Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1990, Síða 21

Bjarmi - 01.01.1990, Síða 21
BANDARÍKIN: Hróflað við Bibllunni Ahangendur svonefndrar „kvenna- guðfræði" í Bandaríkjunum ganga sumir svo langt að þeir vifja breyta Biblíunni. Þeir eiga nú kost á að velja sér kirkjur þar sem þeir geta heyrt „biblíutexta" sem er í samræmi við óskir þeirra. Landsráð kirkna, NCC, hefur gefið út bók með lesköflum fyr- ir eitt kirkjuár. Þar eru engar tilvitn- anir sem gefa til kynna að Guð sé „karlkyns." Jafnvel orðinu „hann" um Guð er útrýmt. Jóh. 3,16-17 á að þýða svo: „Því að svo elskaði Guð heiminn að Guð gaf einkabam sitt til þess að hver sem á þetta bam trúir glatist ekki heldur hafl eilíft líf. Því að ekki sendi Guð þetta bam í heiminn til þess að það skyldi dæma heiminn heldur til þess að heimurinn skyldi frelsast fyrir þetta bam." Róttækir suðningsmenn stefnunn- ar vildu láta orðið „Guðynja” eða „Gyðja" koma í staðinn fyrir „Guð faðir". „Foreldri" þótti of ópersónu- legt. Niðurstaðan varð sú að nota sviga. „Guð faðir" varð „Guð faðirvor (og móðir)" eða „Guð (móðir og) faðir". Jesús biður því „föður sinn (og móður)" er hann ákallar föður- inn. „Mannssonurinn" er orð sem Jesús notaði um sjalfan sig. Því er breytt I „The tluman One", þ.e. hinn mannlegi" eða „hin mannlega" eða „hið mannlega", kyn orðanna kemur ekki fram á ensku. „Drottinn" dugar ekki, nú skal segja „hinn hæsti" (kynlaust á ensku). Sum staðar er Biblían „endurbætt" á annan hátt, einnig með innskotum. Þar sem t.d. Abraham er nefndur einn er Sara komin með eða jafnvel am- báttin Hagar. Þessi meðferð á orði Guðs hefur að vonum sætt harðri gagnrýni. Sumir hafa spurt hvernig þetta fólk ætli að bregðast við þeirri staðreynd að Jesús var karfmaður. í sambandi við dæmið um Abraham og Söru segir kvenpresturinn E. Achtemeier við Union guðfræðiskólann í Virginíu: „Þau ætla að skrifa söguna upp á nýtt, alveg eins og Rússar." Ýmsar þátttökukirkjur i NCC hafa tekið afstöðu gegn bókinni. lakovs erkibiskup ■ grísk-kaþólsku kirkj- unni segir: „Hún ber ekki erfða- geymdinni vitni né lotningunni fyrir hinum helgu ritningum." James R. Crumley yngri, biskup í lúthersku kirkjunni í Bandaríkjunum (ICA), var- ar við því að bókin verði notuð ■ guðs- þjónustum. Áðumefnd Achtmeier segir að þessi þýðing leiði fólk til heiðindóms sem tíðkaðist áður en gyðingdómur og kristindómur urðu tii þar sem gyðjur voru dýrkaðar. Guðfræðingur- inn D. Bloesch óttast að kenning- unni um þrenninguna stafl hætta af þessari bók. Nefnd sú i NCC sem ann- ast endurskoðun á svokallaðri RSV- útgáfu Biblíunnar telur þessa með- ferð á Biblíunni fjarri öllu lagi. For- maður nefndarinnar segir: „Breyt- ingamar sem gerðar hafa verið á texta er varða guðdóminn jafnast á vlð umritun á Biblíunni. Sem kristinn maður og vísindamaður tel ég þetta algjöra óhæfu. Þetta klýfur kirkjuna en vekur ekki skilning á milli kirkju- deilda." I nefnd NCC sem gekk frá bókinni vora fímm karlmenn og sex konur, þ.á.m. kaþólsk nunna, öll kunn fyrir stuðning við kvennahreyfinguna. Einn nefndarmaður sem hóf störf dró sig í hlé af því að hann taldi að hún gengi of Iangt. NOREGUR: NORAD og kristniboðið Norðmenn veita fátækum þjóðum svokallaða þrounarhjalp, eins og margar aðrar efnaðar þjóðir. Stofn- unin sem sér um útbýtingu Ijarins er skammstöfuð NORAD. Athyglisvert er að dijúgur hluti þeirrar aðstoðar sem NORAD veitir kemst til skila fyrir tilstilli ýmissa félagasamtaka í Nor- egi. Árið 1982 veittu yflrvöld í Noregi 30 þjóðum hjalp með miiligöngu norskra félag. Upphæðin var 167 miljjónir norskra króna, eða um tí- undi hluti þróunarþjálparinnar það ár. Um 54,5 milljónir króna fóra um hendur Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar og 43 milfjónir um hend- ur kristniboðsfélaga. Góð samskipti hafa verið milli NORAD og norskra kristniboðsfé- laga. Kristniboðsfélögin hafa unnið að „þróunarhjálp" löngu áður en orð þetta var notað i opinberum umræð- um. Einstaklingar og félög fóru að hjálpa þurfalingum í fátækum lönd- um á undan opinberum aðilum. Kristniboðarnir lærðu mál fólksins og höfðu góð skilyrði til að koma allri aðstoð sem best tii skila með sem minnstum tilkostnaði. NORAD notfærir sér reynslu kristni- boðsfélaganna í æ ríkara mæli. Kristniboðar sitja í sfjóra og nefnd- um NORAD. Þessi samstaða hefur bæði þótt vekja áhuga almennings á þróunarþjálpinni og á líknarstörfum kristniboðsfélaganna. Leiðtogar krístniboðsfélaganna gera sér þó Ijóst að þungi kristni- boðsstarfsins hlýtur fyrst og fremst að hvíla á krístniboðsvinum. Einnig leggja þeir áhersiu á að höfuðmark- mið kristniboðsins sé að prédika fagnaðarerindið og leiða menn „frá myrkri til Ijóss, frá Satan valdi til Guðs." Ekki þiggja öll norsku kristniboðs- félögin framlög frá NORAD. í norska kristniboðsráðinu eru 24 félög en aðeins 13 þeirra notfæra sér styrk þróunarstofnunarinnar. ÞÝSKALAND: Alvarlegur dómur Viða um heim beijast kristnir menn á móti fóstureyðingum og hvers kon- ar viðhorfum sem draga úr því að allir menn séu dýrmætir ■ augum Guðs og skylt sé að varðveita lif hvers og eins, hvort sem hann er fæddur eða ófæddur. f Þýskalandi varð mörgum hverft við þegar úrskurðað var í sér- stæðu dómsmáli fyrir nokkru. Kona ein í Dortmund, 39 ára gömul, höfðaði mál gegn fæðinga- lækni sínum. Læknirinn hafði ekkl skýrt henni frá þvi að konu á hennar aldri gæti reynst erfltt að fæða bara. Einnig hafði læknirinn „vanrækt", eins og rétturinn komst að orði, að framkvæma legvatnskönnun til að ganga úr skugga um hvort bamið væri heilbrigt. Þegar það fæddist reyndist það vera „mongólíti". Þetta varð til þess að konan kærði lækninn. Samkvæmt blaðinu Bild sem geflð er út í Hamborg var læknirinn dæmd- ur til að greiða mörg þúsund mörk í skaðabætur. Nú er ekki óalgengt í útlöndum að dæmt sé í skaðabóta- málum á hendur læknum en þó þykir þessi dómur marka þáttaskil. Danskt blað gerir þá athugasemd við fréttina að nú verði ekki um það að ræða að konur eigi kost á legvatns- könnun, heldur verði læknirinn að veita hana til þess að tryggja að hann verði ekki kraflnn skaðabóta, og þannig sé hann neyddur til sorter- ingar á mönnum (það feli legvatns- könnunin í sér); dómurinn muni hafa óheillavænleg áhrif, jafnvel út fyrir landsteinana.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.