Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1990, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.01.1990, Qupperneq 12
Ada Lum í viðtali við Bjarma ./>• Ada Lum. onan sem genr £A lifandi ADA LUM hefur varið mestum hluta ævi sinnar til kristilegs starfs meðal stúdenta. Fyrst á heimaslóðum á Hawaií-eyjum, síðan hátt á annan áratug í Asíulönd- um og eftir það í öllum heimsálfum. Hún hefur unnið mikið að stofnum biblíuleshópa og skrifað margar bœkur um biblíulestur. Ada Lum er nú biblíuskóla- kennari á Hawaií, en notar skólaleyfin til að heimsækja kristileg stúdentafélög. Réttfyrir jólin var hún hér áferð og notaði fréttamaður BJARMA tœkifœrið til að leggja fyrir hana nokkrar spurningar: Ég sannfœrðist um að hinn lif- andi Guð var að tala í orði sínu. — Ada, átt þú ættir að rekja til frumbyggja Hawaií-eyja? - Nei, foreldrar mínir komu frá Kína. Ný- gift fluttu þau til Hawaií og þar fæddumst við systkinin níu talsins. Ég var fimmta barnið í • röðinni, en varð fyrst til að taka kristna trú. Síðar komust foreldrar mínir einnig til lifandi trúar á Jesú. - Hvernig eignaðist þú trú á Krist? - Nágrannar okkar buðu mér með sér í sunnudagaskóla og þar lærði ég mikið, en ég eignaðist ekki persónulega trú á Jesú fyrr en eftir að sorgaratburður í fjölskyldunni hafði svipti mig öllu öryggi. Þá varð mér ljóst að fjölskylda mín var ekki sá óbifanlegi grund- völlur, sem ég hafði ætlað. Ég leitaði til Bibl- íunnar og Drottinn gaf mér nægan skilning á 14. kafla Jóhannesarguðspjalls, til þess að sjá Jesú þar og skilja að hann er sá grundvöllur sem ég gat byggt líf mitt á. Ég tók að lesa Bibl- íuna og hugsaði mikið um boðskap hennar. - / erlendu blaði sá ég að þú varst kölluð: „Konan, sem gerir Biblíuna lifandi“. Hvað varð til þess að Biblían varð svo lifandi í þín- um huga? - Þegar ég las guðspjöllin og sá að þau fjöll- uðu um raunverulegt fólk og um Jesú sem sögulega persónu, varð mér smám saman ljóst hve mikið erindi Biblían á til fólks á okkar tímum. Ég sannfærðist um að hinn lifandi Guð var að tala í orði sínu og að hann vildi op- inbera sjálfan sig öllum mönnum. Ég eignaðist sífellt dýpri löngun eftir því að aðrir kæmu auga á þetta, og ákvað að fara í framhaldsnám í guðfræði og biblíulegum bók- menntum. Afleiðingin varð sú að ég hef feng- ið að nota líf mitt til að hjálpa öðrum að ljúka upp Biblíunni sinni og kynnast Guð þar. - Púferðast víða um heim og hveturfólk til að lesa Biblíuna, en hvað varð til þess að þú fórstfyrst til framandi landa. - Þegar ég var nýkomin til trúar, gaf ég Drottni líf mitt með það í huga að gerast kristniboði. Ég hélt þá að Guð myndi leiða mig til Kína, því þaðan er ég ættuð. En þegar ég hafði lokið námi, var Kína lokað land, svo ég gat ekki farið þangað. Ég byrjaði því að

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.