrists, sem eru upphaf
endalokanna. Þetta er í stuttu tnáli
umræðuefni þessa síðasta rits Bibl-
íunnar.
(Framhald í næsta blaði).
13