Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1990, Page 20

Bjarmi - 01.01.1990, Page 20
Liðsauki til Afríku Sr. Guðmundur Guðmundsson kom heim til íslands um ára- mótin úr námi erlendis en hann hefur verið að búa sig undir að fara út á kristniboðsakurinn. Hann var í kristniboðaskóla í Osló í fyrravetur en nam ensku í Lundúnum í haust. Sr. Guðmundur verður nú í hálfu starfi hjá Kristniboðssambandinu í vetur en býst við að fara til Eþíópíu síðar á árinu eða strax og hann hefur fengið atvinnuleyfi. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvar hann muni Starfa en það verður á svæði suðursýnódu lúthersku kirkjunnar þár syðrá. Lengi hefur verið um það rætt að þörf væri á íslenskum kennara fyrir börn kristniboðanna og hefur það verið á bænalista kristniboðsvina. Nú hefur Kristín Bjarnadóttir, kennari í Reykja- vík, tjáð sig fúsa til að fara til Afríku, fyrst um sinn í eitt ár, og er ráðgert að hún hefjist handa í norska barnaskólanum í Nairóbí í Kenýu á komandi hausti. Kristniboðsvinir eru hvattir til að biðja fyrir þessum ungu liðs- mönnum. Þá er þess að geta að Valgerður Gísladóttir og Guðlaugur Gunnarsson eignuðust dreng 22. desember sl. og heitir hann Gísli. Ritsmíð Þórarinn Björnsson, framkvæmdastjóri Landssambands KFUM og KFUK, hefur nýlega fjölfaldað lokaritgerð sína í kirkjusögu er fjallar um upphaf kristilegs stúdentastarfs á íslandi. Ritgerðin er mjög ítarleg og rekur m.a. feril fyrsta kristilega stúd- entafélagsins á íslandi er hét „Bandalagið“ og starfaði árin 1898- 1900. Meðal stofnenda félagsins var Friðrik Friðriksson er síðar stofnaði KFUM og KFUK. Varpar ritgerðin m.a. nýju Ijósi á vissa þætti er varða upphaf KFUM hér á landi og afdrif íslensku KFUM-deildarinnar í Kaupmannahöfn. Ritgerðin er til sölu á aðalskrifstofu KFUM, KFUK og SÍK og í Bóksölu stúdenta. Vitnisburður andans Hinn kunni prestur, Klaus Harms var einhvern tíma að hug- leiða, að það væri heilagur andi, sem lyki orðinu upp fyrir okkur og að menn megnuðu ekkert án hans. Væri því réttast að fela honum að gera alla hluti. Hann ákvað því að búa sig ekki undir prédikunina næsta sunnu- dag, en segja það eitt, sem andinn blæsi honum í brjóst. Þegar hann kom heim að lokinni guðsþjónustunni, spurði kona hans, full eftirvæntingar: „Jæja, hvað sagði andinn þér? Presturinn svaraði: „Andinn sagði: Þú hefur verið latur, Klaus.“ Éghef fundið Jesúm Ég var einu sinni beðinn að koma til konu sem lá fyrir dauðanum. Hún hafði ekki látið frelsast. Konan sagði: - Ég er svo hrædd við að deyja! Ég er svo hrædd við að deyja! Fjölskyldan stóð í ganginum fyrir utan sjúkrastofuna. Þa.u þorðu varla að koma inn. Ekkert þeirra átti samfélag við Guð. Trúaður hjúkrunarfræðingur fylgdi mér inn til konunn- ar. Hún lá í rúminu. Það var óhugnanlegt að sjá hana og sárt að heyra neyðarópið. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja en Guð sýndi mér það eins og í leiftri. Svo sagði ég við hana: — Vertu nú róleg og reyndu að hlusta á mig. Hugsaðu ekki um neitt annað. Það er Guð sem talar til þín. Taktu nú eftir hvað hann segir: „Hefir þú mætt mig með syndum þínum og þreytt mig með misgjörðum þínum.“ - Er þetta rétt; spurði ég. Hún stundi. Þannig var því einmitt farið. - Þá verðurðu að heyra hvað Guð segir í sömu andránni: „Ég, égeinn, afmái afbrot þín sjálfs mín vegna og minnist ekki synda þinna“ (Jes. 43,24-25). Sjúklingurinn hvíslaði: - Segðu það aftur. Ég las það aftur. Ég las það tvisvar, þrisvar, já, tíu sinnum. Og ég sagði við hjúkrunar- fræðinginn sem bað mig að koma að hún skyldi ekki segja neitt annað en þessi orð. - Nú skaltu ekki dreifa huganum heldur einbeita þér að þessum eina boðskap. Veika konan dó ekki þennan dag eins og búist hafði verið við. Hún lifði enn í tvo daga. Og ljósið rann upp fyrir henni og hún hóf að vitna fyrir fjölskyldu sinni: - Nú er ég frelsuð. Nú hef ég öðlast fyrir- gefningu syndanna. Ég hef fundið Jesúm, sagði hún. Daginn eftir fór hún giöð og sæl heim til Guðs. Það erum ekki við sem eigum að sannfæra heiminn heldur heilagur andi (Jóh. 16,8nn). Það gerist fyrir orð Drottins sjálfs. Þegar við förum með orð Drottins fyrir öðrum, tölum við þá með því, þá sannfærir heilagur andi. Við eigum að ganga út frá því. Öivind Andersen

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.